859 - DoctorE

Jóhanna Magnúsdóttir tilkynnir á bloggi sínu í grein sem hún nefnir „Þeim vanstillta hent út", að hún hafi lokað bloggi sínu fyrir DoctorE. Í fyrstu án þess að nefna hann á nafn en í athugasemdum kemur fljótlega í ljós hvern hún á við. Fleiri en Jóhanna hafa lokað á DoctorE og stjórnendur Moggabloggsins hafa meinað honum að blogga hér. Hann hefur þó leyfi til þess að kommenta eins og aðrir og meira að segja eins og hann sé bloggari hér.

Mér finnst aldrei og ég undirstrika ALDREI, réttlætanlegt að loka á menn með þessum hætti. Vissulega er DoctorE oft æði hranalegur og stuðandi. Þeir sem um trúmál blogga verða því annað hvort að brynja sig gagnvart því sem hann segir eða mæta honum á annan hátt. Það sem DoctorE er heilagt er einmitt nafnleysið. Honum finnst hann hafa rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós á þann hátt sem honum sýnist og án þess að gefa upp nafn sitt. Í þessu er ég honum sammála.

Mig minnir að ég hafi fyrst kynnst DoctorE þegar ég í bloggi númer 452 í september árið 2008 skrifaði dálitið um söguna frægu um Bjarna-Dísu. Þá skrifaði hann þetta:

Fjúkk... gott að þetta var ekki "alvöru" draugasaga, þá hefði ég kannski þurft að eiga við þig eins og eitt orð um það að draugar eru ekki til

DoctorE, 16.9.2008 kl. 20:07

Þetta fannst mér yfirlætislegt með afbrigðum. Síðan hef ég kynnst DoctorE betur og styð hann algjörlega í nafnleysismálinu. Í trúarlegum efnum deili ég ekki við hann. Jóhanna nefnir eftir einhverjum öðrum að líta beri á DoctorE sem einskonar „bakgrunnshávaða." Þetta finnst mér vel sagt. Ef fólk getur ekki höndlað það sem DoctorE segir um trúmál þá er upplagt að tala frekar um eitthvað annað.

Ég mundi vilja hafa fídus í bloggkerfinu hér sem gerir mér kleift að fá ekki tilkynningar um nýjar athugasemdir við ákveðin blogg. Kannski er hann til án þess að ég kunni á hann og vonandi kennir einhver mér þá á hann. Þegar það kemur fyrir að fjöldi athugasemda keyrir úr hófi þá er nauðsynlegt að geta hætt að taka þátt í því rugli sem þar getur verið á ferðinni og halda áfram að blogga um annað. Athugasemdir við vinsæla bloggið eru þá stundum til trafala við að fylgjast með athugasemdum við önnur blogg.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var lélegt hjá henni, að hafa lokað á manninn sem verið var að fjalla um, hann gat því engu svarað. Reyndar mun hún hafa opnað á hann seint og um síðir, þegar einhver benti á þetta ósamræmi, en þá var umræðum lokið.

Ég kann svo sannarlega að meta Doktorinn, hann er yfirleitt með óvæntan vinkil á málin, svo manni jafnvel bregður við. En svo sér maður að þetta er rétt hjá Doktornum.

Sveinn hinn Ungi 9.11.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Sæmundur, það er tilviljun að ég rakst á nafnið mitt á blogginu þínu. Ég og DoctorE erum búin að ræða saman lengi, lengi, lengi.  Ég varð bara leið á honum í gær, þreytt á að tyggja sömu svörin ofan í hann, svör sem hann vildi eflaust ekki heyra. Þreytt á að hann misvirti það sem ég bað hann um að gera, sagðist vera búin að heyra fjöldamorðingjarulluna hans of oft - og bað hann í vinsemd um að sleppa henni. Honum tókst það ekki, eða vildi ekki.

Ég er ekki skaplaus kona, þó að ég sé eflaust með þeim jákvæðari og þolinmóðari.

Eftir að ég bloggaði um þetta í gær, þá komu "verndarenglar" Doctorsins og báðu honum grið og útskýrðu mál sitt, að hann ætti t.d. rétt á að verja sig. Ég hafði sjálf verið að íhuga hvað ég ætti að gera í þessu, og lét Doctorinn vita að ég hefði aftur opnað fyrir hans athugasemdir hefði hann áhuga á að segja sína hlið á málinu.

Ég lokaði s.s. á hann í tæpan hálfan sólarhring.

Fólk hefur komið að máli við mig, utan þessa bloggheims og talað um "ofbeldið" sem það upplifði af groddaralegum málflutningi DoctorE. 

DoctorE er fyrir mér sem illa uppalinn krakki sem kann ekki sín takmörk, ullar og skyrpir á þá sem eru honum ekki að skapi - og svo hlægja foreldrarnir að honum hvað hann er svakalega sniðugt barn.

Mér leiðist þetta arg og garg í þessu óþekka barni, sem gefur fullorðnu fólki ekki ráðrými til að tala saman.  Kannski eru sumir sem heyra ekki þennan bakgrunnshávaða, en það eru ekki allir þeirrar gerðar og spurning hvort að það er ekki í lagi að lækka hávaðann ef hann pirrar? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sveinn hinn Ungi, umræðum var fjarri því lokið. Rétt skal vera rétt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 00:45

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst einfaldlega ekki rétt að útiloka þá sem eru ósammála. Veit auðvitað ekki hvað ykkur DoctorE hefur farið á milli en bíð eftir að hann segi sitt álit á því sem gerst hefur.

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2009 kl. 01:59

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

DoctorE með djöfsa slekt
drauginn Sússa hatar.
Mjög er þetta mátulegt
því marga kristnin platar.

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2009 kl. 02:21

6 identicon

Biblíunöttar og aðrir trúarlegir rugludallar eru afskaplega viðkvæmnir fyrir gagnrýni sem hefur þann eiginleika að rústa þeirra eigin heimsmynd og sjón á heiminn.

Þetta er nú voðalega einfalt. Guð er ekki til og allt þar í kring. Ennfremur er ljóst að andinn er bara heilinn að blekkja okkur.

Einfalt og rökrétt. Trúarmenn geta farið í fílu mín vegna, það breytir einfaldlega ekki staðreyndum eins og þar stendur.

Jón Frímann 9.11.2009 kl. 05:03

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 .. ef ég hef einhvern tímann tíma til að draga saman okkar rökræður og hvernig þær hafa farið fram, þá væri  lýðnum ljóst að ég hef sýnt óendanlega þolinmæði við elsku kallinn/strákinn.  Ástæðan fyrir lokun var ekki skoðanalegs eðlis, þá myndi ég nú ekki nenna að standa í bloggskrifum.  Heldur vegna þess að mér fannst hann bara hegða sér dónalega bæði við mig og aðra viðmælendur, svo einfalt var það.  

Rökræður eru nú varla á jafnréttisgrundvelli, þegar maður hefur lagt sína persónu á borðið og hinn aðilann talar alltaf á bak við grímu. Það er önnur ella.

En dæmið bara þessa kerlu sem hér skrifar eins og þið teljið rétt og eins og þið hafið upplýsingar til, og óska ykkur alls hins besta.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 07:30

8 identicon

Að gagnrýna einhverja gamla bók er ekki persónuárásir né ofbeldi, að segja eitthvað úr bókinni sem krissar fíla ekki, það er ekki ofbeldi... ef það er ofbeldi þá bara verða krissarnir að játa að bókin sín er ofbeldi, sem hún er.

Það gengur ekki upp að loka á, kalla mig kjána eða bjána þegar ég er einfaldlega að segja hvað bókin segir.
Já krissarnir verða mest fúlir þegar ég tek eitthvað úr bókinni og slengi því fram... eins og það eigi að myrða óþekk börn...

DoctorE 9.11.2009 kl. 08:00

9 identicon

"Mér leiðist þetta arg og garg í þessu óþekka barni, sem gefur fullorðnu fólki ekki ráðrými til að tala saman".

Hallærislegt yfirlæti - en kemur ekki á óvart.

Jóhann 9.11.2009 kl. 08:07

10 identicon

Jóhanna það sem þú ert að gera er bara það sem krissar eru að gera um allan heim.
Þeir loka á alla sem segja óþægilega hluti, ef menn vitna í biblíu með fjöldamorðin og svona, BANG lokað.
Þetta er kristið heilkenni, svona heilkenni er líka í íslam... enda eru þeir nú að krefjast þess að þetta verði bannað um allan heim.. SICK
Krissar eru líka mikið á yuotube, banna athugasemdir eða ritskoða þær, nota bots til að kæfa niður video sem segja sannleikann um trú þeirra, kæra menn á fullu.

Ég þekki þetta mjög vel... allir sem voga sér að segja eitthvað um þessi mál kannast við þetta trúarheilkenni.
Nú er svo komið að allir helstu gagnrýnendur trúarbragða eru komnir á þá skoðun að rökræður við krissa séu gagnslausar með öllu, það eina sem dugi er bara hrár sannleikurinn..

DoctorE 9.11.2009 kl. 08:44

11 identicon

Fyrst ég er byrjaður þá langar mig að lýsa yfir hneykslun minni á orðum hans Heimis Karls á Bylgjunni í morgun með þetta krossa dæmi í skólastofum á Ítalíu.
Karlinn bar þetta saman við að 2 gaurar ákváðu að reisa Berlínarmúrinn á sínum tíma.

Heimir er á stundum alveg ágætur en þarna fer hann hamförum, ber saman epli og appelsínur og fær út kommúnisma og Berlínarmúr. :)
Er réttmætt að sjálfstæðisflokkurinn sem nú er með mest fylgi samkvæmt könnun, að hann fái að setja upp lógó sitt í skólastofur, sem og að fá aðgengi að börnum til að segja þeim að Bjarni Ben sé bestur og DO sem gekk á undan honum sé guðfaðir íslands, besti maður ever.

DoctorE 9.11.2009 kl. 09:19

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sæmi.

Bloggarar á moggabloggi keppast um að loka á hvern annan þessa dagana. Einhverjir voru að kvarta yfir að Baldur Kristjáns hefði lokað á einhverja tölugúrúa á móti ESB, um daginn lokaði kristna konan sem var með Bjarna Harðar í framboði á alla sem ekki voru sammála henni í einhverju hitamáli um dóp. Nú, svo eru þessar vanalegu ritstýringastælar hjá þeim sem verða fyrir miklum árásum.

Doktorinn er orðinn píslavottur og þjóðhetja í augum sumra enda fáum verið útskúfað eins rækilega af blogginu og honum. Hann er kominn í  flokk með JPV, Villa Vill, Skúla Skúla, og öðrum kunnum píslarvottum bloggsins.

Ég sá að Kristinn trúleysisbarvert var að blogga með Sæmundarhætti. Skemmtilegt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.11.2009 kl. 10:02

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ "DoctorE" Darling,  við eigum ekki að vera svona á úthvefunni um allan bæ með okkar hjónabandsvandamál.  Rífumst bara á koddanum áfram. Þú reykir, ég fanatísk á reykingar, ég trúuð þú fanatískur á trúarbrögð.  En að öðru leiti, blissfull 

 Ég nenni ekki lengur að þykjast ekkert þekkja þig og þykjast vera fúl út í þig, við gengum of langt í þetta sinn.

Svo vill fólk fara að bjarga þér og senda í kallaathvarfið af því að ég er yfirlætisleg við þig og kalla þig óþekkan krakka!   Það er alltaf gott að vita hverjir eru vinir manns. Takk Sæmundur og þið höfðingjar sem hér hafið fellt réttlætistár fyrir ykkar minnsta bróður, - þið eigið fálkaorðuna skilið.

Sorry Guys, þetta var allt "Hoax" ..  

Sjáumst í kvöld Honey, Bunny -  þetta verður eina sem ég skrifa hér, þar sem ég þarf að vinna. Náði bara að kíkja í kaffipásunni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 10:12

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Síðan hef ég kynnst DoctorE betur og styð hann algjörlega í nafnleysismálinu. Í trúarlegum efnum deili ég ekki við hann.

Tek undir þessi  orð Sæmundur. Ég er oft ósammála Doksa, en stundum efnislega sammála honum, hvernig menn haga orðum sínum er hins vegar ekki mitt mál. Doksi hefur aldrei farið út fyrir strikið á minni síðu. Ég leyfi samt ekki hvað sem er á minni síðu.

Mér finnst aftur á móti að hver bloggari megi  loka á athugasemdir frá einhverjum sem honum líkar ekki  við á sinni síðu af einhverjum ástæðum. En mér finnst að menn eigi bara að gera það þegjandi og hljóðalaust en ekki vera að tilkynna það sérstaklega í bloggfærslu sem einmitt býður upp á umræður um viðkomandi, oft æði neikvæða á meðan vikomandi er fjarri. Það er ekkert nema baktal á bloggi.

Doksi sendir mér stundum sérstaklega vinalegar kisumyndir. Það gerir nú ekki hver  sem er. Kynni mín af mannfólkinu segja mér að það gerir bara fólk sem er einstaklega ljúft og gott í sér  og hefur húmorískan sans að auki. Talsmáti fólks í opinberum umræðum segir ekki alltaf alla sögu. Hann er altaf gríma.  Ég hef mína, Doksi sína og svo framvegis. Fáir finnst mér ærlegri en Doksi og hann er einn af örfáum bloggurum sem ég vildi gjarna kynnast og þá myndi ég fara með það eins og mannsmorð hver hann er í rauninni! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2009 kl. 11:06

15 identicon

No worries Jóhanna, ég er aldrei að erfa neitt við einn né neinn, mér finnst afar leiðinlegt að vera í vondu skapi, þá fáu skipt sem ég lendi í rifrildi við einhvern þá er ég alltaf fyrstur að rétta fram friðarhönd.. nenni einfaldlega ekki að standa í að rífast og svona.
Og nei, ég er ekki að rífast þegar ég blogga eða set athugasemdir, ég er ekki reiður né fúll

Og svo kisu mynd fyrir Sigga, við báðir erum miklir kisuvinir :)

DoctorE 9.11.2009 kl. 14:20

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nýkominn hingað aftur. Fróðlegt að lesa allt þetta stuff. Mest sammála Sigurði Þór. Hann skilur þetta líkum skilningi og ég. Finnst bera of mikið á hatursáróðri gegn Davíð og Moggablogginu. Sleginn yfir að heyra það sem Svanur Gísli segir um séra Baldur. Ef hann lokar á suma af því að honum líkar ekki við þá set ég hann í sama flokk og þig Jóhanna. Man vel eftir kisumyndunum sem DoctorE setti hjá Sigurði Þór. Það er rétt að Doksi er að sumu leyti orðinn eins konar píslarvottur og ég er viss um að honum líkar það illa.

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2009 kl. 14:51

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Aldrei nenni ég frekar en þú að loka á bloggara frændi og er sammála því að það má bera ákveðna virðingu fyrir nafnleysi. en fídusinn að losna við skilaboð um athugasemdir er í stjórnborðinu, mjög mikilvægur!

Bjarni Harðarson, 9.11.2009 kl. 15:14

18 identicon

Öllum er frjálst að tjá skoðun sína, þetta er í landslögum.
Jafnt skal yfir alla ganga, sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar mbl fylgir ekki þessari reglu frekar en fyrri daginn.
Loftur mátti gefa í skyn að það ætti að taka suma ráðamenn af lífi, ég gaf í skyn að spákona sem hræddi fólk með þrugli um jarðskjálfta væri geðveik og eða glæpakvendi, þetta var eitthvað sem auðvelt er að rökstyðja, liggur eiginlega í augum uppi.

Ég fór fram á að mbl opnaði bloggið mitt í takt við að Loftur hafi "brotið" meira af sér en ég, mbl svarar mér ekki.. enda yfirlýst stefna sjálfstæðisflokks að hygla vinum og ættingjum

DoctorE 9.11.2009 kl. 15:28

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mín skoðun er sú að bloggsíða hvers og eins er "heimili" viðkomandi.  Komi menn inn á bloggið sem virkilega eru hundleiðinlegir, dónalegir eða ruddalegir, hefur "húsráðandi" fulla heimild til að henda viðkomandi út.  

Baktalið, á hinn bóginn, er þeim til vansa er það stunda. 

Anna Einarsdóttir, 9.11.2009 kl. 16:13

20 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Anna, ég er ekki að tala um að ég sé ósáttur við að möguleikinn sé þarna. Finnst bara óþarfi að nota hann í svona tilfellum.

Bjarni. Ég er ekki viss um að við séum að tala um sama fídusinn. Ég get auðvitað ráðið því hvort ég fæ tilkynningu um athugasemdir eða ekki. Ég vil bara geta aftengt þann möguleika að fá tilkynningar um athugasemdir við ákveðnar og tilteknar blogg-greinar. Ef sá möguleiki er þarna þá finn ég hann ekki.

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2009 kl. 16:56

21 Smámynd: Haukur Baukur

Mikið er þetta skemmtilegt blogg og athugasemdir sem fylgt hafa.

Ég hef lengi verið aðdáandi DoctorE, því hann þorir til dæmis að bulla um trúarbrögð.  Hann er góður penni og feikna duglegur að stuða þá er hugsa og framkvæma með tilfinningum sínum.  Þar fara framarlega trúaðir, því hvað er trú annað en tilfinning?

Það var ákveðinn söknuður að á hann skyldi lokað.

Félagi DoctorE, ef þú ert með blogg í gangi einhvers staðar, sendu mér athugasemd um linkinn þangað.

Kveðja,

 Haukur

Haukur Baukur, 9.11.2009 kl. 17:51

22 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Doktor er er mörgum höfuðverkur. Hvort hann líður píslarvætti skal ég ekki um segja en hann er fljótur upp, ef honum finnst illa með sig farið og tekinn sömu fangbrögðum og hann tekur aðra. Eitt sinn kallaði ég hann og hans nóta haugflugur þar mér fannst sem þeir sveimuðu um á vefnum og settust hvar sem e-t tilefni var til athugasemda í trúarefnum.  Og vönduðu öðrum ekki kveðjurnar. DoktorE brást við þessu eins og meykerling við svívirðingum og kveinaði undan "orðbragði" mínu. Þessi orðaskipti eru að finna á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar frá í fyrra vetur.

Vandi DoktorE er að hann getur ekki skipst á skoðunum við trúað fólk án þess að beita aðferð niðurlægingarinnar og beinlínis hraklegu orðavali svo ekki sé meira sagt. Þetta verður auðvitað til þess, að áhugi á skoðanaskiptum við hann þverr og menn fá upp í kok á endanum, ef svo má segja. Til viðbóta vill hann ekki tengja skoðanir sínar persónu sinni og er það mér umhugsunarefni, þó aðrir sjái ekkert athugavert við það.  

Það er hins vegar önnur saga, að rökræður um kjarna kristindómsins leiða ekki til neins, þar sem kristindómurinn hefur aldrei gert kröfu til þess að standast dóm skynseminnar. Frá fyrstu tíð hefur því þvert á móti verið haldið fram, krossinn sé mönnum hneyklsi í skynsamlegu tiliti og trúin von um hluti sem eigi verður auðið að sjá.

Því er það alveg rökrétt og eðlileg afstaða frá sjónahóli hins trúaða, sem margir taka með DoktorE, þegar hann talar um "vitleysuna" í kristindómnum. 

Sigurbjörn Sveinsson, 9.11.2009 kl. 17:55

23 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

doctore0.wordpress.com - held ég.

Þetta er hugsað sem svar við fyrirspurn frá: "haugurinn bloggar"

Sæmundur Bjarnason, 9.11.2009 kl. 18:07

24 Smámynd: Finnur Bárðarson

Doctorinn er alltaf velkominn til mín. Heitt á könnunni. Þetta penpíulið á moggablogginu má eiga sig.

Finnur Bárðarson, 9.11.2009 kl. 18:54

25 Smámynd: Kama Sutra

Dokksinn er líka velkominn í kaffi til mín, hvenær sem er.  Samskipti okkar hingað til hafa bara verið ánægjuleg og skemmtileg.  Kannski vegna þess að ég er líklega enn harðari trúleysingi en hann er - ef það er þá hægt.   Ólíkt honum nenni ég hins vegar sjaldan að ræða trúmál.  Mér finnst þau lítt spennandi umræðuefni.

Mjá - svo erum við Dokksinn bæði miklir kattavinir.

Kama Sutra, 9.11.2009 kl. 19:20

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Doktorinn er að berjast við stórkostlegasta nígeríusvindl allra tíma og það getur sjálfsagt tekið allnokkuð á taugarnar að þrasa við þá sem hafa allt að því blindan átrúnað á ómögulega vitleysu og ósýnilega galdrakalla og fjársvik sem þeim ævintýrum fylgja enn merkilegt nokk eftir allan þennan tíma.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2009 kl. 22:17

27 Smámynd: Eygló

Auðmjúk athugasemd:  Fínt að sjá annarra sýn á málefnum. Finnst þó umræddur doktor og fleiri, koma máli sínu fram á heldur hallærislega hátt.

Eygló, 9.11.2009 kl. 23:53

28 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er svosem ekkert að tala um hvað Dokksi skrifar. Það verða þeir sem hann deilir við að eiga við sig. Ekki er ég heldur neitt á móti því að hægt sé að útiloka menn frá kommentum. Finnst samt að DoctorE eigi að fá að halda dulnefni sínu og ekki að gjalda þess að hafa það. Stundum eru dulnefni misnotuð en það gerir DoctorE ekki.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 00:10

29 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Doktorinn á fullan rétt á málfrelsi eins og aðrir borgarar en etv. eru hans persónulegu aðstæður þannig að hann treystir sér ekki til að vera með sínar skoðanar undir eigin nafni. Það geta verið alls konar ástæður. En þetta stendur ávallt og fellur með innihaldinu, hvort menn eru að festa fingur á málefnum eður ei. Og það er ekkert að innihaldinu að finna hjá doktornum.

Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 00:57

30 identicon

Þið megið segja að ég sé að gera þetta hallærislega bla bla, ég er nú samt sá maður sem krissar vilja fá sem lengst í burtu, það er mjög góður mælikvarði á virkni :)

Það bara verður að stuða trúaða, biblían er besta tólið til þess

Kominn í gjörgæslu hjá félaga Guðsteini, JVJ hefur áhyggjur af því að ég fái að segja sannleikann um ímyndaða vini hans, Gudd, Sússa og svo páfann :)

DoctorE 10.11.2009 kl. 07:43

31 Smámynd: Kommentarinn

Þetta stefnir í að allir loki á alla. Spurning um að loka bara á moggabloggið. Já eða loka bara fyrir internetið. Þetta er hvort sem er ekkert nema klám...

Kommentarinn, 10.11.2009 kl. 10:55

32 identicon

Mitt blogg verður alltaf opið fyrir öllum, hvort sem ég er sammála mönnum eða ekki.

DoctorE 10.11.2009 kl. 13:02

33 identicon

Bannaður hja Guðsteini, líkast til vegna áeggjan JVJ
Kristnir hreinlega þola ekki sannleikan

DoctorE 10.11.2009 kl. 14:09

34 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kannski er þörf á smáorðskýringum hér. Ég á fullt í fangi með að fylgjast með.

Guðsteinn = Guðsteinn Haukur Moggabloggari - held ég.
JVJ = Jón Valur Jensson.
Guddi = Guð almáttugur.
Sússi = Jesús Jósefsson.

Bara svona til skýringar.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 14:45

35 identicon

Allt rétt hjá þér

DoctorE 10.11.2009 kl. 14:51

36 identicon

Auðvitað eigum við ekki að banna neinar athugasemdir sem eru skrifaðar á málefnalegan hátt, hvort sem okkur líkar innihaldið eða ekki og hvort sem þær eru frá einstakling með nafnleynd eða ekki. Ég skora samt á ALLA þá sem vilja efla réttláta og gagnrýna umræðu, að svara mönnum sem leika þann leik að velja skoðanir inn á athugasemdakerfin sín, að svara þeim í sömu mynt. Leyfa þeim að smakka á eigin meðali og banna þá til baka. Ég var með bloggsíðu á mbl og aldrei hefði mér dottið í hug að henda t.d. Jóni Val út þó svo hann kæmi með sínar skoðanir á síðuna mína, ég reyndi bara að rökræða við hann. Stundum fanst mér hann hafa betur í þeirri viðureign, og þá var það bara allt í lagi, maður fór ekki að henda honum út bara af því maður var króaður inni með einhverja fullyrðingu sem maður hafði sett fram. Hann meira að segja kom með athugasemdir á síðuna mína eftir að hann hafði bannað mér að setja athugasemdir hjá sér, sem er alveg hreint með ólíkindum.

En sem sagt þá hef ég verið bannaður hjá eftirtöldum aðilum fyrir sömu athugasemdina, að hugsa sér, sömu SAKLAUSU athugasemdina: Hjörtur J Guðmundsson, Jóna Valur Jensson, Gísli Freyr Valdórsson, Sverrir Stormsker og fleirum helbláum sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu, og það fyrir mjög skleysislega athugasemd. Jón Valur hefur afsakað sig með því að ég hafi notað dulnefni, en það er undarleg eftiráskýring, vegna þess að ég átti í debati við hann á síðunni hans, áður en þessi athugasemd, sem allir þessir aðilar bönnuðu mig fyrir, kom til skjalanna. Þegar ég setti sömu athugasemdina inn hjá Sverri Stormsker, datt mér ekki í hug eina mínútu að hann af öllum myndi banna mig í kjölfarið. En jú, mottóið féll fyrir flokknum, því ekki mátti skyggja á almættið eða falla kusk á hvítflibba enda maðurinn búinn að uppskera að því er virðist, orðinn dálkahöfundur hjá foringjanum. Er það virkilega þannig í þessum blessaða flokki að eftir því sem þú mærir foringjann og flokkinn meira, passar upp á að ekkert ljótt standi um flokkinn á síðunni þinni, færðu þá feitan bitling eða gott djobb í boði flokksins í staðin?

Hér eru allir að loka á alla og þetta moggablogg að verða að einhverjum fáránleika trúar og pólitískrar réttsýnar, hvorugt má gagnrýna. Áfram Doctore!!!!!!!!!

Valsól 10.11.2009 kl. 15:24

37 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

"Hér eru allir að loka á alla", segirðu. Það er bara alls ekki rétt. Langtum réttara er að segja að sumir séu að loka á suma og sumir loka meira en aðrir. Lokanir eru mér alls ekki að skapi, en langir svarhalar geta líka orðið leiðinlegir. Engir eru þó skyldugir að lesa þá nema þá helst síðueigandinn.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 16:29

38 Smámynd: Offari

Ég hef aldrei þurft að loka á neinn á mínu bloggi. Og DoktorE er velkomið að setja út á trú mína á minn Guð.

Offari, 10.11.2009 kl. 19:41

39 identicon

Að rífast við mogglinga um trúmál er eins og að ræða barnauppeldi við Steingrím Njálsson.

Gísli Ásgeirsson 10.11.2009 kl. 19:50

40 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kannski ekki alveg heppileg samlíking hjá Gísla en annars er stóra vandamálið með allt þetta trúmálabras (fyrir utan að það kostar grilljónir) að menn hafa ekki enn eftir árþúsundir og endalausar spekúlasjónir komið sér saman um einfaldasta og augljósasta grundvallaratriðið í öllu brasinu - fjölda guðanna ! Hvort það er einn eða kannski fimm þúsund, það ætti nú eiginlega að vera lágmarkskrafa að það liggi fyrir.

Það er nefnilega svo að ef í raun er til einhver guð eða guðir þá hlýtur eiginlega tilvera þeirra gagnvart oss að byggjast á því að þeir geti gefið oss til tilveru sína til kynna. Það ætti að vera nokkuð augljóst. En ef þeir hafa verið færir um slíkt síðustu tólf þúsund árin þá ætti fjöldi þeirra fyrir lifandis löngu að vera klár. En það er öðru nær. Það eru ótal trúarbrögð um ótal guði og megintrúarbrögð á borð við kristnina eru klofin í ótal trúarbrot. Og síðan er alls ekkert sem bendir einu sinni til að maðurinn sem sjálf kristnin er kennd við hafi verið til sem söguleg persóna. Ergo; úr því að ekki hefur verið hægt eftir allan þennan tíma að finna út hversu margir þessir meintu guðir eru þá verður að álykta sem svo að þeir séu ekki til. Og ef þeir eru í raun til nú þá hafa þeir greinilega ekki haft minnsta áhuga á að koma neinu lagi eða skipulagi á allan þennan trúmálaruglanda. 

Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 20:16

41 identicon

Samlíking 2:

Að rífast við mogglinga um trúmál er álíka árangursríkt og að búa til holu í vatnsglas með fingrinum.

Gísli Ásgeirsson 10.11.2009 kl. 22:04

42 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.11.2009 kl. 22:07

43 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega fjöldi manns í stöðugu sambandi við einhverja guði í ótal trúarsöfnuðum, að eigin sögn, en við höfum bara þetta fólk fyrir því og ekkert annað. Þannig að þegar það ber þessa reynslu sína til mín og þín þá er það álíka mikils virði og næsta kjaftasaga. Það sem gerir þessar kjaftasögur strax mjög grunsamlegar er fjölbreytileiki meintra guða og skynjana þeim tengdra. En samt  byggist stærsta nígeríusvindl allra tíma á því að til sé bara einn guddi. Þið hljótið að sjá að eitthvað mjög stórt gengur ekki upp í þessu sambandi.

Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 22:47

44 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Jóhanna. Um að gera að láta þetta bloggvesen ekki fara í skapið á sér. Nóg er nú samt.

Takk líka til allra hinna sem hér hafa skrifað. Það er reglulega gaman að þessu.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 22:53

45 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En það verður enn verra vegna þess að þessi eini sanni guddi sem halar inn milljarða árlega á atvinnuleysisgeymslur sínar hér í jarðheimum hefur samkvæmt eigin grundvallarriti - sem allt svindlið byggist á - ekki grænan grun um eigin sköpun og hvernig hún varð til ! Og hann hefur álíka mikið vit á eðlisfræði 103 og einföldustu náttúrulögmálum og sjimpansi.  Jörðin er flöt og hún hvílir á stöplum, gimmí a breik. Nói safnaði öllum dýrunum í örk og ísbirnir flýttu sér þangað frá norðurpólnum og lamadýr syntu kappsund yfir Atlantshafið frá Suður-Ameríku og bla bla bla. Nei. maður kaupir ekki þessi hlægilegu ævintýri. En hefði ég sagt þetta opinberlega fyrir nokkrum öldum síðan hefði það vel getað kostað mig lífið. En nú á dögum er farið fínna í hlutina í himneskum átrúnaði sem jarðneskum. Geðbilaðir sálfræðingar segja ykkur að tala ekki niður góðærið og þegar það er farið á hausinn þá banna þeir ykkur að tala um kreppuna.

Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 23:17

46 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gísli - mig minnir endilega að þú hafi einhverntíma sagt að gera ætti greinarmun á Mogglingum og Moggabloggurum. Nú er ég farinn að stórefast um að ég hafi skilið þig rétt.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 23:29

47 identicon

Það er stórfyndið að lesa svör þessa DoktorE,hér að ofanverðu.Smásaman æsist hann upp og fera að bulla líkt og honum einum er vel lagið að gera.Blessaður DoktorE þolir ekki að aðrir séu á öndverði skoðun en annari en hans.Það sem einkennir þennan DoktorE,að það er ofsi og mannvonska og ofuröfgafullar skoðanir sem hann helst útskýrir,með sóðaskrifum.(Doksi æsist við hver skrif um sig,takið eftir.)

Númi 11.11.2009 kl. 11:02

48 identicon

Sko Númi hinn kristni fer í gamla kristna gírinn með að menn séu illmenni og annað...
Veistu Númi þetta er kristið heilkenni sem þú ert með, flettu þessu upp á netinu... þú ert lýsandi fyrir þennan krankleika.... þú ert ekki að skilja að það er þú sem ert í bullandi reiði og ofsa... ekki ég baby, ég er alltaf glaður.

DoctorE 11.11.2009 kl. 11:34

49 identicon

Sko hvað sagði ég,Doktorin komin að svara fyrir sig,og bullar um kristni,og gefur mér það að ég sé svo svakalega trúaður. Um trúmál nenni ég ekki að rökræða,þvílíkur hrærigrautur sem verður úr svoleiðis umræðum.Já Sæmundur hann er vandaður þessi DoktorE,segir fólk vera í bullandi reiði og ofsa ef það er ekki sammála öfgafullum skoðunum hans.

Númi 11.11.2009 kl. 12:22

50 identicon

Þú ert í bullandi afneitun Númi minn

DoctorE 11.11.2009 kl. 13:25

51 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvaða öfgar eiga það að vera hjá doktornum? Mér finnst bara fyllilega tilhlýðilegt að deila á siðlaus fjársvik upp á milljarða á milljarða ofan sem byggjast á einhverjum ósýnilegum galdraköllum í himninum sem ekki nokkur maður hefur sannanlega orðið var við EVER. Það er til stórkostlegs vansa að slík svikastarfsemi sé enn látin viðgangast.

Baldur Fjölnisson, 11.11.2009 kl. 15:59

52 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars hyggst ég fjalla grannt um þessi málefni á nýjum bloggum mínum á Bloggheimum en þau nefnast Blogg Satans og Blogg Drottins.

Baldur Fjölnisson, 11.11.2009 kl. 16:01

53 Smámynd: Sigurður Helgason

DoktorE honum á ég það að þakka að ég varð trúaður

Svo að ef drottin notar menn til góðs kann hann líka að nota menn eins og Doktorinn  

Sigurður Helgason, 11.11.2009 kl. 22:01

54 identicon

Sestu Sigurður, sestu... góður hundur, hér er nammi.

DoctorE 11.11.2009 kl. 22:23

55 identicon

DoktorE,er mjög ´´Málefnanlegur,,mjög svo.Vitringur mikill,í þokkabót.

Númi 11.11.2009 kl. 23:44

56 identicon

Takk kærlega Númi minn!

DoctorE 12.11.2009 kl. 08:44

57 Smámynd: Haukur Baukur

Baldur, hefur þú tekið saman hve oft biblían ræðir um peninga og fjármál, og svo inntakið í þeirri ræðu allri saman?  Ég varð hissa, og það færði mig nær þeirri skoðun minni að trú og trúarbrögð eru ekki í sama koppnum.  Væri ekki nær að kenna mannskepnunni um slæleg vinnubrögð við að koma skilaboðunum á framfæri?

Haukur Baukur, 12.11.2009 kl. 15:46

58 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haugur, mjög mikilvægur punktur.

Eftir því sem ég kemst næst þá er minnst um 500 sinnum á bænina í biblíunni, sirka 500 sinnum á trúna en yfir 2000 sinnum á eignir og peninga. Þetta ritverk er sem sagt runnið undan rifjum ósýnilegs galdrakalls í himninum sem haldinn er sjúklegri peningaáráttu og umboðsmenn hans á jörðu niðri hafa lengi haldið úti stórkostlegasta nígeríusvindli allra tíma.

Nú hef ég í sjálfu sér ekkert á móti því að menn trú hinu og þessu. Þeir mega trúa á holt og hæðir eða hundinn sinn, það truflar mig ekki neitt. Jafnframt mega þeir vel stofna áhugamannaklúbba um átrúnað. EN þeir eiga þá að fjármagna slíkt úr eigin vasa. Að vísu kann að vera réttlætanlegt td. að ríkið styrki félagsskap um þjóðsögur og ævintýri úr mið austurlöndum með kannski tíu milljónum á ári, og setji kannski samtals 100 milljónir til hinna ýmsu trúarpælinga en meira má það varla vera. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 12.11.2009 kl. 16:39

59 Smámynd: Haukur Baukur

Baldur,

Inntak þeirra versa sem ræða um eignir og peninga í biblíunni eru ekkert sérstaklega að hæla fjármagni, frekar að mæla gegn ágrind.  Tíund er til dæmis hugsuð sem aðstoð við þá sem minna mega sín, ekki til að halda uppi rekstri sértrúarsöfnuða.  Jafnvel rétt sem þú bendir á, að kannski eru það útsendarar æðri máttar á jörðu niðri sem hafa útbúið og haldið úti stórkostlegasta nígeríusvindli allra tíma.  Kannski voru predikanir fundnar upp til að miðla upplýsingum á réttan hátt til söfnuða.

En það segir mér ekkert um æðri mátt, aðeins mannana verk. 

Má vera að einhverjum finnist ríki og kirkja reka undarlega saman, en mér skilst að ef fólki mislíki það þá megi segja sig úr þeirri samkundu, og þannig frábiðja sig þessu svindli eins og þú kallar það.  

Kæri Sæmundur, ef þér líkar illa að við spjöllum hér, gefðu mér tóninn :)

Haukur Baukur, 13.11.2009 kl. 15:25

60 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er allt í lagi mín vegna að þið haldið áfram. Bara svolítið erfiðara að fylgjast með hlutunum er þið kommentið oft. Svo lokast þetta sjálfkrafa held ég.

Sæmundur Bjarnason, 13.11.2009 kl. 16:03

61 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haugur, ég útiloka það ekkert að til sé einhver æðri kraftur sem heldur utan um alheiminn, ég veit ekkert um það frekar en aðrir jarðarbúar. En það er alveg siðlaust að halda úti milljarða batteríi á vegum einhvers hugsanlegs slíks krafts og sjálfskipaðra umboðsmanna hans hér á jörðinni. Eins og ég sagði þá er alveg sjálfsagt að vera með klúbba utan um hitt og þetta sem menn hafa áhuga á en slíkt á ekki að vera á framfæri skattgreiðenda.

Baldur Fjölnisson, 13.11.2009 kl. 17:26

62 Smámynd: Haukur Baukur

Baldur,

Þú hefur sem sagt ekkert á móti trúarbrögðum, þú vilt bara ekki borga fyrir reksturinn á þeim?

Haukur Baukur, 13.11.2009 kl. 19:29

63 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, menn mega trúa því sem þeim sýnist mín vegna en vilji þeir búa til batterí í kringum það eiga þeir sjálfir að fjármagna það eins og aðra áhugamannaklúbba. Samt, eins og ég sagði, þá kemur alveg til greina að skattgreiðendur styrki grúsk og pælingar af þessu tagi smávægilega. En að vera með heilu hjarðirnar af prestum og prelátum á launum hjá skattgreiðendum er fráleitt.

En ef stendur til að vera áfram með milljarða atvinnuleysisgeymslu í þessu sambandi þá finnst mér lágmarkskrafa að grundvallarritin og þá aðallega biblían verði algjörlega skrifuð upp á nýtt fyrir hönd guðs eða guðanna þannig að þau verði í samræmi við Eðlisfræði 101 og einföldustu náttúrulögmál amk. Og svo er eiginlega nauðsynlegt að fá á hreint fjölda guðanna, en engin niðurstaða hefur fengist í því eftir allar þessar aldir.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2009 kl. 18:16

64 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við getum ekki endalaust borgað stórfé fyrir svikna vöru. Jörðin er ekki flöt og hún hvílir ekki á stöplum og það er ekki snjóboltaséns í helvíti að þessi Nói hafi fengið ísbirni til að synda frá Norðurpólnum til mið austurlanda í örkina. Síðan er alls ekkert sem bendir til að Jesús Kristur, sem kristnin sjálf er jú byggð á, hafi verið til sem raunveruleg persóna. Þetta virðist vera samsett mynd frá annars vegar líflegum spámannamarkaði sem dafnaði þarna í mið austurlöndum fyrir 2000 árum og hins vegar beinum þjófnaði frá öðrum trúarbrögðum. Þannig að opinbera sagan af þessu öllu saman er á brauðfótum og alls ófullnægjandi og ætli hið opinbera að moka áfram milljörðum í þá vitleysu þá er lágmarkskrafa að það láti endurskrifa og endurhanna allan grunninn.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2009 kl. 18:42

65 Smámynd: Haukur Baukur

Ég sé að þér finnst að staðreyndir biblíunnar séu hæpnar.  Gætu frekar verið dæmisögur og ævintýr um óraunverulegar persónur. 

Þér er sama hverju menn trúa, en ég sé að þú vilt láta breyta boðskap trúarbragða sem þér líkar ekki í eitthvað sem þér líkar betur eða vel, ekki trúar vegna heldur skattsins.

Þú virðist velja að reyna að breyta kristnum trúarbrögðum svo þér líði betur með skattgreiðslurnar þínar.  Það finnst mér broslegt.

Haukur Baukur, 15.11.2009 kl. 15:09

66 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég sé ekki pólitísku/trúarlegu fjársvikamafíuna, sem lýgur þetta svindl áfram, hætta því í bráð þannig að hvað get ég gert annað en krafist þess af mafíunni að hún komi  sögunni sem hún byggir svindlið á í amk semi-vitrænan búning. En eins og ég hef tekið fram nokkrum sinnum þá mega menn trúa hvaða vitleysu sem þeim sýnist. Og ef þeir geta fjármagnað úr eigin vasa fleiri hundruð presta og préláta í kringum þá vitleysu þá er það bara gott mál. Þeir mega það gjarnan mín vegna. En að moka milljörðum úr ríkissjóði í slíkt gengur ekki.

Baldur Fjölnisson, 16.11.2009 kl. 19:03

67 Smámynd: Haukur Baukur

Sæll  Baldur,

Gangi þér vel.  Þú ert kjarkaður maður að berjast við gríðarlega stórt verkefni. Ég hefði farið í stjórnvöld og óskað eftir breytingum á skattalögum.

Haukur Baukur, 16.11.2009 kl. 22:03

68 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það hlýtur allavega að vera algjör lágmarkskrafa að fá á hreint fjölda guðanna hverra umboðsmenn skattgreiðendur kosta. Ef við gefum okkur að til sé guð eða guðir sem séu færir og/eða viljugir um að gefa okkur tilveru sína til kynna, þá mjög augljóslega myndu ekki vera ótal trúarbrögð um ótal guði og kristnin sjálf myndi ekki vera klofin í ótal parta um skynjun sína á meintum guði. Og ef þetta grundvallaratriði hefði verið klárt fyrir þúsund árum hefði ekki þurft krossferðir og rannsóknarrétt og þjáningar og dauða milljóna. Þannig að ef á að halda þessum ævintýrum til streitu og selja þau áfram þá þarf að endurskrifa þau frá grunni.

Baldur Fjölnisson, 17.11.2009 kl. 00:09

69 Smámynd: Haukur Baukur

Sæll Baldur,

Sé að þér finnst ruglandi allur þessi fjöldi trúarbragða, og hverju öll þessi trúabrögð eru að deila með söfnuðum sínum.  Þig langar að til séu alla vega ein sannfærandi og réttlát trúarbrögð.

Haukur Baukur, 17.11.2009 kl. 17:23

70 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ekki bara fjöldi trúarbragðanna heldur líka að þau eru hvert um sig klofin og þá sérstaklega kristnin. Það myndi náttúrlega einfalda hlutina heilmikið að fá á hreint hvort það er einn guð eða kannski fimm þúsund. Allir þykjast vera að presentera akkúrat eina rétta guðinn sem augljóslega er þá líka öllum ómögulegt eins og það hefur verið síðustu árþúsundin. Þessi eilífi vandræðagangur með elementarí skilgreiningar bendir vissulega sterklega til þess að ekki sé neinn guð eða guðir til eða þá að ef þeir eru til þá séu þeir alls ekki samansettir samkvæmt neinum okkar trúarbrögðum og hafi aldrei haft minnsta áhuga á að gefa okkur tilveru sína til kynna og muni varla hafa úr þessu. Það er líklega ástæða þess að enginn hefur orðið sannanlega var við þá nokkurntíma, einu meintu samskipti manna við meinta guði eru samkvæmt heimildum einstaklinga sem segja öðrum frá og síðan er það bara eins og hver önnur kjaftasaga. Þetta er nú hinn harði veruleiki, bræður og systur.

Baldur Fjölnisson, 17.11.2009 kl. 20:41

71 Smámynd: Haukur Baukur

Baldur minn, Ég sé að þú leitar sönnunar um tilvist æðri máttar.  Það er rétt hjá þér að æðri máttur finnst ekki í trúarbrögðum, því trúarbragð er aðeins aðferð, forskrift.   Trúleysingjar geta fundið æðri mátt jafnt og hinir bókstafstrúuðu.  Ekki má líkja æðri mætti við til dæmis fallegt blóm eða góðan mat, heldur upplifunina tengda blóminu eða matnum.  Tilfinninguna sem fæðist þegar þú finnur lykt af blómi eða bragð af mat.  Þeir sem trúa vita hvað ég er að segja, og þeir sem beyta trúarbrögðum þrá þessa upplifun, eða eins og ameríkaninn segir, fake it till they make it.

Þegar þú segir að guðleysið sé hinn harði veruleiki, langar mig að leiðrétta þig og segja að þetta er þinn harði veruleiki.

Haukur Baukur, 18.11.2009 kl. 00:05

72 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, en forskriftin sjálf er tóm della og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þetta er álíka og ég gæfi þér forskrift að piparkökum og þú ættir að blanda saman kílói af hveiti, 10 lítrum af mjólk, 10 kg. sykri, 5 kg. smjörlíki, 5 kg. síróp, kílói af kanel, hálfu kíló engifer, kílói af negul, kílói af matarsóda og tíu kílóum af pipar. Það þyrfti áreiðanlega bæði þvinganir og rándýrt auglýsingabatterí til að koma afurðinni út.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2009 kl. 17:38

73 Smámynd: Haukur Baukur

Sammála Baldur,

og það merkilega er jafnvel, að sumir læra rétta uppskrift utan að, en þora aldrei að baka og horfa í staðinn bara á myndina af piparkökunum.   Eiga bara hug-mynd að upplifun.

Haukur Baukur, 18.11.2009 kl. 20:04

74 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ljúfengar, fljótlegar piparkökur.Þetta deig þarf ekki að standa og hvílast eins og algengt er með hnoðað deig.

Aðferð

Egg, sykur og sýróp hrært saman, þurrefnin sigtuð saman og

blandað smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið, fletjið fremur þunnt út og stingið út kökur með kökumótum. Raðið á bökunarplötu klædda smjörpappír eða vel smurða. Bakið í miðjum ofni við 175°C í u.þ.b. 12 mínútur.

Þetta deig þarf ekki að standa og hvílast eins og algengt er með hnoðað deig.

Innihald

500 gr. Hveiti

250 gr. Sykur

1 stk. Egg

250 gr. Smjörlíki

375 gr. Sýróp

6 tsk. Lyftiduft

2 tsk. Matarsódi

1 tsk. Negull

1 tsk. Kanill

1 tsk. Kakó

1 tsk. Season all

1 tsk. Engifer

1 tsk. Hvítur pipar

Baldur Fjölnisson, 18.11.2009 kl. 20:42

75 Smámynd: Haukur Baukur

Við erum komnir langt, langt út fyrir umræðuefnið, en þú ert skemmtilegur, Baldur

Gaman að spjalla við þig.

Kv. Haukur

Haukur Baukur, 18.11.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband