3081 - Er sumarið komið?

Héðan er fátt að frétta. Helena er í heimsókn. Kom með Áslaugu og Hafdísi sem fóru í bæinn, en þar er fólk ekki alveg búið að átta sig á því að Covid er eiginlega búið. Nennir ekki í bólusetningu fyrr en eftir hádegi þegar degi tekur að halla. Siestunni lokið og kominn tími til að fara á fætur. Einkennilegt að fylgjast með því að í hádegisfréttum er kvartað yfir því að fáir mæti til bólusetningar, en svo myndast fljótlega mörg hundruð metra biðröð. Fer fólk virkilega ekki á fætur í þessu ástandi fyrr en seinni partinn?

Kannski gerum við eitthvað skemmtilegt og frásagnarvert seinna í dag, en annars eru þessi dagbókarskrif heldur fábrotin. Þetta er hálfgerð gúrkutíð. Veðrið fer þó ögn skánandi. Á sunnudaginn er þó spáð rigningu. Eldgosinu fer sennilega að ljúka. Kannski koma ferðamennirnir. Búast má við köldu en sólríku sumri og að svalaveður verði semsagt gott.

Scan71Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Akranesi aldrei sumar,
alltaf gúrkutíðin,
ekkert hvítvín, enginn humar,
oftast vetrarhríðin.

Þorsteinn Briem, 11.6.2021 kl. 09:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.6.2013:

"
Heimdallur [félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík] boðaði til SuHumarpartís í Valhöll í gær.

Boðað var til sumarfagnaðar á Facebook og var ætlunin að fagna sumarkomunni með grilluðum humri sem skola átti niður með hvítvíni.

Þá var þyrstum Heimdellingum bent á að hægt væri að kaupa áfengi í ÁTVR á mánudegi til laugardags en lokað væri á sunnudögum.

Eins og kunnugt er kvartaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdalls, í vor yfir því að ekki væri hægt að kaupa sér hvítvín með humrinum á sunnudögum, enda áfengisverslanirnar lokaðar." cool

Þorsteinn Briem, 11.6.2021 kl. 10:23

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér skilst, Steini minn, að þetta standi til bóta. Annars er aldrei að vita hvernig þetta fer ef pólitíkin hleypur í hvítvínið. Ýmsar staðreyndir geta skolast til eins og þetta með bjórinn sýndi okkur. Humarinn hlýtur að vera utan kvóta.

Sæmundur Bjarnason, 11.6.2021 kl. 15:37

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sé að ég hef gleymt að svara vísunni.

Ungir menn með engan sjóð
utan kvóta í sumar.
Jafnan þó í jötunmóð
jeta rauðan humar.

Sæmundur Bjarnason, 11.6.2021 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband