991 - Slæmar fréttir

Útlendingar sem vanir eru að fylgjast vel með fréttum halda líklega að allt sé að verða vitlaust hér á Íslandi. Hrun, skýrslufréttir, nauðlendingar, eldgos hvert á eftir öðru og alls kyns óáran. Útlendingum sem hér búa er líka vorkunn. Sjálfur er ég uppteknari af fréttum frá Thailandi en góðu hófi gegnir. Annars eru blogg ekki rétti vettvangurinn fyrir fréttir og fréttaspekúleringar. Nær að skrifa um eitthvað annað. Leyfa fréttamiðlunum að þenja sig.

Í mínum huga er enginn vafi á því að vorið er að koma og ég ætla að njóta þess þó margt gangi á. Hrunfréttir, skýrslufréttir, eldgosafréttir, vinna, svefn - það er ekkert líf að skipta þannig. Vinnan verður þá að vera þeim mun skemmtilegri ef þetta á ekki að verða ömurlegt.

Ekki eru allar fréttir mbl.is tómt svartagallsraus. Eftirfarandi var birt þar í lok síðasta mánaðar og ég hlýt að mega taka frá þeim eins og þeir taka frá mér eins og þeim sýnist. Jæja, þetta er þá bara sýnishorn.

Breskum áhugaljósmyndara, Robert Harrison, hefur tekist að taka ljósmyndir af jörðinni með heimasmíðuðu loftfari. Um er að ræða nokkra loftbelgi sem svifu upp í 35 km hæð yfir jörðu.

Harrison hóf smíðina árið 2008 en loftfarið er búið til úr efnum sem auðvelt er að nálgast. GPS-tæki og útvarpssendir voru tengdir við loftbelgina og því gat Harrison auðveldlega fylgst með ferðum þeirra.

Hver og einn loftbelgur kostar tæpar 100.000 kr. í framleiðslu. Bandaríska geimferðarstofnunin (NASA) hefur sýnt útbúnaði Bretans mikinn áhuga. Heildarkostnaðurinn við verkefnið nemur 6.000 dölum (777.000 kr.) Harrison segir að kostnaðurinn hafi verið þess virði, en hann er fyrsti áhugaljósmyndarinn sem nær þessum áfanga.

Og nokkrar myndir enn og aftur:

IMG 1520Þessi er dálítið 2007.

IMG 1591Svona er náttúrulega upplagt að bera út.

IMG 1594Hér er margt bannað.

IMG 1595Já, helvítis torfurnar fjúka sennilega í burtu ef þær eru ekki festar.

IMG 1598Skrautlegur braggi.

IMG 1599„Ég skal sjá sólina."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Heimir Tómasson, 15.4.2010 kl. 04:26

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir innlitið Heimir.

Sæmundur Bjarnason, 15.4.2010 kl. 08:17

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

margur útlendingurinn heldur að hér sé allt á öðrum endanum. fyrirtækið sem ég starfa hjá á í viðskiptum við British Airways og ein samstarfskona mín var spurð í símtali við BA í dag; „Are you OK?“

Brjánn Guðjónsson, 15.4.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband