626. - Ég er búinn að taka upp símann og borga hundraðkall á haus

Veit bara ekki alveg um hvaða hausa er að ræða. Í alvöru talað þá skil ég ekki hvernig félagssamtök sem vilja láta taka sig alvarlega fara að því að láta pranga inn á sig annarri eins vitleysu og ömurlegu orðalagi. Kannski er markmiðið það eitt að tekið sé eftir auglýsingunni. Mér finnst samt langt gengið ef neikvæð umræða er skárri en engin fyrir samtök sem Rauða Krossinn. Hægt er að skilja það í sambandi við drasl sem verið er að reyna að selja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Heyrði í sjónvarpinu um daginn að eitthvert fyrirtæki væri aðalstyrktaraðili Skólahreystis. Síðast þegar ég vissi var hreysti kvenkynsorð. Það er víðar pottur brotinn en hjá auglýsingahönnuðum Rauða krossins.

Helgi Már Barðason, 17.3.2009 kl. 15:39

2 identicon

Heyrði einhverntíma að tungumálið væri verkfæri sem fólk notaði í samskiptum sín á milli.

Til þess að tjá hugsanir sínar og tylfinningar. Fokk það þó pottar séu brotnir! Málið er og verður lifandi!!!

Fávísu málfars fasistar....

Þór Sigursson 17.3.2009 kl. 16:09

3 identicon

Búin að gefa nokkra hundraðkalla á jafnmarga hausa - þar með taldir tveir kisuhausar.

Mjá, það held ég nú.

Malína 17.3.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gott hjá þér Sæmi.

Hilmar Gunnlaugsson, 17.3.2009 kl. 21:59

5 identicon

Þegar ég lærði íslensku í æsku voru orðin brauð og verð eintöluorð.  Núna les maður auglýsingar um ´brauðin´og ´verðin´.   Ha, ´öll ný brauð´ og ´öll verð´.  Gerðist e-ð  í tungumálinu þegar ég var í burtu sem ég veit ekki um?  Spyr sá sem ekki veit.

EE elle 17.3.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Máhreinsun er mér svolítið tylfinningamál. Kannski verður fólk fyrir áhrifum af umhverfinu og því sem það les.

Málfarsaðfinnslur eru dálítið eins og að pissa í skóinn sinn. Maður efast mjög um að þær hafi einhvern tilgang. Dáist samt að þeim sem nenna að standa í þessu í umtalsverðum mæli.

Ég geri misjafnar kröfur. Harðastar til auglýsinga. Mjög ákveðnar til Morgunblaðsins og Rúvsins, minni til annarra. Engar til sumra. Auðvitað má segja að mál nái tilgangi sínum ef það skilst af þeim sem eiga að skilja það. Það sem skrifað var fyrir löngu á þó líka sinn rétt.

Sæmundur Bjarnason, 18.3.2009 kl. 09:10

7 identicon

Sæmundur ég kann vel við þessa umræðu og veit að ég á langt í land ef ég kemst þá nokkuð tíma. En er ekki sagt tilfinninga?

Hallgerður Pétursdóttir 18.3.2009 kl. 09:57

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jú Hallgerður, auðvitað. Ég skrifaði bara tylfinninga með yfsiloni því einhver hafði gert það á undan mér í þessum skrifum.

Sæmundur Bjarnason, 18.3.2009 kl. 10:29

9 identicon

Ég segi eins og þú Sæmundur að ég geri kröfur til Morgunblaðsins og miklar kröfur til RUV um málfar.  Hef nokkrum sinnum ´böggað´ Mbl um villur í mbl.is og RUV um villur í ruv.is.  Líka geri ég kröfur til auglýsinga og Fréttablaðsins og gæti þ.a.l. nánast lamið höfðinu utan í vegg.

EE elle 18.3.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband