1887 - Auglýst eftir fyrirsögn - vantar eitt stykki

Hefur dottið í huga að með gluggskrautstali sínu sé Dvíð að mana andstæðinga sína í Sjálfstæðisflokknum til að hrófla við sér. Ýmsa langar til þess en alls ekki er víst að úr því verði. Augljóst er nú orðið að vantrauststilllaga Þórs Saari var bara sýndarmennska og í raun furðulegt að formenn stjórnarflokkanna skyldu undireins hoppa á hana. Læt ég svo útrætt um stjórnmál í þessu bloggi, þó hugsanlegt sé að eitthvað gerist næstu daga.

Veðrið er eiginlega miklu áhugverðara en pólitíkin. Haldist þetta veðurfar framá vor hér á Reykjavíkusvæðinu er þetta alveg einstakt. Það leiðir auðvitað hugann að loftslagsmálunum. (sem auðvelt er að líta á sem mál málanna) Þar held ég að margir eftirtektarverðir atburðir eigi eftir að gerast á næstu árum. Áreiðanlega munu þeir svartsýnustu á því sviði ekki hafa rétt fyrir sér og ekki heldur þeir bjartsýnustu. Svartsýni í þeim efnum tel ég vera að álíta að allt sé á leiðinni til andskotans og bjartsýni að þetta reddist allt einhvern veginn eins og vant er. Mér finnst ég heldur vera á leiðinni frá bjartsýni til svartsýni í þeim málum.

En ekki má láta loftslagsmálin eða stjórnmálin trufla sig í alvöruleysinu. Við erum ekkert annað en landið og sagan. Guðstrúin og allt það bull er bara fyrir krakka. Smákrakka jafnvel. Vísindakirkjan er það sem koma skal. Segi bara svona, af því ég var að lesa um einhverja stelpu sem er afkomandi Ron Hubbards (eða a.m.k. eitthvað skyld þeim sem stjórnar þar núna -  Hubbard er víst dauður) eftir því sem mér skildist og slapp við illan leik frá Vísindakirkjunni sem náð hefur heljartökum á mörgum. T.d. Tom Cruise og John Travolta. Gott ef páfinn var ekki hallur undir hana líka.

Alltaf eru bloggin að styttast hjá mér. Þetta er í stysta lagi og ég er eiginlega bara að reyna að lengja það svolítið með þessu.

IMG 2600Sýning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband