930 - Sólon spilar sóló

Viðtalið við Sólon Sigurðsson fyrrum bankastjóra í Búnaðarbankanum í útvarpi um daginn hefur vakið talsverða athygli. Hann segir að Halldór J. Kristjánsson sem þá var bankastjóri í Landsbankanum hafi beitt sig miklum þrýstingi til að lána Björgúlfunum fáeina milljarða svo þeir gætu keypt Landsbankann. Sjálfur hefði hann lánað S-hópnum til að þeir gætu keypt Búnaðarbankann. Þetta sýnir í hnotskurn hugsunarhátt útrásarvíkingana.

Gátu Bjöggarnir ekki sjálfir betlað sín lán? Máttu þeir ekki vera að því? Sólon lætur eins og nokkrir milljarðar séu bara smápeningar. Gerði Búnaðarbankinn mikið af því á sínum tíma að lána mönnum milljarða? Ekki veit ég það. Hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að prófa að fá slíkt lán.

Er nóg fyrir útrásinga að benda bara hver á annan? Er Sólon orðinn einhver hvítþveginn engill bara af því að hann getur kennt öðrum um sín eigin afglöp? Segist hafa verið beittur þrýstingi. Hvers konar þrýstingi? Hótaði Halldór að segja frá einhverju misjöfnu um Sólon ef hann makkaði ekki rétt?

Einhvers staðar verður að byrja. Væri ekki bara upplagt að byrja á að stinga Sóloni í fangelsi? Kannski hann færi þá að syngja. Segði jafnvel frá einhverju misjöfnu um Halldór Jón eða aðra.

Því amríski herinn svo réttsýnn og rogginn.
Réttir oss sjálfsagt eitthvað í gogginn.

Þetta er vel sagt. Því miður var það ekki ég sem sagði þetta fyrst. Lýsir hugsunarhætti Íslendinga vel. Eftir að þeir höfðu með Bretavinnunni lært að svíkjast um var þeim oft efst í huga að vera mataðir af þeim sem meira áttu undir sér. Þegar kanadátarnir fóru tók eintómt vesen við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glöggur ertu Sæmundur. Já hverskonar þrýstingi, beitti Halldór?

Ólafur Sveinsson 13.2.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Kama Sutra

Ég vildi að ég hefði vitað af þessu fyrr, að það væri nægilegt að þrýsta aðeins á bankastjórana til að fá þá til að dæla í mann milljörðum.

Skrambinn.

Kama Sutra, 13.2.2010 kl. 01:10

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þetta er vitað um Sólon:

Sólon Rúnar Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, f. 1.3. 1942 í Reykjavík.

Foreldrar: Valgerður Laufey Einarsdóttir húsmóðir, f. 12.6. 1920 á Seyðisfirði, og Sigurður Magnús Sólonsson múrarameistari, f. 16.11. 1907 í Keflavík, d. 1.5. 1958.

Systkin: Hrafnhildur húsmóðir, f. 3.8. 1939, d. 9.11. 1980, og Einar Jakob húsvörður, f. 1.12. 1947.

Maki: Jóna Vestfjörð Árnadóttir húsmóðir, f. 4.4. 1943.

Foreldrar maka: Guðrún Snæbjörnsdóttir húsmóðir, f. 10.10. 1912, d. 20.12. 1992, og Árni Kristjánsson sjómaður og verkamaður, f. 7.11. 1901, d. 8.4. 1966.

Börn: Guðrún Margrét, þjóðháttafræðingur og húsmóðir, f. 20.4. 1962, Sigurður Magnús viðskiptafræðingur, f. 5.7. 1965, Árni Valur framkvæmdastjóri, f. 10.10. 1966, og drengur (andvana), f. 12.8. 1973.

Menntun: Landspróf frá Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti 1958. Nám við MR 1958-1962. Námsdvöl í London hjá National Westminster Bank og Manufacturers Hannover Trust 1973. Nám í International Banking Summer School í Kanada 1980. Námsdvöl hjá Royal Bank of Canada 1985.

Starfsferill: Almennur starfsmaður, fulltrúi, gjaldkeri og deildarstjóri hjá Landsbanka Íslands 1961-1972. Starfsmaður hjá Scandinavian Bank í London 1972-1973. Deildarstjóri hjá Landsbanka Íslands 1973-1978. Útibússtjóri Landsbanka Íslands, Snæfellsnesútibúi 1978-1982. Aðstoðarbankastjóri og forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Búnaðarbanka Íslands 1983-1989, bankastjóri sama banka frá 1990.

Önnur störf: Í stjórn Greiðslumiðlunar hf. (VISA Ísland) frá 1983, formaður í tvö ár. Í stjórn eignarleigufyrirtækisins Lýsingar hf. frá 1986, formaður frá 2001. Formaður stjórnar Bunadarbank International S.A. í Lúxemborg frá 2000. Formaður stjórnar BI Management S.A. í Lúxemborg frá 1998. Í stjórn Sameinaða líftryggingarfélagsins hf. (Samlíf) 1998-2002. Í stjórn Reiknistofu bankanna 1996-1999. Í stjórn Þróunarfélags Íslands hf. 1992-2002. Í stjórn Kaupþings hf. 1990-1996, formaður um tíma. Í stjórn ýmissa dótturfyrirtækja Búnaðarbanka Íslands hf. Í stjórn Confédération Internationale du Crédit Agricole (CICA) frá 1996. Formaður sóknarnefndar Víðistaðasóknar í Hafnarfirði 1992-1999. Í stjórn sunddeildar Ármanns í nokkur ár og formaður um skeið. Í stjórn Handknattleiksráðs Reykjavíkur og varastjórn Handknattleikssambands Íslands um skeið. Í stjórn Sundsambands Íslands í nokkur ár. Í stjórn Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík í nokkur ár, formaður um tíma. Í stjórn Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði í eitt ár. Í stjórn Félags starfsmanna Landsbanka Íslands um tíma. Formaður Sambands íslenskra bankamanna 1975-1979. Í stjórn Norræna bankamannasambandsins 1975-1979. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Bankablaðsins 1975-1979

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2010 kl. 02:22

4 identicon

Ef sannleiksnefndin á að standa undir nafni, þarf hún strax, að yfirheyra bankastjóra

Landsbankans, og Sólon bankastjóra, setja lygamæli á þá báða, og fá útúr þeim, hver

sendi  Halldór Kristjánsson, að þrýsta á Sólon? Hverjir fleiri þungavigtarmenn beygðu Sólon til að gera það, sem hann vissi að hann átti ekki að gera?  Vilhjálmur fjárfestir segir þá, vera mennina sem komu hruninu af stað, þeir sem, þvinguðu Sólon til að veita lánið, milljarðana sem átti að borga Landsbankann með, og hvað varð af þeim?

Fáist þessar upplýsingar, kemur margt fleira fram í dagsljósið, sem verður að upplýsa

varðandi hið sökkvandi  Ísland.  Það mun ekki takast að bjarga Íslandi, fyrr en ljóst er

allt varðandi Landsbankamálið, og Búnaðarbankamálið, ásamt einkavæðingaþvælunni allri.

Robert 13.2.2010 kl. 08:47

5 identicon

Hótunin hlýtur að vera sú að Sólon yrði rekinn úr Búnaðarbankanum af S-hópnum, sem fékk lán hjá Halldóri og Bjöggunum í Landsbankanun

Guðmundur Stefánsson 13.2.2010 kl. 09:58

6 identicon

Mjög líkleg rök og einföld,  hjá Guðmundi.

Ólafur Sveinsson 13.2.2010 kl. 13:18

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Væri þá Sólon að upplýsa um þennan þrýsting,sem gat alveg legið í þagnargildi,ef hann yrði krafinn um ástæður undanlátsins og þær myndu koma sér illa,fyrir hann.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2010 kl. 15:34

8 Smámynd: Kama Sutra

Það að Sólon upplýsir þetta núna er auðvitað nauðvörn manns sem er kominn út í horn og veikburða tilraun til að reyna að halda andlitinu.  Hann veit sem er að þetta verður að öllum líkindum dregið fram í dagsljósið í kjölfar birtingar Hrunskýrslunnar.

Sjáum bara til - ótrúlegasta fólk á líklega eftir að opna sig í fjölmiðlum á næstunni, síðustu dagana fyrir opinberun skýrslunnar.

Kama Sutra, 13.2.2010 kl. 17:20

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll. Hef engu við þetta að bæta. Það er eins og verið sé að láta fólk aldrei staðnæmast við neitt. Nú eru það auðvitað gengistryggð lán og dómstólar sem eiga hug manna. - Hvað kemur næst?

Sæmundur Bjarnason, 13.2.2010 kl. 21:06

10 identicon

Hvað kemur næst? Sátt í Icesave þar sem Bretar og Hollendingar koma til móts við nýjar tillögur íslenskra stjórnmálamanna. Sjálfstæðismenn og utanríkisráðherra taka forseta Íslands í sátt og segja það í svo mörgum orðum.

Carlos Ferrer 14.2.2010 kl. 11:43

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér með það Carlos að næstu (eða þarnæstu) "óvæntu" tíðindin verða í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Miðað við stöðuna í dag er hún hálfgert ómark.

Sæmundur Bjarnason, 14.2.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband