247. - Borgarstjórnarfarsi og auglýsingafár

Alveg er þessi borgarstjórnarfarsi með ólíkindum.

Eftir að hafa látið bíða eftir sér í einn og hálfan klukkutíma biðst karlfjandinn ekki einu sinni afsökunar. Og svo er þessi svokallaði blaðamannafundur allur í skötulíki. Allir borgarfulltrúarnir farnir heim til sín nema Villi greyið og hann vissi ekkert hvað hann átti að gera. Reyndi samt að reka óverðuga út. Þetta verður varla hægt að toppa. Ég hef ekki geð í mér til að blogga meira um þennan hrylling.

Og svo var Geir harði eitthvað að þrugla í fréttunum. Ef eitthvað er til sem hægt er að kalla hálfvolgan stuðning þá er það stuðningur Geirs við Villa. Þvílíkt rugl.

Allir eru að fjasa um þessa auglýsingu á Moggablogginu. Eiginlega fær hún alltof mikla auglýsingu útá það. En ekki truflar hún mig. Mér er sléttsama um hana. Maður hlýtur að þurfa að gera ráð fyrir að það sem er ókeypis kosti samt í rauninni eitthvað. Kurteisi væri það samt óneitanlega að bjóða fólki upp á val um hvort það sættir sig við auglýsingar eða borgi eitthvað smáræði fyrir að fá að blogga. Auglýsingar á bloggsíðum gætu líka vel verið minna áberandi en þessi andskoti. En eins og bent hefur verið á er ekki mikill vandi að losna við þetta ef maður vill.

Kannski hætta einhverjir ágætir bloggarar og þá verður bara að hafa það. Þeir einu af mínum bloggvinum sem mér er kunnugt um að hafi hótað að hætta út af þessu eru Sigurður Þór Guðjónsson og Guðbjörg Hildur Kolbeins. Vissulega kem ég til með að sakna skrifa þeirra ef sú verður raunin að þau hætti. Kannski hætta Moggabloggsmenn líka þessum auglýsingabirtingum.

Á 123.is borgar maður 2900 krónur á ári og getur bloggað að vild og þar að auki birt eins mikið af myndum og allskyns dóti eins og mann lystir. Þarf þó held ég að borga viðbót ef maður fer yfir gigabæt á ári. Og svo er maður með öllu laus við allt auglýsingafár. Gallinn er kannski helst sá að líklega kíkja fleiri á Moggabloggið en 123.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég missti nú eiginlega af þessu atriði en var sagt að Hanna Birna og Gísli Marteinn hefðu komið skríðandi upp úr kjallaranum í Valhöll með jakkana yfir hausunum eins og smákrimmar í héraðsdómi.... nei glætan ... það er nú ekki einu sinni hægt að bjóða kjósendum D upp á þessa þvælu

Erna Bjarnadóttir, 12.2.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég sá það. Kannski er þetta með jakkana samt aðeins ýkt. Þeim tókst að snúa á fréttamennina þó myndavélarnar létu ekki ljúga að sér. Skelfing var annars aumlegt að sjá til þeirra.

Sæmundur Bjarnason, 12.2.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég horfði á byrjunina í beinni. Þetta var hræðilegt. Ég bara gat ekki horft á þessa niðurlægingu til enda. Hvað voru allir að hugsa?

Þau bera öll ábyrgð á þessu. Borgarstjórnarflokkurinn, flokksforystan. Það þýðir ekkert að fara í felur. Þetta minnir á skömmustulegan krakka sem heldur að það sé hægt að flýja skömmina.

Kristjana Bjarnadóttir, 12.2.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband