1650 - Kóngsbragði svarað með Be2

reykholtGamla myndin.
Reykholsskóli. (held ég)

Undarlegt dómgreindarleysi hjá Þorsteini Má Baldvinssyni að láta svona í viðtali við sjónvarpið. Vera bara öskureiður og hafa í hótunum. Andstæðingar hans herðast einungis við þetta og stuðningsmennirnir flýja sem fætur toga. Kannski er hann búinn að eyðileggja fyrirtækið.

Í athugasemd við grein eftir Eið Svanberg Guðnason - molaskrifarann sjálfan - er talað um meinsemi í merkingunni meinasemi. (finnst mér) Þarna ætti að gera greinarmun nokkurn því merkingin er ekki alveg sú sama. Að vera með meinasemi við einhvern er að koma í veg fyrir að hann geri eitthvað. Meina honum það semsagt. Meinsemi finnst mér vera beinlínis illgirni. Fáir mundu t.d. tala um ungbarn og ungabarn í nákvæmlega sömu merkingunni. Þó Eiður sé oft góður í íslenskuleiðbeiningum sínum má of mikið af öllu gera. Víst eru miðlarnir lélegir í þessum sökum en hræddastur er ég um að þeir lesi ekki leiðbeiningarnar sem mest þurfa á þeim að halda. Auk þess er málið sífellt að breytast. Gæti trúað að peningaleysi væri helsta afsökun þeirra sem ábyrgð bera á þessu.

grænlandHeld ég hafi nælt mér í þessa mynd einhverntíma fyrir löngu af Internetinu (organiserað hana semsagt) Finnst hún endilegalega vera frá Grænlandi. Kuldaleg er hún a.m.k. Man að ég hugsaði þegar ég sá hana fyrst. „Það var svosem auðvitað – íslenski fáninn stærstur.“

Það er minn bloggstíll að þykjast allt vita þó ég viti svosem ekki neitt. Sjálfsálit er kannski einn mikilvægasti eiginleiki hvers manns. Ef maður hefur það álit ekki í lagi, hver á þá að hafa álit á manni? Í samtölum við fólk er samt rétt að dylja þetta svolítið eða jafnvel talsvert. Kannski er einfaldara að hafa áhrif á aðra en maður heldur. Það að skrifa sæmilega góðan texta er þverrandi eiginleiki. Það er samt fyllsta ástæða til að reyna að halda honum við. Sérstaklega fyrir eldri borgara (ekki hamborgara) því þeir eiga oft erfitt með að fylgja yngri kynslóðinni í myndskilningi og instagrömmum.

vísaUm daginn setti ég vísu eftir sjálfan mig á fésbókina hjá Páli Bergþórssyni. Af því að lækin á henni eru svo mörg þá er ég farinn að halda að hún sé eitthvað góð (sem hún er ekki - bara lélegur útúrsnúningur) og að hætta væri á að Moggabloggsvinir mínir sæu ekki snilldina. Hér er semsagt klippa af herlegheitunum.

Að Be2 (sem svar við kóngsbragði) http://www.chessbase.com/newsdetail.asp?newsid=8047 skuli vera eitthvert best heppnaða aprílgabb sem um getur (á eftir Vanadísinni sálugu og hundgánni sem er mér enn í minni) sýnir bara að skákmenn hugsa svolítið öðruvísi en annað fólk. Mér fannst greinin um þetta á Chessbase ágæt. Sjálf grunnforsendan og byrjunin á greininni nægði samt til þess að grunur vaknaði um græsku (dagsetningin á greininni var dulbúin) Að öðru leyti var greinin alls ekki ótrúleg eða ekki fannst mér það.  

IMG 8174Gamla höfnin í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband