326. - Sturlumál og Evrópumál. Einnig meira um skák og nú frá Bifröst

Fyrst svolítiđ um Sturlumál. Lćtin viđ Rauđavatn á síđasta vetrardag voru alvöru. Nokkrum dögum síđar var krakkahópur međ einskonar mótmćli á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ţađ var í ţykjustunni.

Málstađur vörubifreiđastjóra er ekki slíkur ađ almenningur geti umsvifalaust tekiđ undir hann. Ţeir komu samt af stađ mótmćlaöldu sem ekki er enn séđ hvort muni leiđa til einhvers. Umhverfisverndarsinnar hafa einnig unniđ nokkuđ á ađ undanförnu. Málflutningur ţeirra er stundum meira sannfćrandi en stjórnvalda. Ég hef samt ýmislegt ađ athuga viđ ţađ sem sumir ţeirra segja.

Ţessi mál öll eru mikiđ alvörumál og ásamt međ mörgu öđru sýna ţau ađ órói fer vaxandi í ţjóđfélaginu. Stjórnarandstađa götunnar er mun hćttulegri ríkisstjórninni en hin svokallađa stjórnarandstađa á Alţingi. Steingrímur dćlir úr sér sömu gömlu frösunum, Guđni snýst í hringi og í öđrum heyrist varla. Annars ćtla ég ekki ađ rćđa um pólitík hérna, stjórnmálaţrćtur eru yfirleitt heldur leiđinlegar. Egill Helgason má ţó eiga ţađ, ađ oft hefur hann lag á ađ fá til sín viđmćlendur sem hafa eitthvađ ađ segja.

Evrópumálin eru svo sannarlega komin á dagskrá núna. Sjálfur hef ég lengi veriđ eindreginn stuđningsmađur ađildar ađ Evrópubandalaginu. Ţar er ekki hćgt ađ reikna alla hluti út. Minnimáttarkennd og hóflaust mikilmennskubrjálćđi einkennir oftast málflutning Evrópuandstćđinga. Ţađ sem fyrst og fremst ţarf ađ rćđa í ađildarviđrćđum eru sjávarútvegsmálin. Ţar er margt óljóst enn. Lykilatriđiđ er ađ fiskveiđar skipta flestar ţjóđir í Evrópubandalaginu fremur litlu máli, en okkur miklu.

Kannski ég haldi áfram ađ skrifa um skák. Ég hef alltaf haft gaman af henni. Ég hef ţó aldrei lagst djúpt í byrjanapćlingar og ţess háttar og er alls ekki nema miđlungsskákmađur. Einhvern tíma tefldi ég á helgarskákmóti í Borgarnesi og eftir ţađ mót komst ég á stigalista og var međ fimmtánhundruđ og eitthvađ stig.

Sennilega gefa ţessi stig ágćta hugmynd um skákstyrk minn. Ţó veit ég svosem ekkert um ţađ. Hef líka alltaf haft gaman af ađ kynna mér skáksöguna. Í seinni tíđ á ég orđiđ erfiđara međ ađ einbeita mér ađ tafli, en hef ţó gaman af léttum skákum viđ menn sem ekki taka málin of alvarlega. Iđka ţađ ţó einkum á Netinu, enda hentar ţađ afar vel til slíks. Ég held ađ ţessi stig á Borgarnesmótinu hafi bara veriđ reiknuđ úr ţremur skákum.

Á ţví móti tefldi viđ Guđmund Ágústsson og skíttapađi. Jafntefli gerđi ég viđ Júlíus Sigurjónsson frá Bolungarvík, sem mig minnir ađ hafi veriđ jafnoki Halldórs Grétars á ţeim tíma og á svipuđum aldri. Einhverja vinninga fékk ég líka og ég man ađ í síđustu umferđinni vann ég međ herkjum John Ontiveros sem ţá var svotil nýbúinn ađ lćra ađ tefla.

Afrek mín á skáksviđinu eru heldur fá og smá og ég hef ekki teflt á skákmótum sem komiđ hafa til stigaútreiknings eftir ţetta. Í síđasta bloggi skrifađi ég nokkuđ um skák í Hveragerđi forđum daga og nú ćtla ég ađ halda svolítiđ áfram ţar sem frá var horfiđ, flestum eflaust til sárra leiđinda.

Á Bifröst var ég međ bestu skákmönnum. Af mínum bekkjarbrćđrum voru ţeir Baldur Óskarsson og Theodór Jónsson ţó tvímćlalaust betri en ég. Nokkrir voru ađ mínu áliti á svipuđu stigi og ég og ađrir lakari. Ég man eftir ađ fyrri veturinn minn á Bifröst fórum viđ í skákferđalag til Akraness og tefldum ţar á tíu borđum viđ Akurnesinga. Ţessari viđureign töpuđum viđ og fengum ekki nema fáeina vinninga alls, líklega bara tvo eđa ţrjá. Af ţessum vinningum man ég ađ tveir komu af okkar borđi í matsalnum og vorum viđ nokkuđ stolt af ţví. Ég vann mína skák og borđfélagi minn sem vann sína var Ţorsteinn Árni Gíslason úr Garđinum, bróđir ţess kunna aflaskipstjóra Eggerts Gíslasonar.

Auk ţeirra skákmanna sem áđur eru nefndir man ég ađ Ingţór Ólafsson úr eldri bekknum var ágćtur skákmađur og ef til vill fleiri. Vel getur veriđ ađ ţeir Ingţór, Baldur og Theodór hafi veriđ á borđunum fyrir ofan mig í viđureigninni viđ Akurnesinga og ég á fjórđa borđi.

Ég man lítiđ eftir skákiđkun á Bifröst ađ öđru leyti en ţessu. Ţó man ég ađ viđ Skúli Guđmundsson tefldum nokkuđ oft síđari veturinn og líklega höfum viđ veriđ af svipuđum styrkleika.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt međ ţessi Evrópumál;  hefurđu tekiđ eftir ţví ađ ansi margir geta ekki talađ um ţau nema á einhverjum tilfinningalegum grunni? Ţađ er eins og fólki sé gjörsamlega fyrirmunađ ađ disputera ţau á grunni stađreynda og efnahagslegra plúsa og mínusa fyrir okkur sem samfélag hér á skerinu? Ţetta leiđir til ţess ađ ţeir sem vilja rćđa á köldum grunni stađreynda, nenna ekki ađ taka ţátt í bullinu og umrćđan verđur öll á hinu planinu? - BTW - af ţví ţú nefndir hann Skúla, veistu nokkuđ hvar hann er núna?

nöldrarinn 6.5.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ég hef ekki séđ Skúla í mörg ár og veit ekkert hvađ hann gerir núna. Mér finnst eđlilegt ađ rćđa stađreyndir og efnahagslega plúsa og mínusa í sambandi viđ Evrópuađild og ţađ hefur veriđ gert árum saman. Báđir ađilar hafa samt gerst sekir um ţađ ađ kalla margt stađreyndir sem eru ţađ alls ekki. Ég á bara viđ ţađ ađ á endanum er ekki hćgt ađ komast ađ neinni stćrđfrćđilegri niđurstöđu í málinu, svo tilfinningalegu rökin hljóta ađ blíva fyrir rest.

Sćmundur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 13:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband