562. - Uppruni kryddsíldarnafnsins og svolítið um Stefán Pálsson, Jón Ólafsson o.fl.

Á gamlársdag var kryddsíldarveisla Stöðvar 2 stöðvuð með eftirminnilegum hætti. En hvernig byrjaði allt þetta kryddsíldartal. Einu sinni var kryddsíld bara krydduð síld. Svo var það einhvern tíma á fyrstu árum Vigdísar Finnbogadóttur í forsetaembætti að tilkynnt var að hún ætlaði í heimsókn til Danmerkur. Þar myndi hún hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu og saman myndu þær verða í kryddsíldarveislu. Þetta sagði Mogginn að minnsta kosti og ekki lýgur hann.

Einhverjir illa innrættir Morgunblaðsóvinir fóru svo að rýna í danskar fréttatilkynningar um þetta sammenkomst og þar var talað um væntanlegan "krydsild" á fréttamannafundi sem halda átti. Ekkert minnst á kryddsíld. Þetta var þá bara svona snilldarleg þýðing og þannig fékk þetta orð sína sérstöku merkingu á íslensku.

Ekki löngu eftir að Stöð 2 hóf starfsemi sína árið 1986 var svo farið að hóa formönnum stjórnmálaflokkanna saman til veislu niðri á Hótel Borg á gamlársdag og ræða við þá um stjórnmál og sitthvað fleira. Þáttur þessi hlaut sæmilegar vinsældir og honum hefur verið haldið áfram allar götur síðan. Eflaust er þátturinn síðastliðinn gamlársdag sá sögulegasti þeirra allra.

Af hverju Stefán Pálsson varð ekki Samfylkingarmaður? Jú, hann sá að Skífu-Jón var eitthvað að bralla með æðstu forystumönnum þar. Lesið um þetta á blogginu hans. Linkur hér til hliðar.

Einar Kárason skrifaði á sínum tíma bók um Jón Ólafsson. Það er í rauninni ótrúlegt hvað maður hefur stundum verið nálægt valdaklíkunni án þess að vita það fyrr en eftir á. Alveg eins og maður fréttir yfirleitt ekki af góðæri fyrr en það er líðið.

Nú þurfa menn ekki lengur að fara til Póllands að kúka. Nóg að fara í Mývatnssveitina samkvæmt frétt á Stöð 2. Gísli Ásgeirsson yrkir ágætlega um málið. Linkur hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Flokkast það þá undir HEIMASKÍTSMÁT; hægðir þokast í vestur frá Póllandi?

Kryddsíldarupphafið er dásamlegt og ekki einsdæmi um mis kill ning. ("Fröken, dreptu herra Ning").

Kannski ekki svo sterkir í útlenskunni. e. cross-fire.... d. kryds-ild (skothríð úr báðum áttum eða jafnvel bara "orrahríð"  En Kryddsíldin okkar á bara að vera svona, þótt hún hafi verið marineruð núna.

Spennandi! Er búið að skrifa um eitthvert góðæri? Gaman væri að lesa um það. Það ku hafa verið svo ansans ári nálægt manni án þess að maður fattaði neitt (parallel worlds).

Fæ útrás (maður vill orðið ekki nota þetta orð) á því að "athugasemdast" hjá hinum af því að ég hef ekki bloggað undanfarið.

Beturvitringur, 3.1.2009 kl. 01:02

2 identicon

Fjandinn fjarri mér að ég fari að greiða fyrir það að fá að kúka í návígi við Jónínu Ben.!  Oj bara.  Það myndi allt skreppa inn aftur...

Má annars tala svona hérna?!   Ég biðst afsökunar í allar áttir!

Malína 3.1.2009 kl. 03:27

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

szhilld

Brjánn Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband