68. blogg

Skrugga heitir það þegar geri, vatni og sykri er blandað saman og það látið gerjast. Sumir kalla þetta gambra og þetta er aðalhráefnið í landa.  

Einu sinni kom í heim til Bjarna í Kaupfélaginu. Þá sýndi hann mér  að hann var búinn að gera sér skruggu í kút sem hann hafði sett upp á háaloft. Svo sýndi hann mér stoltur hvernig hann hafði lagt slöngu upp í kútinn þannig að þegar hann vantaði skruggu þá þurfti hann bara að sjúga slönguna. Frábær uppfinning.   

Ég held reyndar að hann hafi aldrei komist svo langt að sjóða skrugguna. Hún hafi yfirleitt verið búin löngu áður en kom að því. Sjálfur hef ég lent í því sama. Það er svoddan vesen að koma sér upp suðugræjum að það borgar sig eiginlega ekki. Miklu sniðugra að drekka bara skrugguna eins og hún kemur fyrir þó hún sé ekki sérlega góð á bragðið.  

En ef tala á um bragðgott brugg þá mæli ég með að brugga létt vín úr þar til gerðri saft. Sjálfur hef ég gert svolítið af því og  tekist ágætlega. Líka bruggað úr krækiberjum, bláberjum og aðalbláberjum og gengið vel. Það eru nokkrar verslanir hér í höfuðborginni sem selja eingöngu efni í svona lagað. Heimabruggun er eflaust nokkuð algeng, samt er hún aldrei talin með þegar reiknuð er út áfengisneysla Íslendinga.  

Áslaug og Bjarni fóru í “garden party” hjá Kiddý í dag (miðvikudag) um fimmleytið. Jói og Hafdís og ýmsir fleiri voru væntanlegir þangað, en ég gat ekki farið því ég þurfti að fara í vinnuna um hálfsex leytið.  

Á föstudaginn í síðustu viku fékk Benni íbúðina sína að Helluvaði 15 afhenta og sama dag og morguninn eftir fluttum við allt úr geymslunni úti í Garðabæ. Það var síðan um helgina sem Benni flutti  upp í Norðlingaholt og við Áslaug heimsóttum hann þangað á sunnudagskvöldið og Áslaug færði honum steinamyndina sem pabbi hennar gerði.  

Það eru þónokkuð margir búnir að koma að skoða íbúðina  hjá Bjarna og  mér skilst að í dag hafi  komið eitt tilboð upp á  13  milljónir. Það er síðan í byrjun ágúst sem hann fer alfarinn til Bahama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband