306. - Ýmislegt um ekki fátt

Þetta blogg verður samtíningur og sitthvað, ég ætla að hvíla mig á minningunum.

"Það er margt í mörgu, í maga á Ingibjörgu", var einhverntíma sagt og þýðir náttúrulega "Margt er skrýtið í kýrhausnum". Eins mætti segja að margt væri undarlegt á Moggablogginu. Eitt af því sem mig hefur lengi langað til að vita er hvers vegna "Snorri Bergz" varð allt í einu "Sneott Bergz". Mér finnst líklegt að þeir Moggabloggsmenn hafi boðið honum að fá sitt gamla nafn aftur, en það er eitt sem ég skil ekki. Af hverju gerðist þetta?

Ef fylgst er með fréttum fjölmiðla kemur fljótt í ljós að allt er að fara til andskotans, bæði hér á Íslandi og út um heim. Þannig hefur það alltaf verið. Samt tosast þetta áfram og í rauninni er allt á framfaraleið a.m.k. hér á landi og hefur verið lengi.

Í fréttum er ýmist talað um að sniðganga Ólympíuleikana eða að sniðganga opnunarathöfnina. Reynt er að láta líta svo út sem þetta sé eitt og hið sama. Mér finnst þarna vera munur á og Íslendingunum sem voru á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912 fannst það líka, hef ég lesið. Líka er álitamál hvort verið er að tala um að fyrirfólk fari ekki á leikana eða íþróttamenn sitji heima. Málið er margflókið.

Flestir vilja eflaust engum dyrum loka og hafa alla möguleika á borðinu áfram. Mótmælin við mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet eru þó sífellt að verða háværari.

Guðrún Helga Konráðsdóttir segist hafa eytt blogginu sínu óvart, en fengið það endurreist. Ég hef einmitt ekki þorað að fikta eins mikið í mínu stjórnborði eins og mig hefur langað að gera, vegna ótta við að allt færi í glatkistuna gaflalausu, en nú veit ég semsagt að aftrit eru til af öllu sem hér er sett á blogg.

Aðgerðir vörubifreiðarstjóra eru mál málanna þessa dagana og ég ætla að leyfa mér þann munað að hafa enga skoðun á því máli. Sjálfur hef ég alveg sloppið við óþægindi af þeirra völdum framað þessu.

Stebbi (stebbifr.blog.is) er stundum kallaður í háði konungur linkaranna og víst er að mikið skrifar hann. Ef mig grunar að ég hafi misst af einhverju í fréttum finnst mér ágætt að kíkja á bloggið hans, því hann endursegir jafnan merkilegustu fréttirnar og gerir það bara ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

"Það er margt í mörgu,

í maga á Ingibjörgu,

Þar hef ég legið æði oft,

Það er að segja á grúfu,

af því hú var uppí loft."

Sigurbjörn Friðriksson, 14.4.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband