1128 - Ný stjórn

Jæja þá er búið að stokka upp í ríkisstjórninni. Hef trú á þessum breytingum. Kannski verður gagnrýnin minni og ómarkvissari eftir að búið er að þagga niður í óánægjuröddunum innan stjórnarflokkanna. Vissi alltaf að Ögmundur myndi frekar fara inn í ríkisstjórnina aftur en stuðla að falli hennar. Breytingar á ríkisstjórnum eru alltaf dálítið vandræðalegar hér á Íslandi en þurfa alls ekki að vera það. Nýir vendir sópa best.

Hjá mér er berjatínsla næst á dagskrá og verið getur að ég fari á morgun (föstudag) í hana. Líklega verða það nú bara krækiber sem ég tíni, en þau eru svosem ágæt. Sá um daginn óvenju mikið af hrútaberjum í Heiðmörk.

Sá fésbókarvinur sem ég fylgist hvað best með er Jósefína Dietrich. Lít á hana sem fjölskyldu-outlet og hún er mjög vel heppnuð að því leyti. Myndirnar af henni eru líka góðar.

Svo ég minnist aðeins á gamlar og úreltar fréttir þá er ég kominn á þann aldur að mér hugnast ekki að lífeyrissjóðir landsins séu að taka þátt í samkeppnisrekstri. Betra væri að þeir pössuðu betur þá peninga sem þeim hefur verið trúað fyrir. Kannski blessast þetta samt en hætt er við að einhverjir verði fyrir barðinu á lífeyrisfyrirtækjum ekki síður en verslunum sem ríkisbankar hafa tekið upp á sína arma.

IMG 2950Eldsmiðja á menningarnótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gamall skólastjóri -- sennilega okkar beggja -- átti annað orðtak á móti „nýir vendir sópa best“. Það var engu lakara: „Seint grær um síhreyfðan stein“.

-- Ég vil að lífeyrissjóðirnir séu sem öflugastir. Tæki til þess gæti verið að taka þátt í lífvænlegum fyrirtækjarekstri. Ekki yrðu þeir feitir á að eiga bara á bankareikningum! 

Sigurður Hreiðar, 3.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Man ekkert eftir þessu spakmæli en Hörður Haraldsson sagði einu sinni: Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur alveg eins gert hinn daginn. Það fannst mér vel sagt hjá honum.
Þetta með lífeyrissjóðina er meðal annars þannig tilkomið að mig hryllir jafnan við innlendri ævintýramennsku. Auðvitað þurfa þeir samt að setja peningana sem víðast í vinnu.

Sæmundur Bjarnason, 4.9.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband