1227 - Icesave

Hræddur er ég um að Icesave sé það eina sem rætt er um þessa dagana ef talað er um pólitísk mál. Fjárlögin og WikiLeaks falla alveg í skuggann. Líkur eru til að stjórnarandstaðan hafi gefið eftir í málinu og framgangur þess á Alþingi sé tryggður. 

Þeir sem fyrir hvern mun vilja reyna að koma í veg fyrir að Ísland gangi í ESB reyna þó enn sumir að halda því fram að ekkert megi samþykkja. Þeim sem þannig hugsa fer hinsvegar fækkandi. Spurning er þó um afstöðu forsetans og hugsast getur að þetta mál fari enn einu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tölur og útreikningar skipta litlu máli hvort sem rætt er um Icesave eða annað. Þær eru bara notaðar til að rugla fólk og áætlanir eru lítils virði. Grundvallaratriðin ein skipta máli. Traust og trú á fólki skiptir mestu. Ef nýjasta samninganefndin nýtur meira trausts Ólafs Ragnars Grímssonar en þær sem á undan hafa verið og Alþingi samþykkir nýja samninginn með miklum meirihluta er líklegt að þessu máli sé lokið.

Vissulega skiptir möguleg aðild Íslands að ESB máli hér. Hún hlýtur að grundvallast líka að mestu á trú. Trú á framtíðina og trausti á aðrar þjóðir og þá einkum nágrannaþjóðir okkar.

Engin örsaga í dag. Það er lítill vandi að spinna upp einhverja vitleysu. Spurningin er hvort það sé einhver „yfirhugsun" í sögunni. Hún finnst jafnvel ekki fyrr en eftirá. Svo fær lesandinn náttúrulega ekkert að vita um þessa  „yfirhugsun" eða hvort hún sé einhver. Það er það flotta í þessu.

Hvort er leiðinlegra fésbókin eða bloggið? Það er milljón dollara spurningin sem enginn getur svarað. Er hægt að verða fullnuma í fésbókarfræðum? Eflaust hafa margir fésbókina opna í sérglugga á tölvunni og líta þangað öðru hvoru. Mér finnst það bara trufla mig. Vil heldur gera eitthvað annað. Vil reyndar yfirleitt helst alltaf gera eitthvað annað.

IMG 3884Jarðýta. Kannski ekki alveg af nýjustu gerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bloggið er leiðinlegra því það eru svo margir leiðinlegir bloggara á ferðinni :).. þú ert samt ekki í þeirra hóp Sæmi :)

Ég verð að viðurkenna að eftir því sem tíminn líður frá búsetu minni á íslandi þá er mér meira og meira sama um icesafe , spillingu og allt þetta bull sem viðgengst á íslandi.. mér finnst eins og ég sé kominn í höfn hér í noreg þótt margt fari nú í taugarnar á manni hér sem annarstaðar :)

Óskar Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 07:02

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sennilega er það rétt hjá þér. Þú mátt eiga milljón dollarana. Fésbókin er samt ferlega illskiljanleg. Bloggið aftur á móti ekki.

Hugsaðu þér hvað það væri erfitt að vera í Noregi ef ekki væri fyrir netið. Síminn var svo rándýr í denn að maður notaði hann helst ekki.

Sæmundur Bjarnason, 11.12.2010 kl. 09:12

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála Óskari,

Pælingar um spillingu og ranglæti frá Íslandi fjarlægjast með hverjum deginum sem líður þar sem að hið norska samfélag er frekar heilbrigt miðað við það ferlíki sem Íslendingar hafa skapað á eyjunni fögru.

Hrannar Baldursson, 11.12.2010 kl. 14:07

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil það vel að þið séuð á móti ýmsu á Íslandi. Sambandið þangað er þó betra en var.

Sæmundur Bjarnason, 11.12.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband