1806 - Verðtryggingin

Nú er það svart, maður. Allt orðið hvítt. Svolítið hefur snjóað hér á Kópavogssvæðinu í kvöld (fimmtudag). Ætli það verði ekki farið í fyrramálið.

Þegar ég er andvaka á nóttinn ætti ég ef til vill ekki að vera að fást mikið við bréfskákirnar mínar. Það er að segja eftir að ég er búinn að taka svefntöflu. Ég er bara í svo góðu stuði þá og nenni miklu síður að fara að lesa misasnalegar greinar og fésbókarinnlegg. Verst hvað tafborðin eru hrufótt og þvæld í tölvunni, auk þess sem mennirnir eiga erfitt með að vera grafkyrrir eins og þeir eiga auðvitað að vera þangað til körsorinn kemur þjótandi til þeirra og setur á nýjan reit.

Þetta er svolítið eins og að tefla pínulítið blindfullur, eins og maður gerði stundum „áður fyrr á árunum“. Eins og ég hef oft sagt áður þá er maður þrælgáfaður og vel til þess fallin að gera hvað sem er, t.d. að keyra bíl, þegar maður hefur fengið sér örlítið í tána.  Samt er maður þá e.t.v. ekki besti maðurinn til dæma um það.

Því fer fjarri að ég hafi undan við að lesa þær bækur sem ég fæ ókeypis í kyndilinn minn. Ef farið er á Amazon http://www.fkbooksandtips.com/ eru bókstaflega alltaf einhverjar ókeypisn bækur þar um að ræða. Oftast eru þær bara ókeypis í einn dag eða svo, en það dugar mér alveg. Vildi að ég væri eins fljótur að lesa og sumir eru. Ég er nefnilega seinlesinn með afbrigðum. Þar að auki hef ég svo stutt „attention span“ að ég á erfitt með að lesa nema eina og eina blaðsíðu í einu. Það er að segja á tölvuskjánum. Kyndillinn hentar mér mun betur. Þá get ég legið endilangur í rúminu og lesið af hjartans lyst.

Ég held að bloggin mín séu alltaf að styttast. Sennilega er það bara ágætt. Einkum ef þau eru gagnorðari fyrir vikið. Vonum það.

Tvennt sá ég á netinu í kvöld sem vakti athygli mína. Annað var grein sem Marínó G. Njálsson skrifaði um einelti og komment við hana. Hún var áhrifamikil og vel skrifuð. Hitt var grein sem „verðtryggingarvinur“ skrifaði og kallaði Bullið um verðtrygginguna. Alveg er ég sammála honum. Í öllum fjölmiðlum er þessa dagana étin upp sama vitleysan. Verðtryggingunni er kennt um næstum allt. Hún er samt ekkert annað en eðlileg og sjálfsögð aðferð til að tryggja að sömu verðmæti verði greidd lánveitanda og lántakandi fékk upphaflega í hendur. Aftur á móti er ekkert sérstakt sem bendir til þess að nákvæmlega sú vísitöluviðmiðun sem notuð er sé sú rétta. Satt að segja virðist hún vera vitlaus mjög. Þegar við bætist hátt vaxtastig hér á landi og mikil verðbólga að jafnaði lítur verðtryggingin auðvitað ekkert vel út.

IMG 1817Víðistaðakirkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband