69. blogg

Eitt er það blogg sem ég fylgist vel með um þessar mundir, en það er bloggið um motorhjóla-heimsreisuna (sverrirt.blog.is). Mæli með því.

 

Bjarni fékk tilboð í dag í íbúðina uppá 14,5 milljónir.  Líklega tekur hann því.

Sumir líta að ég held á knattspyrnu sem leik. Svo eru menn eins og Guðjón Þórðarson sem líta á þetta allt saman sem dauðans alvöru. Það getur orðið erfitt að brúa það bil.

Þetta með markið á Skaganum í gærkvöldi finnst þetta fremur ómerkilegt atvik og fjölmiðlasirkusinn í kringum það með ólíkindum. Næstum því eins og með hundinn um daginn. Er gúrkan svona gríðarleg hjá miðlunum, eða hvað?

 

Undarlegt hvað það er gaman að blogga. Ég get bara ekki stoppað. Gallinn við að skrifa eitthvað merkilegt er einkum sá að maður veit ekki fyrr en eftir dúk og disk hvort skrifin hafa heppnast eða ekki. Oftast sennilega ekki.

Sé bloggað er hægt að skrifa fjandann ráðalausan, fara lítillega yfir bullið, láta allt gossa og gleyma því svo.

Ótvíræður kostur við bloggið er að maður getur vaðið úr einu í annað. Jafnvel í sama blogginu. Ef þetta væri eitthvað merkilegt þyrfti maður helst að liggja yfir því dögum saman og nostra endalaust við textann. En hann verður hvort sem er aldrei fullkominn svo best er að láta hann bara flakka sem fyrst.

Blogg getur svosem bæði verið merkilegt og ómerkilegt. Nú til dags er orðið svo mikið af því að líklega verður bráðum fátt sem ekki er bloggað um. Margir einbeita sér að því að blogga um eitthvað ákveðið og er það skiljanlegt. En hvernig á að auglýsa sig? Ég hugsa að leitarþjónustur eins og gúglið komi til með að verða æ  mikilvægari eftir því sem tímar líða.

Mitt motto er að blogg skuli helst ekki vera nema ein blaðsíða í wordinu mínu og nú er því náð svo.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband