310. - Nei, nei. Ekki er ţađ svo gott ađ ég sé hćttur ađ blogga

Mér finnst bara ástćđulaust ađ strekkjast viđ ađ blogga á hverjum degi. Ég hef ekki svo mikiđ ađ segja. Svo er ég ekki í neinni vinsćldakeppni, ţó ţađ sé ágćtt ađ vera í ţeim exkljúsíva klúbbi sem valiđ er úr á forsíđu Moggabloggsins. Ţar ađ auki vorum viđ hjónin ađ kaupa stóran flatskjá um daginn og ţađ ţýđir ađ ég ţarf ađ horfa meira á sjónvarp en venjulega.

Ađ auki les ég alltaf dálítiđ af bókum, einkum eftir ađ ég er kominn uppí rúm. Ég get bara ekki fariđ ađ sofa nema ég sé búinn ađ lesa svolítiđ. Bókin sem ég er ađ lesa núna er um Skáktyrkjann svonefnda. Fékk hana á bókasafninu. Ágćtis bók, en auđvitađ engin spennusaga. Ekki velti mađur neitt fyrir sér sálarlífi persónanna sem viđ sögu komu, ţegar mađur heyrđi fyrst af ţessu fyrirbrigđi. Man ekki betur en ađ viđ höfum gefiđ Bjarna ţessa bók í jólagjöf.

Já, ég fer alltaf á tvö bókasöfn í hverjum mánuđi. Bókasafn Kópavogs og Borgarbókasafniđ í Gerđubergi. Ţetta er orđinn fastur vani hjá mér og sjaldnast kemst ég yfir ađ lesa ţćr bćkur á mánuđi sem ég ráđgeri ađ lesa. Enda er ég međ afbrigđum seinlesinn. Líggur viđ ađ ég ţurfi ađ hugsa hvert orđ fyrir sig. En ţađ gerir ekkert til ţó ég nái ekki ađ lesa allar ţćr bćkur sem ég fć ađ láni. Engin sekt er fyrir ţađ. Ég fć ţćr bara aftur seinna, ef ég nenni.

Núorđiđ les ég blogg miklu meira en dagblöđ og sveiflast mjög á milli náttúrverndar og virkjana. Ţađ fer mest eftir ţví hvađa blogg ég las síđast um loftslagsmálin. Lára Hanna Einarsdóttir og Ómar Ragnarsson eru best í fyrri flokknum en Ágúst H. Bjarnason međ sín vísindi er mjög oft sannfćrandi fyrir ţá efagjörnu. Nokkurskonar Björn Lomborg okkar Íslendinga. Eins og margir vita skrifađi Lomborg ţá frćgu bók „The Sceptical Environmentalist" og mér er ekki grunlaust um ađ skođanir hans eigi nokkurn hljómgrunn međal Íslendinga jafnt og annarra ţjóđa. Náttúruverndarmál eru svo margslungin ađ erfitt er ađ rćđa ţau af nokkru viti nema takmarka umrćđuna sem mest viđ tiltekna hluti.

Ţađ er ekki eđlilegt hvernig látiđ er viđ greyiđ hann Davíđ seđlabankastjóra. Eflaust er hann enginn snillingur í efnahagsmálum en hann getur varla veriđ eins vitlaus og sumir halda fram. Vissulega er margt skrítiđ í íslenskum ţjóđarbúskap, en samt eru sumir gagnrýnenda Davíđs jafnvel vitlausari en hann. Ţeir geta spáđ fyrir um allan fjandann, en ţeir ţurfa ekki ađ standa viđ neitt ţó ţeir reynist í fyllingu tímast hafa haft ragnt fyrir sér. Ef nógu mikiđ er spáđ hlýtur einhver spáin ađ fara nćrri ţví rétta. Sá sem hana á getur ţá sagt. "I told you so", en hvađ annađ gerist?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Leitt vćri ef ţú hćttir ađ blogga, og alveg máttu minnast á mig á nöldursamlega hátt eins og ţú hefur margoft gert. En getur ţú ekki látiđ okkur fá ađra mynd af ţér en ţá sem ţú felur ţig á bak viđ kattarrass, svo ég geti séđ hvort ég muni eftir ţér sem búđarsveini í Silla og Valda.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Hć,

ég var verslunarstjóri í búđinni á Hringbraut 49 í nokkur ár fyrir 1970.

Ég get ekki áfellst Hófí fyrir ađ vilja vera meira áberandi á myndinni en ég. Annars festist ég frekar illa á filmu.

Sćmundur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 10:54

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú, ţú ert međ sama vandamál og ég, en ţetta er algengur kvilli. Ég á ekki lengur kött sem veđur sér fram fyrir mig á myndum og bjargar sitúasjóninni.  Ég kom í verslunina á horninu, bćđi međ afa og ömmu sem bjuggu á Hringbrautinni, og örugglega međ pabba, sem verslađi viđ Silla og Valda og foreldrar mínir fengu viđ oft vörur sendar heim í eplakassa. Ég man líklega best eftir brúnu pokunum og gömlu köllunum niđur í Ađalstrćti.

Ađrar verslanir í nágrenninu sem eru mér minnisstćđar voru t.d. mjólkurbakaríkiđ á horninu á Hofsvallagötu og Ásvallagötu, ţar sem kona í peysufötum pakkađi skyri og sendi sandkökur í papír. Viđ hliđina á henni var Steini Fisksali, sem alltaf virtist vera međ kvef. Lengra niđur á horninu á Brćđraborgarstíg og Ásvallagötu var KRON, ţar sem kaupmađurinn var međ blýant bak viđ eyrađ og virtist vera 100 ára. Ţađ voru innan viđ 100 vörutegundir á hillunum og gólfinu í versluninni sem var ekki meira en 15 fermetrar, og eitthvađ álíka á bak viđ.  OG FÓLK sem verzlađi ţarna LIFĐI AF! The good old days, ţegar konan á kassanum talađi eins og fjallkona ađ Norđan en ekki díalektu frá uppsveitum Krakow.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ţú mátt bara ALLS ekki hćtta ađ blogga...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 12:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband