1022 - Nútíminn er trunta

Í grein um forfeður sína á Vestfjörðum, sem margir og þar á meðal ég hef hrósað mjög, segir Lára Hanna Einarsdóttir meðal annars:

Vegir voru engir þegar amma mín ólst þarna upp, og fólk þurfti annaðhvort að fara leiðar sinnar með bátum þess tíma eða ganga yfir fjöll og firnindi. Annað en nú til dags þegar fólk þeysir á sínum fínu bílum um malbikaða vegi þvers og kruss um landið og heldur að þetta hafi alltaf verið svona.

Þarna finnst mér Lára Hanna fara svolítið framúr sjálfri sér. Það er eflaust rétt að vegir hafi engir verið á þessum tíma. Hestar þekktust þó á Vestfjörðum en voru sjaldgæfari þar en annars staðar. Að fólk sem þeysir um á malbikuðum vegum í sínum fínu bílum haldi að þessir vegir hafi alltaf verið til er fjarstæða og eingöngu fullyrt útaf mögulegum áhrifum.

Vissulega er þetta skelfilegur sparðatíningur og ég fer ekki ofan af því að í heild er greinin verulega góð.

Ekki er annað að sjá en blogg Hildar Helgu sé enn lokað. Sé ekki betur en það sé verk þeirra Morgunblaðsmanna. Endurtek að þetta skil ég ekki. Hildur Helga er einn af bestu bloggurum Moggabloggsins og þó hún eigi til að fullyrða um hluti sem hún veit ef til vill ekki um með vissu þá er sjónarsviptir að því að missa hana héðan.

Á kaffistofu Pressunnar er óskapast út af því að Mogga-ritstjórar hafi í Reykjavíkurbréfi hallmælt óritskoðuðum og nafnlausum athugasemdum við fréttir Eyjunnar. Þarna eru þeir Moggamenn á hálum ís. Stór hluti Moggabloggsins er nefnilega ekkert annað en athugasemdir við fréttir á mbl.is. Oftast nær ekki nafnlausar að vísu, en það er í augum margra aðalatriði málsins. Svo er ekki. Nafnleysi getur hæglega átt sér ástæður. Ef sá nafnlausi er málefnalegur og svarar því sem til hans er beint finnst mér nafnleysið oftast í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Sæmundur. Nú verð ég að mótmæla meistara mínum. Mér finnst það vera lágmarks kurteisi að blogga og skrifa athugasemdir undir nafni. Það er ekki verjandi að menn ausi óhróðri um allt og alla í skjóli nafnleyndar. Þá undanskil ég ekki staksteina og önnur ritstjórnarblogg Moggans eða fuglahvíslið á AMX svo dæmi séu nefnd. Málfrelsið er svo dýrmætt að það má bara ekki misnota það

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.5.2010 kl. 02:17

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sæmundur var ekki að tala um  nanfleysingja sem ausi óhróðri heldur einmitt um nafnleysingja sem eru málefnalegir og þá lausir við óhróður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2010 kl. 07:23

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, það er ábyrgðin á því sem sagt er sem skiptir sköpum. Ekki það hvort skrifað er undir einhverju tilbúnu nafni eða ekki. Með því að banna með öllu dulnefni eru menn að reyna að stjórna umræðunni. Það er einfaldara fyrir þá sem miklu ráða að geta beitt sér gegn ákveðinni persónu en því sem sagt er. Hvorttveggja er misnotað nafnleyndin og baráttan gegn henni. Þörfin fyrir nafnleynd getur oft verið fyrir hendi. Einkum vegna þess að viðkomandi óttast hefnd. Með réttu eða röngu. Ef ábyrgðin á því sem sagt er flyst frá þeim sem aðganginn að Netinu veitir á einhverja ákeðna kennitölu er hlutur þeirra sem stjórna vilja umræðunni einfaldaður til muna.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2010 kl. 07:31

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er svo sjaldan á blogginu núorðið að ég heyrði bara af þessari lokun HH á facebook. slæmt. líklega hefur Staksteinar Oddsson eða annar bleyuðuskrifari lokað á hana. Veit þó ekki hvað hún hefur sagt svo rangt. Ætla að gera tilrauun. Sorrí að ég noti þitt blogg til þess:

sjálfstæðisflokkurinn, grill, glóði, spilling, gin & tónik, bankabrall, Kjartan Gunnarsson, Hannes Hommsteinn, píka, typpi, rassgat, bláberjasulta

Brjánn Guðjónsson, 16.5.2010 kl. 10:05

5 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sammála Laxdalnum um þá moggaverja. Ættu að byrja á sjálfum sér blessaðir kútarnir.

Valmundur Valmundsson, 16.5.2010 kl. 15:10

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sæll, Sæmi minn.

Takk fyrir falleg orð um pistilinn minn. En ég verð að skýra meiningu mína í þessum tveimur atriðum sem þú nefnir.

Víst voru hestar á Vestfjörðum. Ekki margir, því undirlendið er sáralítið. Amma mín átti meira að segja hest í æsku sem henni þótti mjög vænt um. En þeir voru notaðir til vinnu, það var ekki farið á þeim milli fjarða. Fjöllin of illfær og þverhnípt. Ég hef lesið óhemjumikið um lífið á Vestfjörðum forðum og hef hvergi nokkurs staðar séð minnst á að fólk hafi riðið á milli fjarða. Í Vestfirskum slysadögum, sem ég nefni í pistlinum, eru t.d. nokkuð margar sögur af fólki sem varð úti á göngu yfir fjöllin.  

Fólkið sem þeysir um malbikaða vegi var ekki sagt fyrir möguleg áhrif. Ég hef sjálf kynnst því að t.d. fjöldinn allur af ungu fólki veit ekkert um fortíðina. Það veit ekki hvaðan foreldrar þeirra eru, hvað þá lengra aftur í tímann. Það hefur ekki hugmynd um að einu sinni voru engir vegir hér og hvar um landið þar sem nú þykir sjálfsagt að þeysa um á malbiki. Kannski legg ég því eitthvað til með því að segja "að það haldi..." því vera má að það haldi bara nákvæmlega ekki neitt. Hugsi ekkert um hvort hér eða þar hafi ekki verið vegir forðum - og sé bara alveg nákvæmlega sama.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2010 kl. 00:43

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ætli hugsunin með malbikið eigi ekki aðallega við ungt fólk af sv-horninu.  Enn í dag eru þrír eða fjórir malarkaflar á hringveginum, þótt stuttir séu.  Ég man eftir því sem krakki þegar ég ferðaðist með bíl frá Reykjavík austur á firði hve mikið af leiðinni var möl.  Malbikið var reyndar orðið samfellt eða nánast á milli Reykjavíkur og Akureyrar á þeim tíma.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.5.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband