2904 - Jónas Kristjánsson

Sú bylting hefur nú orðið í mínu lífi að ég er farinn að nota gulan uppþvottalög í staðinn fyrir þann græna. Kannski er þetta samt ekki sú grundvallarbreyting sem öllu máli skiptir. Við bloggskrif er nauðsynlegt að gera greinarmun á því persónulega, sem flestum hættir við að gera of mikið úr, og því almenna, sem venjulega snýst um það að þykjast vera ógn gáfaður. Eða a.m.k. betrur að sér en flestir aðrir. Google hefur að mestu leyti gert útaf við besservissera eins og mig, en samt er hægt að láta tölvutæknina vinna með sér, ef grannt er skoðað. Ég hef langa og mikla æfingu í því að skrifa um allan skrattann. Google er örugglega verri í því en ég.

Man ekki gjörla hvort ég hef sagt frá „intermittent fasting“ hér á blogginu en reikna samt með að flestir viti hvað það er. Sú aðferð virðist henta mér nokkuð vel. Að vísu hefur veðrið verið nokkuð óstöðugt að undanförnu, en ekki er víst að það stafi af þessu. Ísing, vindur og hálka hentar mér illa á mínum næstum því daglegu gönguferðum. Þessvegna hef ég sleppt þeim meira og minna undanfarið. Áslaug er búin frá áramótum að hafa vinnustofu á leigu nirði á Ægisgötu og kannski hefur það meiri áhrif á mitt líf en liturinn á uppþvottaleginum.

Einu sinni bloggaði ég daglega. Ekki fjölgaði lesendum mínum við það. Þó eru einhverjir sem stunda að lesa það sem ég skrifa. Mest áhrif á slíkt hefur fyrirsögnin. Áhrifavaldur er ég samt allsekki og vil ekki vera. Gamalmennablogg sem sumir introvertar eins og ég lesa sér til hugarhægðar vil ég gjarnan skrifa. Á það til að þykjast vera ósköp gáfaður og skrifa þá fyrst og fremst um mikilvæg málefni einsog alþjóðamál og Trump Bandaríkjaforseta sem allir hljóta að kannst við.

Jónas heitinn Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri var að mörgu leyti minn mentor í netheimum. Hann skrifaði þó fyrst og fremst um fréttir og pólitík. Þ.e.a.s. í blogginu. Ýmislegt fleira skrifaði hann um m.a. um hesta, sem ég hef engan áhuga fyrir. Margt af því sem hann sagði hef ég reynt að tileinka mér í blogginu. Hann var bæði orðhvatur og feiknarlega vel að sér. Það skortir marga (og mig líka) tilfinnanlega, sem eru þó  áhrifamikilir í íslensku þjóðlífi. 

IMG 6432Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú verður að útskýra fyrir okkur afhverju þú sveikst lit í sambandi við uppþvottalöginn.

Eru djúpstæðar sálrænar ástæður fyrir þessu?

Var græni ekki til í búðinni?

Eru þetta elliglöp á háu stigi?

Voru það fösturnar sem hröktu þig út í að taka svona afdrifaríka ákvörðun?

Hvað gerðist, Sæmundur?

Við bíðum svara ...

Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 10:13

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta með uppþvottalöginn stafar af því að ég keypti hann ekki sjálfur. Sennilega hefði ég keypt þann græna. Þetta átti nú aðallega að vera fyndið. Þetta með fösturnar er eiginlega ekki hægt að svara fyrr en á föstudaginn. Af hverju heitir það föstudagur? Það er víst föstudagur í dag. Semsagt rysugudagur. En nú er klukkan að verða tólf svo ég þarf að fá mér eitthvað í svanginn.

Sæmundur Bjarnason, 10.1.2020 kl. 11:31

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta átti að vera ryksugudagur.

Sæmundur Bjarnason, 10.1.2020 kl. 11:32

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held að hann heiti föstudagur af því að þá ryksugar maður.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 13:59

5 identicon

Sæmundur+Þorsteinn, vitið þið virkilega ekki að á kaþólskum tíma átti að fasta, þ.e. borða EKKI kjöt, á föstudögum. Trúræknir kaþólikkar fara enn eftir þessu. Þess vegna hefur verið svo mikill markaður f. íslenskan saltfisk á Spáni og Portúgal.

Ingibjörg Ingadóttir 10.1.2020 kl. 16:51

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bull er þetta í þér Ingibjörg. Á föstudögum á að ryksuga samkvæmt páfabréfi frá 1493.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 17:47

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Man vel eftir þessu Páfabréi (þú átt að nota stóra stafi meira, Steini minn). Minnir samt endilega að nóg hafi verið að fasta fyrir hádegi, en svo hafi átt að ryksuga (ekki ryksjúga) eftir hádegi. Erum við annars örugglega trúræknir kaþólikkar, Þorsteinn?

Gleðilegan saltfisk!!!!

Sæmundur Bjarnason, 10.1.2020 kl. 22:07

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jú, pápískan er runnin okkur í merg og bein fyrir löngu. En er ekki hægt að fasta og ryksuga í einu? Það minnir mig nefnilega að heilagur Alexander Borgía hafi áréttað i öðru Páfabréfi frá 1494 eftir að hann hafði komist að því að það var yfirleitt allur vindur úr ryksugum þegna hans eftir hádegið - af ofneyslu á tortellini með túmatsósu.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2020 kl. 21:03

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo held ég, svona að lokum, að ég verði eiginlega að hafa orð á því, að þú ert voðalegur vitleysingur Sæmundur. Og það eigum við sameiginlegt.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 01:00

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

En annars finnst mér gott að þú skulir viðurkenna að þú munir eftir Páfabréfinu frá 1493. Það rennir stoðum undir þá skoðun mína að þú sért orðinn ansi hreint gamall.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 23:24

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Uss, hvaða vitleysa. Er ekki sagt í biblíunni sjálfri að Methúsalem hafi orðið 900 ára? Mig minnir það og varla lýgur hún. Annars man ég fremur lítið eftir þessu merka ári. Tímatalsfræði og rímfræði (á fingrum og annarsstaðar) voru einu sinni mitt áhugamál númer eitthvað.

Sæmundur Bjarnason, 13.1.2020 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband