685- Ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta rugl

Sé ekki betur en besta leiðin til skárri blogga sé að blogga sjaldnar. Hver er bættari með að blogga tíu sinnum á dag? Allir venjulegir menn eru þurrausnir á minna magni. Gerlegt er auðvitað að blogga hálfa setningu í hvert skipti en gallinn er sá að tíu blogg á dag þurfa að vera um hitt og þetta svo hálfar setningar duga ekki. 

Sigurður Þór reynir sífellt að æsa menn upp. Hefur gaman af þrasi. Reynir núna æsingar útaf hælisleitanda í hungurverkfalli. Ég reyni að hafa ekki skoðun á því máli. Það er samt erfitt. Blogga frekar um eitthvað annað. Helst ekki neitt.

Um að gera að æsa sig ekki eins og Pétur Gunnlaugsson. Betra að vera rólegur eins og Gunnar í Krossinum. Er hræddur um að ég æsist allur upp eins og Pétur ef minnst er á Evrópu. Best að gera það ekki. Nær að þegja.

Nú er Jón Valur Jensson að æsa sig útaf Evrópusambandinu í útvarpinu. (Já, á útvarpi Sögu) Meðan öfgamenn eins og hann hamast á móti Evrópubandalaginu fjölgar stuðningmönnum þess jafnt og þétt. Það er ég sannfærður um.

Sólin skín og nú er vorið áreiðanlega komið í alvöru. Myndabloggunum er að fjölga einhver ósköp hjá mér og er það vel.

Á morgun tryllast þeir Toyota menn fyrir utan gluggann hjá mér. Best væri náttúrlega að koma sér í burtu. En hvert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Takk fyrir mig. Það er rétt að vorið er komið því að áðan heyrði ég spóa vella og hrossagauk hneggja.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.5.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er á leið til noregs.. það er ágæt lausn

Óskar Þorkelsson, 15.5.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef prófað hvoru tveggja, að Marathonblogga og letiblogga. Finn ekki mikinn mun þar á. fer helst eftir nennu. hisvegar, sé einbeittur vilji til Marathonbloggs verður maður að vera tilbúinn að blogga um tásveppina sína, inngrónu táneglurnar, líkþornin, sem og annað sem ekki viðkemur beinlínis hinum brennandi þjóðfélagsmálum.

Sigurður Þór er fínn í fjasinu. svo er hann líka eðal kattavinur

Jón Valur hefur verið á útopnu, á blogginu og á Sögu um nokkurt skeið. mér finnst fara honum mun betur að ésúast en €uroast.

Brjánn Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 18:58

4 identicon

Ha ha.  Já, við Evrópusinnar höfum fengið býsna góðan "bandamann" fyrir málstaðinn þar sem Jón Valur er!   Vonandi heldur hann áfram svona!  Áfram Jón Valur!

Ég segi það með þér - ég er eiginlega hætt að nenna að taka þátt í umræðum um Evrópusambandið.  Mér finnst þreytandi og leiðinlegt að reyna að rökræða við fornaldarlegar þvergirðingar.

Malína 15.5.2009 kl. 19:40

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir innleggin.
Ben.Ax: Það er nokkuð síðan maður byrjaði að heyra rövlið í farfuglunum.
Óskar: Bið að heilsa Hrannari.
Brjánn: Já, maraþonblogg og letiblogg eru ágætar nafngiftir.
Malína: Kannski rétt hjá ÓRG að þetta verði nýtt Keflavíkurmál.

Sæmundur Bjarnason, 15.5.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Kári Harðarson

Ég tek undir með Malínu, ég treysti Jóni Val eiginlega til að koma okkur inn í Evrópusambandið :)

Í alvöru talað, vil ég fara til viðræðna við þá í Brussel og sjá svo til.

Ég skil ekki af hverju Jón Valur er svona hræddur.  (Reiði og hræðsla eru nátengd í mínum huga).

Kári Harðarson, 15.5.2009 kl. 19:53

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já Kári, en það er óþarfi að vera að æsa menn of mikið upp útaf þessu.

Sæmundur Bjarnason, 15.5.2009 kl. 21:52

8 identicon

Ég held að Jón Valur (og hans líkar) sé nú mest í því að æsa sig upp sjálfur.  Ég held hann þurfi enga utanaðkomandi hjálp við það...

Malína 15.5.2009 kl. 22:02

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er bara að segja mína skoðun og óþarfa að gera lítið úr þeim með því að segja að ég sé að æsa menn upp. Ég stend reyndar lítið í deilum við fólk.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2009 kl. 18:19

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður: Þetta var ekki vel valið dæmi hjá mér en stundum fæ ég á tilfinninguna að þú sért að ögra mönnum þegar þú skrifar um trúmál. Kannski er það vitleysa hjá mér. 

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband