1386 - Teitur Atlason

atlijoiGamla myndin.
Hér eru þeir Atli Stefánsson og Jóhann Ragnarsson við vörðu á einhverjum fjallstoppi. Hugsanlega er þarna um að ræða Hengilinn.

Flestir þurfa nú um stundir annaðhvort að styðja Geir Haarde eða vera á móti honum. Ég geri hvorugt. Styð þá ákvörðun alþingis að stefna honum fyrir dóm. Að fólki finnist það þurfa að kveð upp sinn dóm nú áður en réttarhöldin hefjast finnst mér fáránlegt. Sumir vilja styðja hann í baráttu sinni og hafa hátt um það. Það finnst mér í lagi en ekki skipta neinu höfuðmáli.

Dómurinn mun fjalla um mál hans og mér finnst engin ástæða til að hann geri það á þann hátt sem sakborningnum sýnist best fyrir sig. Hvort aðrir eru jafnsekir og Geir skiptir nákvæmlega engu máli. Auðvitað er það sárt fyrir Geir að missa allar sínar vegtyllur og vera saksóttur í þokkabót. Ég vorkenni honum þó ekki neitt.

Fyrir nokkrum vikum heyrði ég í útvarpi auglýsingu frá einhverju fyrirtæki þar sem mælt var með því að fólk keypti sólgleraugu hjá þessu fyrirtæki til að gefa sem útskriftar- eða fermingargjöf. Ég er ákaflega gamaldags. Man vel eftir því að eitt sinn voru armbandsúr álitin fínasta fermingargjöf. Fékk slíkt rarítet í fermingargjöf frá foreldrum mínum. En sólgleraugu? Ég held ekki. Jafnvel þó útrásarverð yrði borgað fyrir blessuð gleraugun held ég að þau mundu ekki heilla unglingana og hefðu jafnvel ekki gert það forðum daga.

Var að skoða gömul dagblöð í gærkvöldi á timarit.is og sá þar eftirfarandi klausu sem birtist í Morgunblaðinu þann 15. desember árið 1951. Hef ekki séð þetta fyrr þó vel megi halda því fram að mér komi það við.

Hjartanlegustu þakkir til ykkar allra, sem styrktuð okk-

ur með fégjöfum, fatagjöfum og annari aðhlynningu, þeg-

ar íbúðarhús okkar brann. !

Guð blessi ykkur öll.

Bjarni Sæmundsson og fjölskylda, Hveragerði.

Frétt um brunann birtist á baksíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 11. desember 1951. Þar er pabbi að vísu kallaður Þorleifur en að öðru leyti er fréttin mestmegis rétt.

Samkvæmt fréttum hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs formanns framsóknarflokksins stefnt Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Teitur telur Gunnlaug hafa nýtt sér aðstöðu sína til að krækja í hagstæðan samning við varnarliðið og kaupa fyrirtækið Kögun fyrir lítið verð. Þetta hefur lengi verið altalað en ekki verið sannað mér vitanlega. Teitur mun ekki hafa viljað semja um málið og verður væntanlega stefnt fyrir dóm í haust. Frægð mun hann eflaust hljóta í bloggheimum fyrir vikið en hugsanlega verða að gjalda hana dýru verði. Ég man ekki eftir að hafa lesið bloggfærslu Teits um þetta mál, en oft hef ég lesið það sem hann skrifar, því hann skrifar skemmtilega og er ekkert að skafa utanaf hlutunum.

IMG 5723Tilvonandi jólatré?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband