Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

1254 - Kominn aftur

Einhverjir kunna að hafa saknað mín en eins og í fyrra er ég búinn að vera í löngu bloggfríi. Já, ég fór til Kanaríeyja og eins og fyrri daginn var sú vera á flestan hátt ágæt. Sleppi samt ýtarlegri lýsingu á ferðinni.  

Það er ágæt hugmynd að hvíla sig svolítið á blogginu.Ég er með þeim ósköpum fæddur að vilja umfram allt líta út fyrir að vera gáfaðri en aðrir. Fyrir mörgum áratugum tók ég gáfnapróf og fékk þar ein 120 stig án þess að svindla nokkuð að ráði. Þessu trúði ég auðvitað eins og nýju neti og hef hangið á því eins og hundur á roði allar götur síðan. Vil ekki einu sinni vita meira um þetta próf eða önnur gáfnapróf.

Auðvitað veit ég allt best og er hissa á því að aðrir skuli þykjast vita eitthvað. Þessi hugsunarháttur er hættulegur en því miður alltof algengur. Alþingismenn okkar virðast flestir halda að meirihluti kjósenda sé heldur vitgrannur og auðvelt sé að hafa áhrif á skoðanir þeirra með fagurgala og útútsnúninngum en það er mikill misskilningur.

Samkvæmt fréttum er stjórnarskármálið allt komið í háaloft út af aðgerðum hæstaréttar. Ég ætla ekki að tjá mig að neinu ráði um það mál en trú mín á að stjórnlagaþing verði haldið og að það muni marka djúp spor í þjóðlífið hefur lítið sem ekkert dvínað við þessi síðustu tíðindi.

Nokkrar bækur hef ég lesið nýlega sem hafa haft talsverð áhrif á mig

Fyrst ber að nefna bókina „Billions and billions..." eftir Carl Sagan. Sú bók hefur hvorki meira né minna en breytt áliti mínu á einhverju mesta deilumáli sem mannkynið fæst við um þessar mundir. Þar á að við hnatthlýnunina að sjálfsögðu. Vitað er að gróðurhúsaáhrif auka hættuna á almennri hnatthlýnun. Ég hef þó hingað til verið þeirrar skoðunar að ósannað sé að sú breyting sé að verulegu leyti mannkyninu að kenna. Sú skoðun hefur breyst. Ég hef sannfærst um að skylda okkar er að draga sem mest úr gróðurhúsaáhrifum og einnig ber okkur að draga úr mismun þeim á lífskjörum sem viðgengst í heiminum. Þetta má auðvitað gera á marga vegu en aðgerðarleysið í þessum efnum er hættulegast.

Einnig ber að nefna bókina um Önnu á Hesteyri sem kölluð er: „Ég hef nú sjaldan verið algild". Þá bók hefði eflaust verið hægt að skrifa öðruvísi á ýmsan hátt. Ævi Önnu eru þó gerð ágæt skil og ekki er hægt að komast hjá því að hrífast af þeirri sögu. Anna hefur svo sannarlega farið eigin leiðir og veröldin hefur síst af öllu orðið fátæklegri af að hafa hana.

IMG 4056Ha, ha, ha.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband