865 - Séra Helgi Sveinsson

Séra Helgi Sveinsson kenndi mér og okkur í landsprófsdeild Miðskóla Hveragerðis Mannkynssögu á sínum tíma. Meðal annars reyndi hann að koma í okkar heimsku  hausa helstu atriðunum í Ódysseifskviðu Hómers. Síðan prófaði hann kunnáttu okkar í þessu eðla kvæði. Ég var ekki slakastur í upprifjun á efni þessu en lét þess getið að þegar Ódysseifur komst heim til sín fyrir rest eftir mikla hrakninga var Penelópa kona hans búin að taka saman við annan.

Á þessum tíma var það ekki til siðs í fínu máli að segja „fyrir rest" (líklega er það dönskusletta - þær voru það hræðilegasta á þessum tíma) og þessvegna setti séra Helgi eftirfarandi vísupart neðst á prófblaðið mitt þegar hann skilaði prófunum.

Heim er komst hann fyrir rest
konan hafði hjá sér gest.

Ég er sannfærður um að ég væri gott efni í alkohólista. Mér finnst nefnilega svo gott að vera fullur. Eða að minnsta kosti svolítið hífaður. Auðvitað veit ég að of mikið má af öllu gera. Kannski hefur það bjargað mér frá bölvun áfengisins hve skelfilega dýrt það er hér á Íslandi.

Mér finnst bara gott á hægra liðið að þurfa nú um sinn að sætta sig við vinstri stefnu í skattamálum og öðru. Þeir þurfa bara að passa sig á því að hugsanlegt er að fólk vilji heldur skandinviskan stórabróðurleik en stöðuga þjófnaði frjálshyggjuliðsins eins og viðgengist hafa undanfarið.

Það er þungt fyrir fæti að vera stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar. Þó er áróðurinn gegn henni stundum svo einfeldnigslegur og vanhugsaður að hlægilegt er. Samt eru tímarnir þannig að mjög auðvelt er að vera á móti henni.

Ef hægri menn ætla að gera ESB málið að einhverju flokkspólitísku máli þá er eins víst að við lendum í Evrópíska stórríkinu sem þeir þreytast ekki á að vara okkur við. Reyndar verður það ekkert stórríki því Evrópusamtökin eru samtök fullvalda ríkja en ekki undirokaðra smáríkja.

Sjálfstæðismenn ráðast nú að sínum fyrrverandi formanni sem þeir komu að flestra áliti illa fram við á sínum tíma. Það er einfaldlega lítilmannlegt að ráðast að Þorsteini Pálssyni fyrir það eitt að fylgja eftir sannfæringu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna slærðu sjálfan þig út! Þú ert stílisti. Mér líkar þetta.

Ólafur Sveinsson 15.11.2009 kl. 01:17

2 identicon

Skynsemina sína sér

sá til góðs kann brúka

mannkostina marga ber,

mjög er vinsæll,.......... Sæmundur.  h.ó k.

Ólafur Sveinsson 15.11.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skynsemina sína sér
sá til góðs kann brúka.
Mannkostina mikla fer
sem mættu sumir fjúka.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2009 kl. 01:45

4 identicon

Ég ?

Ólafur Sveinsson 15.11.2009 kl. 01:54

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Æ, ég veit það ekki. - Er alveg orðinn ruglaður á þessu. Skil það heldur ekki nógu vel. Sennilega er ég að tala um sjálfan mig.

Ég um mig frá mér til mín
mjög vill henda gaman.
Yrkir hann frá sér til sín
og setur alla saman.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2009 kl. 02:25

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert einn af fáum sem ég enn les á moggablogginu Sæmi :) góður pistill hjá þér sem endranær. takk fyrir mig

Óskar Þorkelsson, 15.11.2009 kl. 11:54

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

yndislega gaman að fylgjast með vitleysingunum í náhirðinni. hvað sem þeir skrifa skín alltaf í gegn þetta „sértu ekki í mínu liði ertu óvinur minn.“ Opinbera sína einskæru heimsku og molbúahátt.

þá vil ég heldur hlusta á smákrakka rífast um hvor pabbinn er sterkari. minn eða þinn.

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 16:17

8 identicon

 Sæmundur.

 Stóru vandamálin sem við eru nú að takast á við, tengjast þessum aðilum beint og þar klikkaði flest, athugið þetta:

  1. Stjórnir bankanna.
  2. Endurskoðunarnefndir bankanna.
  3. Innri endurskoðendurnir.
  4. Banka- og framkvæmdastjórarnir.
  5. Ytri endurskoðendurnir. (Vinir bankastjóranna)
  6. Eignarhaldsfélög bankanna.
  7. Bankasýsla ríkisins.  
  8. Fjármálaeftirlitið.
  9. Skilanefndir og slitanefndir
  10. Seðlabankinn.
  11. Handhafi hlutabréfs ríkisbankanna.
  12. Ríkisstjórnin og framkvæmdavalið.
  13. Dómskerfið.
  14. Alþingi – Of margar nefndir skipaðar af reynslulausu fólki.
  15. Þingnefndir
  16. Aðrir eftirlitsaðilar.

Hér þvælist hver fyrir öðrum. Ef engar breytingar verða í þessu umhverfi, þá mun ekkert breytast.  Meginvandinn er að stjórnin skilur ekki  þetta umhverfi. Ofan á það bætist svo hægagangur, hlutdrægir ráðgjafar og svo ákvörðunartökufælni.

 

 

Ólafur Sveinsson 15.11.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband