1524 - Var Fischer frægastur Íslendinga

Scan479Gamla myndin.
Lækjartorg.

Því hefur oft verið haldið fram að fleiri bækur hafi verið skrifaðar um skák en nokkra aðra íþrótt. Þetta kann vel að vera rétt. Nýlega sá ég blaðagrein (sem líklega var skrifuð árið 2005) eftir Edward Winter þar sem saman voru teknar og taldar upp þær bækur sem hann vissi að höfðu verið gefnar út og skrifaðar um Bobby Fischer eingöngu. Þær voru 73. Þýðingar held ég að hann hafi alls ekki tekið með. Sumar bækurnar voru í tveimur eða fleiri bindum og í fljótu bragði sýndist mér hann eingöngu vera að fjalla um bækur á ensku og þýsku.

Robert James Fischer var Íslendingur þegar hann dó árið 2008. Ef til vill hafa ekki fleiri bækur verið skrifaðar um neinn Íslending í lifanda lífi en hann.

Ekkert varir að eilífu. Ekki einu sinni eilífðin sjálf. Ef þetta er speki þá er ég illa svikinn. Mér finnst þetta vera prump og orðhengilsháttur. Þverstæður tilverunnar eru svo margar að ekki hefur neitt gildi að rekast á eina og eina. Lífið sjálft er ein þverstæða og dauðinn líka. Stundum er hægt að nálgast sannleikann með þverstæðum þó ótrúlegt sé. Svo mikið getur myrkrið orðið að það verði ljós og ljósið svo mikið að það verði myrkur.

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Segir í eldgömlu heimsósómakvæði. Heimsósóminn er mikill núna. Hann er t.d. að gera Grikkjum grikk akkúrat eins og er. Fjármálakerfi Vesturlanda hefur lent á glapstigum og er fjarri því að veita mönnum þá velsæld og þann unað sem það á að gera. Siðmenntaður er sá maður einn sem getur verið iðjulaus án þess að valda sjálfum sér tjóni. Þrátt fyrir þennan galla fjármálakerfisins fer siðmenning heimsins vaxandi.

IMG 7009Laufblað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessar gömlu Reykjavíkurmyndir eru skemmtilegar. Ég giska á að miðbæjarmyndin sé tekin um 1970 en annars mætti ártal alveg fylgja.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.11.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Emil Hannes. Ártöl væru yfirleitt ágiskanir, en ég skal hafa það í huga. Bjarni sonur minn skannaði flestar þessar myndir og hefur birt sumt af þeim á fésbókinni. Oft eru svolitlar umræður um hvaðan myndirnar eru og hvenær teknar.

Sæmundur Bjarnason, 7.11.2011 kl. 23:35

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fischer var og er frægur, Björk er frægari og enn verðmætasta vörumerki landsins.

Gaman af eilífðarpælingunni. Í ætt við  "Ef ánægjan varir, varir þá ánægjan?"

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 00:11

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Svanur Gísli.

Stórt bjarg er einhvers staðar. Á 100 ára fresti kemur lítill fugl og brýnir gogginn á bjarginu. Þegar bjargið er horfið vegna þess ágangs fuglsins er eitt augnablik liðið af eilífðinni.

Sæmundur Bjarnason, 8.11.2011 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband