800 - Óábyrgi Bjarni og gamlar myndir

Sá áðan forsíðuna á DV þar sem var mynd af Bjarna Ármannssyni og sagt frá 800 milljónunum sem hann skuldaði en var ekki svo óábyrgur að borga. Þá var eins og eftirfarandi vísu væri hent inn í hausinn á mér:

Óábyrgi Bjarni
borgar aldrei neitt.
Bankinn fúli farni
fær að súpa heitt.

Síðustu ljóðlínuna skil ég reyndar ekki almennilega enda er líklega einhver löngu dauður hagyrðingur að yrkja þetta í gegnum mig!!

Mynd birti ég hér á blogginu mínu þann 20. nóvember 2007. Þessi mynd var tekin upp við Reykjafoss og er svona:

Aðra mynd sem tekin var á skátamóti við Þingvallavatn birti ég 9. nóvember 2007. Sú mynd er hér:

Þessar myndir hafa orðið tilefni bréfaskrifta. Þeir sem eru á myndinni frá skátamótinu eru sæmilega auðþekktir nema sá sem er aftan við hópinn. Hef ekki ennþá fengið fregnir af því hver það er.

Myndin sem tekin er upp við Reykjafoss hefur einnig valdið dálitlum heilabrotum. Nokkuð öruggt er samt að þeir sem þarna eru í öftustu röð eru talið frá vinstri: Lárus Kristjánsson, Sæmundur Bjarnason, Atli Stefánsson. Miðröð talið frá vinstri: Atli Michelsen (sonur Aage Michelsen), Már Michelsen, (sonur Paul V. Michelsen eða Palla Mikk eins og hann var alltaf kallaður.) Vignir Bjarnason, Ingvar Christiansen. Í fremstu röðinni er meiri vafi á ferðinni. Lengst til hægri er samt örugglega Björgvin Bjarnason. Í miðjunni og við hliðina á honum er Viðar Þórhallsson (þó ekki alveg víst) og lengst til vinstri líklega einhver Bjöggi sem ekki eru vituð nánari deili á.

Atli Stefánsson mun luma á fleiri myndum sem teknar voru á sama tíma og Reykjafossmyndin. Fengur væri að fá að birta þær.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki aðstoða þér með nafnir, en mér langa að segja til hamingju með 800 færslun!

Lissy 11.9.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Lissy.
Ekki veit ég hvernig þú villtist inn á bloggið mitt, en nú hef ég urlið þitt hér í kommentunum mínum.

Sæmundur Bjarnason, 11.9.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það er löngu kominn tími á Bjarna Ármanns og marga fleiri hans líka að fá gistingu á kostnað hins opinbera og það sem lengst.

Þráinn Jökull Elísson, 11.9.2009 kl. 04:31

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála Þráinn. En það þarf að fara svolítið gætilega og ekki er ég frá því að eitthvað sé að fara að gerast.

Sæmundur Bjarnason, 11.9.2009 kl. 05:11

5 identicon

Getum við verið sammála um það að það sé einnig óábyrgt af okkur að borga okkar skuldir.
Ég er með allt í skilum en eftir þetta síðasta útspil þá hef ég mjög takmarkaðan áhuga á að halda áfram að borga.

DoctorE 11.9.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Kama Sutra

Hjálpum fátæklingunum svo þeir eigi fyrir næstu máltíð:

http://eyjan.is/silfuregils/2009/09/11/safnad-fyrir-jon-asgeir/

Kama Sutra, 11.9.2009 kl. 12:30

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það hlýtur semsagt að vera óábyrgt að borga ef upphæðirnar eru mjög háar. Ég hef hingað til álitið ábyrgt að borga við kassann í Bónus enda um fremur lágar upphæðir að ræða. Hvað á svo að gera við upphæðir þar á milli á ég erfiðara með að ákveða.

Sæmundur Bjarnason, 11.9.2009 kl. 14:18

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Leiðrétting
Þó seint sé vil ég gjarnan koma leiðréttingu hér að. Það er Atli Michelsen sonur Aðalsteins Micelsen sem er lengst til vinstri í miðröð á Reykjafossmyndinni. Talið frá vinstri eru líklega í fremstu röð: Björgvin Þórhallsson, Viðar Þórhallsson og Björgvin Bjarnason.

Sæmundur Bjarnason, 17.9.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband