529. - Kosningar eða ekki kosningar það er stóra spurningin

Kosningar eða ekki kosningar. Það er stóra spursmálið sem þráttað verður um á næstunni. Mér finnst að það eigi að kjósa ekki seinna en næsta sumar. Ég er samt á því að það eigi að vera þingmenn þjóðarinnar sem nú sitja á þingi sem ráða því endanlega hvenær á að kjósa. Annað gengur einfaldlega ekki upp. Stjórnarandstaðan og mótmælendur geta ekki ráðið því. 

Auðvitað er hætta á því að ríkisstjórnin reyni að sitja sem fastast. Það er ólíklegt að þetta lið komist aftur í stólana. Það eru samt ekki aðrir en þingmenn sem geta lögformlega tekið af þeim ráðin. Vonum bara að nógu margir þeirra vilji tryggja sér endurkjör með því að taka af skarið. Þeir geta auðvitað líka reynt að beita sér innan þingflokkanna og líklegt er að einhverjir geri það.

„Það er eiginlega nauðsynlegt að kalla saman stjórnlagaþing þar sem allir þeir sem teldu erindi sitt brýnt gætu komið.  Það mætti ekki lenda í krumlunum á flokkunum. Nú er lag.  Ég er hræddur um að ef stjórnskipunin breytist ekkert nú breytist hún aldrei."

Segir Séra Baldur í Þorlákshöfn. Ég er samþykkur þessu en sé bara ekki hvernig á að koma því í kring. Lítil von er til þess að flokksapparötin taki þessa hugmynd upp á sína arma. Til þess eiga þau of mikið á hættu. Hver á þá að standa fyrir þessu? Forsetinn kannski? Með því að binda trúss sitt við útrásarvíkingana hefur hann að mestu fyrirgert stuðningi almennings. Annars hefði... En þó varla. Það verður að vera öruggur meirihluti fylgjandi hugmyndinni um stjórnlagaþing ef hún á að verða að veruleika.

Ef það er rétt sem sagt er um þetta Stím-mál þá er það hroðalegt ástím og þónokkur fjöldi manna hlýtur að lenda í fangelsi. Trúlegast er samt að þetta verði allt saman svæft. Að minnsta kosti fram yfir næstu kosningar og eftir það verður þetta bara ómerkileg sagnfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æjjj..ég hef enga trú á að það sé nokkur dugur eða kjarkur í alþingismönnunum okkar..hafa setið eins og liðdýr í alþingi undanrfarnar vikur og kvartað yfir að fá ekki að vera með í stað þess að gera innanhússbyltingu og standa vörð um lýðræðið og fólkið sem kaus þá.  Aumingjar. En við eigum að kjósa með vorinu segi ég og endurnýja umboð til þeirra sem við treystum sem verða vonandi engir af þeim sem hafa setið sem fastast á sínum feita hingað til. Þurfum tíma til að koma fram með ný framboð..nýtt og hugrakkt fólk sem þorir nýjar leiðir gegn græðgis og spillingaröflunum sem hafa hreiðrað um sig í skjóli núverandi ráðamanna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband