591. - Sportveiðar eru morð og ekkert annað

Sigurbjörn Sveinsson læknir skrifar bloggpistil hér á blog.is sem hann nefnir "Veiða og sleppa". Þar ræðir hann um þann sið laxveiðimanna að veiða sama fiskinn helst margoft og pína hann sem mest. 

Á sama hátt og golfíþróttin er oft notuð sem afsökun fyrir hollri útivist eru hvers kyns veiðar oft einskonar afsökun fyrir heilbrigðum ferðalögum og náttúruskoðun. Það er þó mun viðfelldara að sjá menn lemjandi litla bolta en drepandi allt og alla.

Maðurinn er herra jarðarinnar og ber því ábyrgð á öðrum dýrategundum. Sportveiðar af öllu tagi eru forkastanlegar. Það er hægt að réttlæta það sem fram fer í sláturhúsum með nauðsyn og að efnahagslegu áhrifin séu hagstæð. Vel er þó hægt að komast hjá því að borða kjöt eins og grænmetisætur vita best.

Tekjur veiðifélaga af veiðileyfum eru auðvitað efnahagsleg áhrif. Þær tekjur eru þó oft í litlu samræmi við þær afurðir sem úr ánum koma. Netaveiðar eru heilbrigðari að því leyti að þar er meira samræmi milli tilkostnaðar og afraksturs.

Með því að hirða veiðidýr og nota eru menn oft að búa sér til afsökun á villimennskunni. Við "veiða og sleppa" aðferðina er sú afsökun horfin. Erfitt er að sjá að nokkuð vaki fyrir þeim sem þetta stunda annað en að pína sem mest. Þetta getur líka orðið til þess að fleiri fái tækifæri til að láta undan veiðieðli sínu sem kallað er. Afrakstur veiðiáa í peningum talið verður meiri með þessu og þannig er þetta græðgis- og gróðahyggja af útrásarvíkingatoga.

Það er bara þjóðsaga að manninum sé veiðieðlið í blóð borið. Sportveiðar eru morð og ekkert annað. Auðvitað ekki sambærilegar við mannsmorð en argasti ósiður samt.

Ég hef ekkert á móti veiðimönnum og þekki þá marga. Heimspekin að baki veiðunum hugnast mér bara ekki.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég er sportveiðimaður. Og þá bölvaður morðvargur að þínu áliti. Ég get reyndar tekið undir sjónarmið þitt um veiða-sleppa delluna. Hún er mér með öllu óskiljanleg. Það er mannskeppnunni í blóð borið að veiða hvað sem þér kann að finnast um það. Ég er reyndar löngu búinn að leggja byssunum mínum. Finnst miklu skemmtilegra að fylgjast með fuglunum í náttúrinni. Við íslendingar höfum lengi verið fiskveiðiþjóð og munum verða það áfram. Bæði með netum, vörpum, veiðistöng og öllum þeim aðferðum sem okkur dettur í hug. Frá örófi alda höfum við verið veiðimenn. Ég hlakka til vera á bökkum Ölfusár og Veiðivatnanna á Landmannaafrétti næsta sumar. Og ég ætla ekki að sleppa neinu.

Sigurður Sveinsson, 2.2.2009 kl. 05:13

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Morðingjar? Jahá! Ég var á Víkingi gamla síðutogaranum í Reykjavík þegar það kom grein í dagblaði eftir konu, því heimildarmynd hafði þá verið sýnd um togaraveiðar.

Þegar trollið var tekið, þegar fiskur var blóðgaður og allt heila trallið. Henni fannst þetta svo "ómannuðlegt" að hún stakk upp á því að hverjum fiski yrði gefin deyfisprauta áður enn hann yrði blóðgaður.

Þessi pistill er álíka heimskulegur. Nú er ég orðin töluvert eldri, veiði slöngur, fisk og villisvín og sleppi engu. Ég ét nú fiskinn og villisvínin er betri enn þau sem eru alin upp í svínabúum. Þau geta verið hættuleg og það er eins gott að hitta vel í fyrsta skoti.

Slöngum hendi ég bara nema Copru og Hunangsslöngu, enn þær hanga í trjám og láta sig detta á bráðina. Ég hef bara fengið eitt bit alla mína veiðitíð, sem betur fer af slöngu sem er til móteitur við. Ég er nú akkúrat núna á svona veiðum.

Þessi læknir sem þú vitnar í hlútur að vera stórundarlegur. Sama sort og kellinginn sem skrifaði greinina.

Hvað um það, þá kostaði þetta mig slatta af klósettpappír til að þurka tárin því ég bókstaflega grenjaði af hlátri. Ég hef veitt mink og tófu bæði með byssu og gildrum. Hrafn skaut ég alla sem ég náði í. Og engin át þá. Það var á vestfjörðum.

Sel á Breiðafirði veiddum við með dýnamíti. Og engin át hann. Ég hef smakkað á selkjöti, enn mér finnst það algjört óæti.

Ég skil ekki veiðimenn sem sleppa laxi, í staðin fyrir að éta hann bara eða selja. Það er einhver "góðmennska" víst að sleppa laxi. Þvílíkt rugl.

Ég ætla alla vega að halda áfram að vera morðingi mér til skemmtunar og þú mátt skila því til þessa læknis...endilega kondu með fleiri svona brandarafærslur. Því hláturinn lengir lífið...

Ég á ekki aukatekið orð yfir svona fólki sem hugsar á þessum nótum. Hélt bara í einfeldni minni að þeir væru ekki til á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 2.2.2009 kl. 05:56

3 identicon

Veiðar á dýrum úti í náttúrunni er miklu umhverfisvænni til fæðuöflunnar en landbúnaður. Til að fá prótein af villtum dýrum, þarf ekki að eyðileggja land til fóður ræktunar, svo ekki sé talað um alla mengandi og landskemmandi vélanotkunina. Þess vegna mætti nýta náttúruna talsvert meira en hingað til hefur verið gert. Það eru til dæmis ýmsar fuglategundir vannýttar hér á landi. Selir og hvalir eru vannýttar auðlindir. Með því að hlú að náttúrunni til að hún gefi sem best af sér, verður efnahagslegur ávinningur af náttúruvernd.

Veiða og sleppa aðferðin getur verið góð ef menn hafa þá reglu að sleppa bestu fiskunum, til að stofninn dafni vel, og hirða lélegu fiskana.

Húnbogi Valsson 2.2.2009 kl. 13:07

4 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. Búdda mældi með fyrir 2500 árum að fólk byggji hamingju sína einungis á því að aðrir (menn ig dýr) séu líka hamingjusamir. Það er engin hamingja fólgin í því að svipta öðrum hamingjunni.

Rúnar Berg Baugsson 2.2.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir athugasemdirnar allir. Það er eiginlega of mikið mál að svara þeim öllum hér. Kannski skrifa ég aftur um þetta mál við tækifæri. Það er að mörgu að hyggja.

Mín grundvallarafstaða í þessu er byggð á siðfræði og snýst um það að ekki skuli útrýma öðru lífi að ástæðulausu. Þetta er heimskulegt og hlýtur alltaf vera ýmsum undantekningum háð. Sem siðfræðileg grundvallarafstaða finnst mér þetta þó alveg standast.

Það sem Húnbogi kemur inn á varðandi fæðuöflun er líka mjög áhugavert. Held samt að það sé óraunhæft með tilliti til mannfjöldans. Vélrænu svínabúin og kjúklingaverksmiðjurnar sem oft er talað um sýna það finnst mér. 

Sæmundur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 13:55

6 identicon

Sæll Sæmundur. Ég hugsa að þú hafir skrifað þetta til að að fá viðbrögð og því ekki úr vegi að þú fáir mín líka. Allir hafa rétt á sinni skoðun og þessi texti þinn lýsir ekki neinu öðru en illa upplýstri skoðun einhvers sem veit greinilega ekki neitt hvað hann er að tala um. Mér dettur helst í hug að þú hafir lesið röflið í Páli Skúlasyni í gær og fundist það sniðugt að apa eftir honum vitleysuna hér. Hvað um það, þú hefur rétt á þessu. En mig langar samt að benda þér á að lesa hina hliðina á málinu í fræðigrein sem þú getur eflaust grafið upp á netinu til lestrar. Hún heitir:

Neo-Darwinian Leisures, the Body and Nature: Hunting and Angling in modernity.

Ég held að þessi grein muni í það minnsta gefa þér innsýn inn á heim sportveiðimanna. Það að þú skulir halda því fram að netaveiðar séu heilbrigðari fær mig til að hlægja og bendi ég þér á að lesa um Íslandsferð John Coles frá árinu 1881 og lýsingum hans á netaveiðum bænda í Vatnsdalnum. Ekki samt bara lesa skoðanir annara og gera þær að þínum eigin án þess að prófa hlutina sjálfur fyrst. Hitt lýsir bara þröngsýni, fáfræði og fordómum. 

 

Bestu kveðjur og góða skemmtun við lesturinn. KB 

Kristján Benediktsson 2.2.2009 kl. 14:02

7 identicon

Ég vil benda höfundi á að orðið ,,myrða" þýðir í raun að fela í fornum máli, enda stendur í einni fornsögunni, ,,hann drap hann og myrti síðan", sem þýðir að hann drap manninn og faldi líkið. Þaðan er hugtakið um morð komið, þ.e. að drepa einhvern og reyna að fela það.

En að veiðimenn geri slíkt er í raun út í hött. Ég t.d. tek með mér allar 8 rjúpurnar sem ég veiði og leyni því ekki, enda um löglega veiði að ræða. Sama á við um gæsirnar tvær.

Og þetta hefur ekkert með það að gera að menn langi að pína dýr.  

Gústaf Gústafsson 2.2.2009 kl. 14:12

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Kristján. Mér finnst þetta einmitt áhugavert frá heimspekilegu sjónarmiði. Þegar þú minnist á Pál Skúlason man ég að ég hef lesið eitthvað eftir hann um þetta. Mér finnst það sem hann skrifar yfirleitt ekki neitt rövl. Lesefnið sem þú bendir á er eflaust athyglisvert. Mun biðja Gúgla að leita að því við tækifæri.

Ferðir útlendinga um landið á fyrri tíð eru mér líka hugleiknar. Man ekki eftir að hafa lesið mikið um netaveiðar áður fyrr. Verst að hafa áhuga á svona mörgu. Alltaf verður eitthvað útundan.

Sæmundur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 14:22

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sá ekki innleggið þitt, Gústaf. Ert þú ekki sá Gústi sem eitt sinn var vinnufélagi minn á Stöð 2?

Það er að mörgu leyti rétt hjá Kristjáni að ég skrifaði þetta ekki síst til að fá viðbrögð. Heimspekilega séð finnst mér þetta með dýradráp samt áhugavert. Að veiðimenn séu eitthvað verri menn en aðrir er alls ekki mitt álit.

Sæmundur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 17:06

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er að pæla í því eftir lesturinn á athugasemdunum hvernig fordómar, þröngsýni og fáfræði birtist í orðalagi manna og stimplunum á náunganum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.2.2009 kl. 20:02

11 identicon

Ég gat ekki fundið neitt heimskulegt eða hlægilegt við pistil Sæmundar.  Heldur bara mannúðlega punkta. 

EE 2.2.2009 kl. 22:19

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skellihló því ég tengdi greinina sem kona skrifaði fyrir næstum 30 árum sóan um að gefa þorski, ufsa og ýsu sprautu áður enn þeir yrðu blóðgaðir. Góðmennsku Sæmundar efast ég ekki um.

Enn fyrirsögnin var í hressilegra lagi svo vægt sé til orða tekið. Það myndi lítið þýða að segja Grænlendingum og Löppum í Svíþjóð og Finnlandi að hætta að éta kjöt og borða grænmeti. Það myndi drepa þá fljólega.

Ég er í veiðitúr í Norður Thailandi og aðeins inn í Burma. Hér eru seldir kakkalakkar djúpsteiktir og eru eins og döðlur á bragðið í hverri sjoppu. Það er mun meira að próteini í þeim en fiski á Íslandi.

Enn það eru matarkreddur sem segja að þeir séu ógeðslegir. Enn þeir eru ekkert ógeðslegri enn rækjur á Íslandi. 'island er síðasta landið sem ég til vera með eitthverja viðmiðun um hvað sé matur eða ekki. Svo víða hef ég farið um heiminn og séð allskona mat. Og prófað. Ekki allt samt. Leðurblökur vil ég ekki própa, lítur ekkert girnilega út.

Rottubú þrífast sem aldrei fyrr um alla Asíu og eru aldar í búrum. Aukning á rottukjötsáti jókst um allan helming þegar fuglaflesnuhysterían byrjaði. Enda er alirotta alveg eins á bragðið og kjúklingur, bara betri ef nokkuð er.

Er ekki túristum boðið upp á stutta veiðitúra að veiða þorsk á stöng í Reykjavík? Ég veit ekki betur.

Eru krakkar sem veiða marhnúta niður á höfn um allt Ísland, morðingjar? Af hverju eru krakkar að veiða marhnúta, og drepa þá? Af því að það er gaman. Svo var það þegar ég var krakki og svo er það enn.

Það er ekki til sú sjoppa sem ekki er hægt að fá þetta keypt. Þetta er eins og poppcorn fyrir Evrópubúa. Hvað haldið þið að sé hollara að éta?

Ég er sammála um að ég skil ekkert í þessu að veiða og sleppa bráðinni. Hvort fiskur pínist af þessu hefur þessi læknir enga hugmynd um. Hefur fiskur sársaukaskyn? Og miðtaugakerfi þar sem það er staðsett? Ég efast um að hann viti nokkurn skapaðan hlut hvað hann er að tala um. Enn það er ekki aðalmálið.

Ef læknirinn eða Sæmundur hefur bara skrifað þetta til að fá viðbrögð, þá tókst honum sannarlega vel upp. Hehehe...

Það er brandari að blanda saman sportveiði og morði á manneskju. Þess vegna er þessi pistill mikið djók í mínum augum. Og ég efast ekki um að Sæmundur skilji að það er hægt að lesa þennan pistil á ýmsa vega, eftir því hvernig fólk er þenkjandi.

Hann er góður penni alla vega.

Óskar Arnórsson, 3.2.2009 kl. 02:18

13 identicon

Tek undir það atriði hjá Óskari að það getur verið erfitt að fá Inuita og aðra íbúa heimskautasvæðanna til að lifa eingöngu eða að mestu leyti á jurtafæðu. Það mundi þíða að þeir þyrftu að flytja inn mest allan mat með tilheirandi mengun og raski og ekki er fjárhagslegur grundvöllur fyrir því.

Sumstaðar þjást villt dýr vegna mengunar og mætti beina athyglinni meira að því. Ég get nefnt dæmi: Á svæði þar sem súrt regn er mikið vandamál hafa fundist fótbrotin hjartardýr. Ástæðan er steinefnaskortur í gróðrinum vegna súra regnsins, sem veldur beinþynningu. Einnig þynning á eggjaskurni fugla, vegna eiturefna, sem veldur því að eggin brotna og á þátt í að ránfuglum fækkar.

Ég er kannski kominn svolítið út fyrir umræðuefnið en mér finnst þetta vera alvarlegra vandamál en veiðar.

Húnbogi Valsson 3.2.2009 kl. 02:41

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir kommentin allir. 

Húnbogi: Inúítar og aðrir íbúar norðursins eru svo lítinn hluti íbúa heimsins að ekki er hægt að alhæfa út frá þeim.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 11:40

15 identicon

Sæmundur segir:Húnbogi: Inúítar og aðrir íbúar norðursins eru svo lítinn hluti íbúa heimsins að ekki er hægt að alhæfa út frá þeim

Ég efast um að hægt sé að fæða Íslendinga á jurtafæði einu saman, þarf ekki nema öfluga efnahagskreppu til að það verði vöruskortur. Svo er líka spurning um hvort að slíta plöntu upp úr jarðvegi sínum eða tína ávöxt af tré sé ekki líka morð eins og að veiða fisk eða skjóta fugl. Hvar liggur þessi skilgreining.

Íbúar norðursins... eru það allir sem eru fyrir norðan miðbaug?

Elvar Níelssson 3.2.2009 kl. 12:06

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held að það sé ekkert erfiðara að fæða Íslendinga á jurtafæðu en aðra. Hvort eru menn að upplagi frekar jurtaætur en kjötætur? Ég veit það ekki. Pælingin um líf jurta er áhugaverð. Mér er samt eiginlegt að gera skarpan greinarmun á dýraríkinu og jurtaríkinu. Íbúar norðursins er óljóst hugtak, það er mér ljóst en finnst samt miðbaugurinn ekki skera þar úr.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 13:59

17 identicon

Golfarar eru auðvitað morðingjar líka þú hlýtur að sjá það. Þær eru ófáar pöddurnar sem golfarar hafa myrt með því að stíga ofan á þær að maður tali nú ekki um pöddurnar sem urðu svo ólánsamar að verða fyrir kylfu eða bolta.

Svo má ekki gleyma því að ófáir morðingjar ganga lausir í þjóðfélaginu, t.d. mætti nefnaSteingrím J. sem hefur myrt kengúrur í Ástralíu að maður tali nú ekki um Davíð Oddsson sem hefur margan laxinn myrt um ævina. Ég tek heilshugar undir það með þér að þetta eru ekkert annað en ótýndir morðingjar.

Jón Garðar 3.2.2009 kl. 14:53

18 identicon

Sæll Sæmundur!

Ég er svo innilega ósammála þér í þessum efnum. Ég veiði bæði á stöng og með byssum. Ég hef alla tíð haft gaman að því að vera utandyra og fyljast með náttúrunni og ber því mikla virðingu fyrir henni. Ég hef stundað fuglatalningar með kennara sem ég hafði í grunnskóla og í dag stunda ég ljósmyndun sem áhugamál og eru fuglar í miklu uppáhaldi sem myndefni mitt. Engu að síður veiði ég alla fugla sem leyfilegt er að skjóta og snæði. Ég hef aldrei stundað neina magnveiði og er ekki þekktur fyrir það að veiða mikð. Persónulega er ég ekki hlynntur magnveiðimönnum eins og þeim sem t.d. skjóta tugi eða hundruði rjúpna ár hvert. Ég hef skotið 18 rjúpur á minni ævi og þar af 9 núna í vetur. Ég hafði aðgang að mjög góðu veiðisvæði og hefði hæglega getað veitt 50+ rjúpur. En ég hætti veiðum eftir að hafa náð mér í matinn og var sáttur með mína veiði.

Ég var að fylla út veiðiskýrslu núna á dögunum eins og ég hef gert öll ár svo lengi sem ég hef haft byssuleyfi. Í henni voru 20 fuglar og það er allt sem að ég skaut á síðasta ári. Það var allt of sumt. Það þarf enginn að reyna að segja mér að það sé ekki í eðli manna að fara út á mörkina og veiða í matinn. Annars væru menn ekkert að veiða, heldur myndu menn bara rækta sínar gæsir, endur og rjúpur og selja á stórmarkaði. Veiðar eru svo miklu meira heldur en bara það að fara og skjóta sér í matinn. Ef ég vitna í Sigmar B Hauksson, formann SKOTVÍS, :maðurinn er ekki gestur í náttúrunni við veiðar heldur þátttakandi. (þetta er kanski ekki orðrétt en boðskapurinn er sá sami). Maður er líka að njóta nattúrunnar, útiverunnar, þagnarinnar og félagsskapsins ef einhver er.

Hvernig er hægt að réttlæta það að leiða búfénað nauðugan og skíthræddan til slátrunar en vera jafnframt á móti því að veiða sér villibráð til matar? Villibráð sem er frjáls og grandalaus þar til yfir lýkur

Sæmundur segir: Húnbogi: Inútítar og aðrir íbúar norðursins eru svo lítill hluti íbúa heimsins að ekki er hægt að alhæfa út frá þeim.

Mér finnst eins og ég verði aðeins að koma inn á þetta. Er Sæmundur þá að segja að það myndi ekki skipta neinu máli fyrir heiminn ef að inúítar og önnur veiðimannasamfélög skiptir svo litlu máli fyrir heiminn að honum sé sama þó að þeir hverfi. Hver er nú orðinn morðingi? Ekki nóg með það að þetta fólk myndi deyja úr hungri heldur líka úr kulda. Þetta er fólkið sem allir veiðimenn ættu að taka sér til fyrirmyndar í sínum veiðum varðandi nýtni bráðar og virðingu.

Sigurður Kr. Guðmundsson

sigurður kr. Guðmundsson 3.2.2009 kl. 14:58

19 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir athugasemdina Sigurður.

Ég get ekki séð að neitt betra sé að dýrið sem drepið er sé frjáls og grandalaust þar til yfir lýkur en nauðugt og skíthrætt. Á það að vera betra fyrir dýrið eða þann sem drepur?

Þegar ég tala um ínúítana sem Húnbogi minntist á er ég bara að meina að á sumum strjálbýlum svæðum sé miklu auðveldara að réttlæta veiðar en annars staðar. Ef veiðar eru nauðsyn sé ég ekkert athugavert við þær.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 15:17

20 identicon

Ég tók mér nú ekki tíma í það að lesa öll svör hérna að ofan, en þykir alltaf jafn findið þegar menn gráta yfir skotnu dýri, en láta ekki í sér heyra þegar Palestínu eru skotnir í spað eða börnum í Afríku nauðgað og brjóst mæðra þeirra skorin af.. Það er kannski bara allt í góðu lagi þar sem þetta eru bara negrar eða hvað..

Kv. Bjarni Þór M, skot- og stangveiðimaður

Bjarni Þór 3.2.2009 kl. 15:31

21 identicon

Ég myndi halda það að það væri mun betra fyrir dýrið. Það er ekki fullt geðshræringar og ótta. Annars vegar væri það líka slátrari sem myndi skjóta dýrið að yfirlögðu ráði og hins vegar veiðimaður sem er að uppskera ávöxt erfiði síns. Hvort líður þér betur þegar þú ert í rólegheitunum inni í stofu eða í bullandi hræðslu og stressi? Bara mannúðlegt að dýrunum líði alltaf sem best, ekki satt?

sigurður kr. Guðmundsson 3.2.2009 kl. 15:33

22 Smámynd: Dexter Morgan

Vá, heimsk umræða, í meira lagi. Menn skjóta ekki dýr og "sleppa" því svo, bara svo það sé á hreinu...

En einmitt svona hugsunarháttur, eins og málshefjandi hér, lýsir, er ástæðan fyrir því að öll stangveiði hefur steindottið niður undanfarinn ár, nema þar sem "veiða/sleppa" hefur verið stundað. Svo geta menn bara sagt sér það sjálfir hvort er betra. Veiða sama fiskinn 2svar-3svar og allir ánægðir, meira að segja fiskurinn. Því hann finnur ekki til. Ef krakki stígur á nagla og fær naglagat, er honum ekki slátrað. Fiskum verður ekki meint af því að taka flugu en okkur að stíga á nagla.

Dexter Morgan, 3.2.2009 kl. 15:59

23 identicon

Hugsa nú að verðlag ráði meira um það hvort að menn fara í stangveiði heldur en veiða/sleppa fyrirkomulag. En menn skoða þetta nánar þá sést að veiði í ódýrum ám og vötnum hefur aukist til muna undanfarið, einnig vegna veiðikortsins, þar sem að bankar og viðskiptafyrirtæki hafa verið að kaupa upp heilu og hálfu veiðisvæði á svimandi háu verði til þess að bjóða erlendum viðskiptavinum og stjórnendum sínum. Einnig er orðið algengt að félög leigi heilu árnar og hækki svo veiðileyfið um nokkur hundruð prósent þar sem þeir eru að markaðsetja árnar fyrir útlenska auðjörfa og einstaka íslending sem hefur komið sér vel fyrir. En auðvitað er það, allavega mitt, markmið veiðimanns að ná sér í bráð í matinn.

sigurður kr. Guðmundsson 3.2.2009 kl. 16:38

24 identicon

BÞ að ofan.

Veistu nokkuð hvort hann lætur í sér heyra um skotna Palestínumenn?  Hefurðu kannski sjálfur verið mikið í Palestínu umræðunni?  Maður bara spyr þar sem man ekki eftir að hafa lesið neitt eftir þig þar. 

EE 3.2.2009 kl. 21:46

25 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ja, hver skrambinn. Ég er bara farinn að missa af athugasemdum við mitt eigið blogg.

Sigurður: Ég er eiginlega ekki að ræða um hvort betra er fyrir dýr að vera skotin á víðavangi eða sláturhúsi. Meiri hætta er á að drápin á víðavangi séu tilgangslaus. Ég var eiginlega bara að tala um tilgangsleysi sportveiða. Útiveru og náttúrufegurðar væri hægt að njóta án veiða. Umræðan er dálítið farin að fara um víðan völl. Verðlag á veiðileyfum er ekki mín deild.

Dexter Morgan: þú segir að fiskar finni ekki til. Hvernig veistu það?

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 23:35

26 Smámynd: Dexter Morgan

Hef oft lesið í skrýrslur og heyrt sérfræðinga segja frá því. Fiskar hafa ekki tilfinningar, eins og t.d. spendýr, þ.m.t. við. þannig að því leitinu er allt í góðu að veiða og sleppa

Dexter Morgan, 4.2.2009 kl. 00:37

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæmundur! Þú segir: "Ég held að það sé ekkert erfiðara að fæða Íslendinga á jurtafæðu en aðra". Þú vilt semsagt að fólk ráði ekki hvað það borðar! Í hvaða trúarflokki ertu eiginlega? Að veiðiskapur sé ekki körlum í blóð borin?

Ertu alveg komin út úr kortinu? Fiskur er með kvörn, agnarlitla og það er hægt að mæla sáraukaskyn ef einhver hefur áhuga með einföldum tækjum.

Það er alla vega tilgangslaust að ræða við mann sem snýr út úr umræðum um fólk sem lifir á veiðum um alla jörðina. Þú ert að auglýsa þig forheimskan sem ég veit að þú ert ekki.

Hver náði þessu taki á þér að þú vilt senda Íslendinga á beit á sumrin og lifa á innfluttum fóðurbæti á veturna? Nig grunar að þú talir á móti betri vitund og sért fullkomnlega meðvitaður um það.

Þú náðir athygli með þessari djókfærslu og og vertu bara ánægður með það. Etu grænmetisæta sjálfur eða borðar þú kjöt svo þú getir verið fyrirmynd í því sem þú segir?

Sumir skjóta menn sér til skenntunar í Afríku og á eyjum utan við Indónesíu borða menn hvern annann. Endulega farðu þangað og segðu þeim að bíta gras í staðin.

Hræddur um að þú yrðir bara kvöldverður sjálfur ef þú færir þangað. Úff! Meiri rugl pistillinn. Ekki gera svona lítið úr þér Sæmundur, þú ert ekki eins heimskur og þú gefur í skyn. Ég hef lesið bloggin þín hingað til, enn þetta er farið að líkjast svona umræðu um ofsatrúarfólk sem öllum er leiðinda og ama.

Skal ekki ónáða þig meira með kommentum. Vertu blessaður.  

Óskar Arnórsson, 4.2.2009 kl. 00:46

28 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Dexter ég hef einmitt oft heyrt að fiskum sé miklu hættara við sýkingum og ýmsu öðru eftir sleppingar. Ég neita alveg að trúa því að þeir hafi eitthvað gott af þessu.

Hvað tilfinningar fiska snertir held ég að við vitum bara ekkert um það. Sama hvað vísindamenn og sérfræðingar segja um það.

Óskar, já ég er í trúflokknum sem segir að körlum sé ekki veiðiskapur í blóð borinn. Ég hef veitt fiska (reyndar fáa), skotið einar tvær rjúpur (mistókst að snúa þá fyrri úr hálsliðnum), finnst kjöt gott (einkum lítið steikt), dæmt gæludýr til dauða, en velti samt fyrir mér hverjir eigi skilið að lifa og hverjir ekki. 

Það varst þú sem byrjaðir að tala um súrhey og fóðurbæti ekki ég. Mannfjölgun á jörðinni er svo hröð að eftir nokkra áratugi verður kjöt eingöngu á boðstólum fyrir þá allra ríkustu. Og hananú (sagði hænan)

Sæmundur Bjarnason, 4.2.2009 kl. 01:21

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

No komments...

Óskar Arnórsson, 4.2.2009 kl. 02:12

30 Smámynd: Ólafur Gíslason

Þetta er sjónarmið útaf fyrir sig hjá Sæmundi og honum velkomið að halda því fram.  Ég geri væntanlega ráð fyrir að þú etir hvorki fisk né ket því þá værir þú morðingjanautur.  Svo má taka þetta lengra og spá í hvort ávextir og grænmeti þjáist ekki við að skera/tína það og hugsanlega hafa "þau" tilfinningar alveg þar til bitið er í þau [lifandi?], hvað veit maður svo sem?

Ólafur Gíslason, 6.2.2009 kl. 14:43

31 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Athugasemdir hafa dreifst nokkuð á a.m.k. tvær færslur og ég er orðinn alveg ruglaður á hvar hvaða athugasemdir eru.

Mín höfuðröksemd í þessu öllu var að ónauðsynleg dráp á dýrum bæri að fordæma en ég var ekki mikið að velta fyrir mér mataræði fólks þó það hafi kannski komið til umræðu. Fyrirsögnin á einni greininni þar sem sagt var að Sportveiði væri morð var viljandi nokkuð harkaleg en ekki endilega neitt villandi að mínu áliti.

Eitthvað kom til  umræðu skilgreining á lífi en ég minnist þess ekki að deilt væri sérstaklega um hvort jurtir lifðu á sama hátt og dýr. Um það má eflaust deila.

Sæmundur Bjarnason, 6.2.2009 kl. 18:26

32 identicon

Mér finnst þetta svolítið áhugaverð skrif hjá þér Sæmundur, í það fyrsta að þú segir sportveiðara taka upp þá afsökun að þeir séu að njóta hreyfingarinnar og útsýnis eða náttúru, hvernig sem þú orðaðir það, ok ég gef mér það að ég sé að fara á hreindýr, sem ég hef gert, og þá vel ég svæði þar sem mikið er um göngu erfið fjöll og allt við veiðina ætti að vera erfit það kalla ég sport en þér sýnist það afsökun, þú hefur greinilega ekki farið á hreindýraveiði og skriðið á hnjánum einhverja 100m+ og gengið svo 7km+ í viðbót bara því að vindáttin snérist, þetta kalla ég sport enþú afsökun ok, ég ligg í skurði í einhverja 10 tíma og bæði sofna og nýt þess að undir berum himni ef gæsin flýgur yfir mig þá læt ég vaða, það kalla ég sport að liggja í felum undirbúa mig frá deginum áður eða lengur og njóta þess að getað legið undir berum himni í kulda og helst smá vindi, þetta kallar þú afsökun hjá mér.

Heimspeki er eitthvað það argast mesta rugl sem nokkur maður getur látið detta sér í hug að læra og stúdera það er afsökun yfir því að nenna ekki að vinna heldur svara spurningum með spurningum sem eru reyndar spurningar um spurninguna hvort svarið sé spurning.

Efnisgreinin hér að ofan finnst mér lýsandi dæmi hvernig hægt er að skrifa um hlut sem maður ekki nokkurt vit á, og rétt þykir mér að þú Sæmundur veist greinilega ekkert um veiði er það?

 Mbk HIH

HiH 6.2.2009 kl. 19:20

33 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

HIH það er rétt  hjá þér að ég er ekki mikill veiðimaður. Hef þó borið það við en ekki líkað vel. Þú fjölyrðir nokkuð um skrið og göngur. Ég álít málið ekki snúast um það. Veit ósköp vel að margt sem snýr að veiðum er hollt og eftirbreytnivert. Veiðar snúast heldur ekki aðallega um að drepa en það er einkum það sem ég hef gagnrýnt.

Dráp á dýrum geta komist ágætlega upp í vana. Um það hef ég sjálfur reynslu. Ánægja veiðimanna af veiðum verður mest þegar drápið sjálft er orðið að vana. Fáir hafa sérstaka ánægju af því að drepa. Þú segir í lokin að ég hafi ekkert vit á veiðum eða þannig skil ég þig. Það kann að vera rétt. Ég áskil mér þó rétt til að skrifa um hvað sem mér dettur í hug.

Sæmundur Bjarnason, 6.2.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband