1166 - Stjórnlagaþingið enn og aftur

Já, stjórnlagaþingið. Nú fer að styttast í það. Auðvitað vita flestir allt um það. Framboðsfrestur rennur út 18. október (semsagt eftir rúma viku) Þetta er allt hið forvitnilegasta mál og á eftir að vekja mikla og verðskuldaða athygli. Gæti vel trúað að þarna næðist sæmileg samstaða og þá getur Alþingi ekki staðið á móti því sem frá þinginu kemur. Varast þarf þó að kjósa fólk til setu á stjórnlagaþinginu sem reikna má með að sé á vegum stjórnmálaflokkanna eða hagsmunasamtaka.

Kjörið sjálft verður svo 27. nóvember og þingið mun koma saman í febrúar næstkomandi og starfa í nokkra mánuði. Hlakka mikið til að sjá hverjir bjóða sig fram og skoða kynningar á þeim.

Er dálítið hissa á því hve fáir blogga um þetta. Enginn vafi er samt á að kosningabaráttan mun einkum fara fram á Netinu. Hefðbundnum fjölmiðlum verður að mestu gefið frí og þeir eiga það skilið. Fésbókin verður þarna í stóru hlutverki en ekki má gleyma því að allmargir forðast hana. Þeir sem hafa horn í síðu bloggsins munu líka forðast það og leita til vina og kunningja. Það sem slíkir aðilar skrafa sín á milli er það sem úrslitum ræður.

Hverjir bjóða sig fram? Það er spurningin. Í blaði einu sem nefnt er „Fréttatíminn" og dreift er ókeypis á Reykjavíkursvæðinu eru nokkur líkleg nöfn nefnd. Ekki þekki ég marga þar en nokkra þó. Þar á meðal má telja: Jón Ólafsson (veit ekki hvaða - kannast við eina þrjá) Jónas Kristjánsson, Ómar Ragnarsson, Láru Hönnu Einarsdóttur og marga fleiri. Fleiri en þar eru nefndir hafa gefið kost á sér og svo held ég að þetta sé bara ágiskun. Kannski gefa ekki allir þeir sem þar eru nefndir kost á sér. Þar er Vigdís Finnbogadóttir t.d. nefnd. Ætli hún nenni að standa í svonalöguðu?

Í „Fréttatímanum" er talsvert fjallað um stjórnlagaþingið og veitir ekki af. Ótrúlega margir sýna þessu lítinn áhuga. Eitthvað hefur samt verið minnst á þetta í Kastljósi Sjónvarpsins og nefnd sú sem sér um framkvæmd þingsins er undir forystu Guðrúnar Pétursdóttur. Meðal annarra nefndarmanna má nefna Björgu Thorarensen og Njörð P. Njarðvík (sem ég hefði nú gjarnan viljað sjá bæði á þinginu).

Tvo menn gæti ég nefnt sem ég hefði einnig gjarnan viljað hafa haft á þessu stjórnlagaþingi. Báðir eru því miður dánir en voru á margan hátt ótrúlega líkir. Bæði í útliti og í raun. Þetta eru þeir Sigurbjörn Einarsson og Sigurður Greipsson. Fjölyrði ekki meira um það. Margt ágætisfólk býður sig væntanlega fram til setu á þinginu. Áreiðanlega mun fleiri en þar geta verið. Kostar ekki nema þrjátíu meðmælendur. Meðmælendalistar fara eflaust fljótlega á kreik. Hef þó engan séð ennþá.

IMG 3385Hér er stundað strandblak. Íslendingar eru víst ekkert sérlega góðir í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil Sæma á stjórnlagaþing

Óskar Þorkelsson, 11.10.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekki ég.

Sæmundur Bjarnason, 11.10.2010 kl. 14:47

3 identicon

Ég ætti kannski að bjóða mig fram? Bý til bestu pönnukökurnar hérna megin við miðbaug. Minni á að góðar pönnukökur hafa oft gert gæfumuninn við samningaborðin.

Hólímólí 11.10.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband