1670 - "Hvað höfum við gert ykkur?"

25cGamla myndin.
Þessir spiluðu bridds hvenær sem tækifæri gafst. Að þessu sinni voru þeir útivið en það var ekki oft. Frá vinstri sýnast mér þetta vera Eyjólfur Þorkelsson, Árni Ragnar Árnason, Svavar Sigurðsson og ég veit ekki hver.

Spurning dagsins, vikunnar, mánaðarins og jafnvel ársins er fólgin í fyrirsögninni. Af gömlum vana skaut ég hér á milli gamalli mynd, en ætla núna að reyna að svara spurningunni sem líklega er ættuð frá útgerðarauðvaldinu.

Nú, það er ýmislegt og stjórnmálalegir andstæðingar ykkar hafa tíundað það af mikilli nákvæmni. Ég vil samt leggja áherslu á að ef samstaða næst um kvótamálið á þingi er engin ástæða til að efna til frekari illinda um það. Auglýsingar þær og auglýsingaeftirlíkingar sem dynja á fólki þessa dagana eru kannski einkum ætlað að hafa til áhrif á stjórnmálalega framvindu málsins. En þó vilji margra standi til þess að halda áfram deilunum um þetta mikilvæga mál er engin ástæða til þess. Nóg er nú samt. 

ÓRG segist vilja hafa kvótakerfið eftir sínu höfði. Þegar nafni hans Ketilsson lét gera rútur eftir sínu höfði (semsagt hæstar að aftan) var það hans mál. En þetta er mál sem mér finnst ekki að forsetinn eigi að ráða.

Hún Bibba á Brávallagötunni gæti komist í feitt með því að lesa DV reglulega. Ekki geri ég það. Nýjustu afurðirnar þar skilst mér að séu um bæjarstjóra sem kemur eins og þruma úr heiðskýru (með upsiloni) lofti til að berjast á banaspjótum um keisarans skegg. Eiður má eiga þetta. Ég nenni bara ekki að elta ólar við hvað sem er.

Auðvitað er leiðinlegt að vera svona illa að sér í íslensku, en þá ættu menn að gera eitthvað annað en að semja fyrirsagnir í dagblöð. Ég treysti mér vel til að slá margan blaðamanninn út í fyrirsagnagerð. Kannski gera þeir þó sumt vel. DV hefur staðið sig blaða best í Hrunfréttum og nú berja þeir á ÓRG eins og þeir best geta. 

Ætli þetta sé sýslufundarhretið sem nú er skollið á? Sólin er samt eitthvað að glenna sig. Og snjórinn fellur víst aðallega á rangláta (þ.e.a.s. landsbyggðarmenn).

IMG 0059Háhýsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband