768- Gamlar afbakanir

Eldgamalt ýsubein
hrökk onaf sveskjustein
langt út á sjó.

Sungum við krakkarnir stundum og þóttumst voða fyndin.

Reyndar er oft bráðfyndið að snúa út úr einhverju sem allir þekkja.

Hvað er svo glatt
sem góðtemplarafundur?
Er gleðin skín á hverri mellubrá.

Stundum sungum við eitthvað þessu líkt. Eða:

Einn var á mér í allan vetur
og annar þegar hann gat.
Sá þriðji kom og bætti um betur
og gerði það meðan hann sat.

Páll Hreinsson er formaður einhverrar nefndar sem er víst að athuga bankahrunið. Nú hefur hann séð ástæðu til að spá illa fyrir Íslendingum eins og fleiri. Ég tek ekkert meira mark á honum en Láru á Selfossi. Trúlegast þykir mér að ummæli hans séu eitthvað úr lagi færð. Mér fannst hann ekki eiga við að einhver ný sannindi væru á leiðinni heldur að þegar öllu væri saman þjappað væru tíðindin ansi slæm.

Kannski á hann við að fleiri lánabækur séu skemmtilegar aflestrar en lánabók Kaupþings. Mér finnst raunar einkennilegt að ekki sé minnst á lánabækur annarra banka. Gæti trúað að sumar þeirra væru skrautlegar. Svo getur hæglega myndast samspil á milli þeirra sem ástæða væri til að rýna í.

Mig minnir að nefndin sem Páll stýrir sé nefndin sem Geir Haarde vildi alltaf bíða eftir að lyki störfum. Hann gat helst ekki farið á klósettið nema með samþykki nefndarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort hann sé geðsjúklingur eða glæpamaður ha ;)

DoctorE 9.8.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband