567. - Kominn aftur á forsíðuna að ég held.

Fékk bréf áðan frá Árna Matthíassyni og skilst að það sem ég bloggaði um fyrir nokkru hafi verið samþykkt. Samkvæmt því ætti ég að vera orðinn forsíðubloggari aftur og læt semsagt á það reyna núna. Litlu súlurnar á talningablaðinu mínu eru nokkrar. Greinilega fæ ég mun færri heimsóknir þegar ég er ekki á forsíðunni. Það er hvíld að skrifa fyrir fáa og óþarfi að rembast við að blogga daglega. Hættur því.

Ég get ekki áfellst Moggabloggið fyrir að vilja hafa reglur einfaldar og skýrar. Ég samþykki alveg fyrir mitt leyti ritstýringaráráttuna. Margir eru ævinlega tilbúnir að hallmæla Moggablogginu. Ekki ég. Mér finnst þetta hafa tekist vel hjá þeim. Ómögulegt með öllu er að allir séu ánægðir því fjöldinn er mikill. Bloggið á Íslandi hefur breyst verulega með tilkomu Moggabloggsins. Þetta er umræða sem er markverð. Margir segjast aldrei lesa en gera samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt er gott sem endar vel!

Ég vona að Nimbusinn fái líka úrlausn sinna mála þarna hjá Moggabloggsalmættinu!

Malína 9.1.2009 kl. 02:20

2 Smámynd: Dunni

"Margir segjast aldrei lesa."  Mikið rétt og ég var einn af þeim. Svo fór ég að kíkja á eitt og eitt blogg og þótti bara nokkuð gaman.  Sett síðan upp bloggsíðu hér,  skrifaði örfá blogg og leit síðan ekki á hana fyrr en tæpu ári seinna.

Nú verð ég að segja að Moggabloggið er einhver skemmtilegasti netmiðill sem ég les.  Margir frábærir pennar hér á ferð og sóðaskapurinn er á undanhaldi.  Kannski er það ritstýringunni að þakka og þá er það vel.  

Dunni, 9.1.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér finnst gaman að lesa það sem mér finnst skemmtilegt. Ég les bæði þig og mig. Þá sem blogga í tveimur línum um frétt læt ég eiga sig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.1.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Fyrirgefðu að ég trufla veislufögnuðinn..... hvað er "forsíðubloggari"? Og hver er Árni Matthíasson?

Bara tvær línur ómerkilegar!

Sigurjón Benediktsson, 9.1.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir athugasemdirnar öll.

Forsíðubloggarar eru víst um 200. 8 þeirra birtast þegar farið er inn á blog.is. Valið af tölvuforriti. Skilgreiningar veit ég ekki nærri allar. Árni Matthíasson er einn af Moggabloggsguðunum. Skrifar um músík. Bloggar stundum. Bloggvinur minn (arnim.blog.is - held ég)

Sæmundur Bjarnason, 9.1.2009 kl. 18:59

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nimbusinn er enn í ónáð, getur a.m.k. ekki bloggað um fréttir. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.1.2009 kl. 12:59

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Prófaðu að blogga Sigurður Þór. Kannski ertu ennþá forsíðubloggari eins og þú átt auðvitað skilið. Ég er viss um að margir sakna þess að heyra ekki í þér. Það er engin nauðsyn að vera að krækja i fréttir á mbl.is.

Sæmundur Bjarnason, 12.1.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband