953 - Hrunskýrslan

Jæja, þá er hægt að hætta að rífast um það og snúa sér að einhverju öðru. Það er ekki eins og Icesave sé það eina sem hrjáir okkur Íslendinga. Það er ágætt að vita það að svona hugsar þjóðin. Sameiginlega er hún miklu gáfaðri en hver og einn, jafnvel þó fábjánar séu einhverjir. Veit samt ekki hvort Þráinn Bertelsson hefur kosið. Skiptir það annars einhverju máli?

Nú mun ESB-umræða taka við af Icesave. Vel getur verið að í millitíðinni verði kosið til Alþingis. Þær kosningar munu þá umfram flest annað snúast um aðildina að ESB. Galli er hve ESB-umræður verða fljótt illvígar. Mönnum hættir til að vera alltof stórorðir og árásargjarnir. Andstæðingum aðildar hættir til að nota tækifærið og hræra líka í öðrum málum með óþarfa bægslagangi og þjóðremban ríður stundum ekki við einteyming. Þarmeð hætta andstæðingar þeirra að taka mark á þeim.

Það sem ég hef til þessara mála að leggja er að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að okkur beri að ganga í Evrópusambandið. Hef fylgst með og tekið þátt í þeirri umræðu sem verið hefur um þetta mál allar götur frá því að ég var í Danmörku haustið 1972 þegar Danir samþykktu að ganga í Evrópusambandið og Jens Otto Krag sagði af sér. Hinsvegar liggur okkur ekkert á. Höfum beðið svo lengi að okkur munar ekki um nokkur ár í viðbót.

Fyrr en varir verður líka rætt mikið um hrunskýrsluna miklu hvort sem hún verður einhverntíma lögð fram eða ekki. Já, það vantar ekki stórmálin í pólitíkina nú um stundir. Best verður þó að vera stikkfrí og skrifa um eitthvað annað.

Gáfumaður Guð var ei
gafst hann upp á rólunum.
Krakka setti í Mæju mey
sem minnst er nú á jólunum.

Þetta er bara ómerkilegur samsetningur til að æsa menn upp ef vera skyldi að þetta væri áhugamál einhvers sem þetta les. Einskonar Múhammeðsmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það nenna engir að hneykslast á guðlasti nú á dögum nema fábjánar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir honum Sigga svag,
sexí Jens var Otto Krag,
teknir voru á hóteli í Haag,
í himinsæng á gamlársdag.

Nei, ég segi nú bara si svona. Ekki að ég viti það, eins og hún amma mín sagði.

Hin pólitíska himinsæng Sjálfstæðisflokksins

Þorsteinn Briem, 8.3.2010 kl. 04:00

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þráinn kaus ekki.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.3.2010 kl. 09:36

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fimm prósent fífl segir Þráinn
Það mat hans er ekki út í bláinn
Er kannski bjálfum
að þakka að honum sjálfum
á Alþingi tókst að ná inn?

Theódór Norðkvist, 8.3.2010 kl. 19:11

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Um stuðninginn Steingrím víst munar
og styður sig Ömma sinn við.
Mannvit í brekkum þar brunar.
Já, bráðgáfað Alþingislið.

Sæmundur Bjarnason, 8.3.2010 kl. 21:12

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Lýðræði er að mínu viti ekki fólgið í því að kjósa heldur að hafa leyfi til þess. Mér finnst alveg jafnlýðræðislegt að sitja heima í kosningum eins og að fara á kjörstað. Það er hins vegar að mínu mati ólýðræðislegt að heimta að allir greiði atkvæði þegar það stendur til boða.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.3.2010 kl. 22:30

8 Smámynd: Kama Sutra

Ég tek undir með Benedikt.

Kama Sutra, 8.3.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband