266. - Meira um Bláfell og ýmislegt annað

Charmaine kom til landsins á fimmtudagsmorguninn frá Bahama og mamma hennar og móðursystir einnig.

Bjarni fór til Keflavíkur að ná í þær og það gekk ágætlega þó dálítið snjóaði.

Í gærkvöldi tefldi Bjarni eina skák í seinni hluta deildarkeppninnar og í dag fóru þau öll á Snæfellsjökul og Hafdís, Jói og Benni einnig. Sú ferð tókst ágætlega og veðrið var skínandi gott. Mamma Charmaine og móðursystir halda síðan af landi brott á þriðjudaginn en Charmaine verður eftir.

Þetta blessað blogg er að verða svo vinsælt eftir að ég lenti á áttmenningalistanum að ég þori varla að skrifa neitt. Það virðast margir hafa lesið frásögnina um Bláfellsbrunann sem ég setti aftur á bloggið í gær.

Hér eru þrjár gamlar myndir sem Bjössi sendi mér um daginn.

Þessi mynd er af Bláfelli. Ekki veit ég nákvæmlega hvernær hún er tekin en þetta er vesturhliðin á húsinu sem þarna blasir við. Utan við dyrnar sem eru þarna á miðjum vegg var síðar byggt bíslag eins og lýst er í brunafrásögninni. Viðbyggingin sem nýlokið var við þegar húsið brann var við austuhlið þess.

 

 

 

Á þessari mynd eru þeir pabbi og Gunnar Vigfússon (Gunnar er til hægri á myndinni) Gunnar var giftur Oddbjörgu systur pabba. Þau áttu engin börn, en bjuggi að Árvegi 6 á Selfossi. Gunnar var lengi skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga. Oft komum við krakkarnir á Árveginn þegar pabbi fór að heimsækja Oddu. Ekki veit ég hvenær eða hvar þessi mynd er tekin. Þetta er myndarlegt hús sem sést á myndinni og hugsanlega var það í Eystri Garðsauka skammt frá Hvolsvelli.

 

 

Hér eru tvær heimsdömur staddar í Kaupmannahöfn. Þetta eru þær Vala og Inga systur pabba. Ekki veit ég hvenær þessi mynd er tekin, en allgömul er hún.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undarleg var umfjöllunin um faðernismálið í Kastljósinu þrjá daga í síðustu viku. Ég get ekki skilið hvaða erindi svona lagað á í Sjónvarp. Vel hefði mátt koma skoðunum Kára Stefánssonar um þessi mál á framfæri án þessarar faðernissögu. Ég vorkenni móður konunnar.

Viðtalið við Salvöru ofurbloggara á föstudaginn var samt ágætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Flott að þú ert orðinn svona vinsæll en hvað er áttmenningalisti

Erna Bjarnadóttir, 2.3.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sko, það er listi yfir bloggara sem hugbúnaður velur úr þá 8 sem birtast fremst þegar farið er beint á bloggið. Þessir 8 fá stærri mynd og þeir birtast óháð því hvort þeir eru nýbúnir að blogga eða ekki. Við Lára Hanna erum búin að vera að velta því fyrir okkur hvernig valið er á þennan lista og hún hefur verið í sambandi við þá sem stjórna þessu hjá Moggablogginu.

Fyrir neðan þessa átta birtast síðan ca. 20 nýjustu bloggin en þau hverfa sjónum fljótlega. Þetta er eins konar stéttaskipting Moggabloggara og ég er dálítið búinn að vera að blogga um þetta undanfarið.

Sæmundur Bjarnason, 2.3.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Haltu bara áfram að skrifa eins og þú hefur gert. Ég hef lesið allar þínar færslur og hef haft gaman af.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Blessaður,Sæmi. Ég held að þeir séu fleiri en átta hverju sinni, það er einhver rótering í þessu sem þú sérð ef þu kemur aftur og aftur inn. En hefur einhver skýring fengist á því hvernig valið er, er það eins og útdráttur happdrætta, eða er þessu duttlungastjórnað? Ekki er a.m.k. farið eftir vinsældarlistanum.

241.

Sæmundur Bjarnason

saemi7.blog.is

661

1.486

73

69

Hallmundur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér sýnist þeir vera 8 sem birtast hverju sinni. Það eru vinsældir og hve langt er síðan bloggað var að ég held sem ráða því einkum hverjir birtast. Hugbúnaður velur það. Eftir því sem Moggabloggsmenn segja eru meira en 160 á listanum. Flestir hafa þó að ég held aðeins talið 60 - 80 manns þar og mismunurinn stafar kannski af því að margir séu hættir sem þar voru.

Sæmundur Bjarnason, 3.3.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband