1305 - Að fara í hundana

Gísli Ásgeirsson skrifar á sitt málbein um stórmál vikunnar. Það er hvorki meira né minna en að séra Pálmi Matthíasson hafi sparkað í rassgatið á einhverjum á sparkæfingu og viðkomandi hafi ekki þótt það sérstaklega fyndið. Ég verð að viðurkenna að þetta hefur alveg farið framhjá mér. Ég hef verið upptekinn við að fylgjast með einhverjum smámálum í Japan og Lýbíu og veit ekki einu sinni í hvern var sparkað. Hugsanlega skiptir það máli. Gísli fer að dæmi góðra blaðamanna og gætir þess að segja ekki alla fréttina.

Hugleiðingar mínar um heimsmálin er ekkert að marka. Þær eru alltaf vitlausar. Nú var ég búinn að spá því að ekki kæmi til styrjaldar í Lýbíu. Ég ætla ekkert að spá neinu um Japan. Sennilega verður það öllum til góðs. Sérstaklega mér. Ég hef þá ekki rangt fyrir mér. Það er lítið að marka svona annað hvort eða spádóma sem betur fer. Annaðhvort ferst heimurinn eða ekki. Mér er eiginlega slétt sama.

Ég er að hasast dálítið upp á þessu bloggstandi og vona að lesendur mínir fyrirgefi mér það. Ég ætti ekkert að vera að þessu. Það væri miklu nær fyrir mig að reyna að prjóna eitthvað. Einu sinni kunni ég garðaprjón en kannski er ég búinn að gleyma því. Ég saumaði líka út einu sinni. Aðallega var það krosssaumur enda er hann fljótlærður og ekki mikil hætta á að gera vitleysur.

Nú gengur hundur undir hundsfót til að bjarga rottveilertík frá tortímingu. Mér finnst að útrýma ætti þeim hundum sem bíta fólk. Alltof margir eru skíthræddir við hunda. Kjafturinn er þeirra aðalvopn og ekki leyfist hverjum sem er að ganga um með vopn. Svo hefur mér skilist að í rauninni sé allt hundahald bannað og þeir sem hunda hafa í þéttbýli séu bara á undanþágu.

Fræg er kenningin um að svo mikið geti ljós orðið að það verði að myrkri. Sú kenning er 50 ára um þessar mundir. Ég hef nú ákveðið að endurbæta hana og nú hljóðar hún þannig að allt geti breyst í andstæðu sína ef magnið er nógu mikið. Þetta er eiginlega bara nánari útfærsla á kenningunni um ljóshraðann og efnið. Það er alveg leyfilegt að láta sér detta í hug hvað sem er.

Athyglisvert í Silfrinu í dag að meira að segja Vilhjálmur Þorsteinsson trúir því ekki að já-ið sigri. Efasemdir hans stafa líklega af ótta um að já-menn nenni ekki á kjörstað. Lítil er trú hans.

IMG 4970Gróðurinn gægist uppúr fönninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vekur upp spúkíness þegar prestur sparkar oftar en einu sinni í bakhluta annarrar manneskju... tala nú ekki um ef presturinn veit upp á millimetra hvar spörkin lentu. :Þ)

doctore 21.3.2011 kl. 13:16

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vá. Þetta prestaspark er líklega eitthvert voðalegt mál. Ég held bara áfram að missa af þessu. Nú voru það Atli og Lilja sem stálu fréttaplássinu.

Sæmundur Bjarnason, 21.3.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband