1011 - Vel er puntað vinur hlið

Vil helst ekki versla við þá sem bjóða mikla afslætti. Tala nú ekki um ef afslættirnir koma bæði frá vinstri og hægri!! Verður alltaf hugsað til þeirra sem enga afslætti fá og hvort einhverjir fái ekki ennþá meiri afslætti hjá þessu afsláttarfyrirtæki.

Þrír voru þeir kostir við Bónus sem fengu mig upphaflega til að versla fremur við þá en aðra. Þeir tóku ekki greiðslukort, seldu ekki sígarettur og svo var flest fremur ódýrt þar. Allt annað við verslunina var neikvætt. Nú hefur áróðurinn gegn Jóni Ásgeiri haft þau áhrif að ég versla frekar í Krónunni en í Bónus. En eru þeir sem þar ráða ríkjum örugglega betri? Veit það ekki.

Gulli og hinir útrásarvíkingarnir þrástagast á því að þeir hafi ekki gert neitt ólöglegt. Hefur ekki hvarflað að þessum vesalingum að eitthvað sé til sem heitir siðferði. Steinunn Valdís ber meiri virðingu fyrir flokknum en sjálfri sér og kjósendum. Sorglegt.

Vinsæll er brandarinn um konuna sem var að verða of sein í viðtal hjá kvensjúkdómalækninum. Ákvað samt að þrífa sig aðeins að neðanverðu fyrir heimsóknina og sprayaði í lokin á hárin þar með því sem hún hélt vera lyktarspray. Fannst læknirinn taka undarlega til orða meðan á skoðun stóð en skildi ekki hversvegna fyrr en um kvöldið þegar dóttir hennar spurði hvar hárglimmerið sitt væri.

Þessi brandari er auðvitað til í mörgum útgáfum. Konur láta hann gjarnan fjalla um sig sjálfar. Mér dettur hinsvegar jafnan í hug gömul vísa sem ég lærði endur fyrir löngu þegar ég heyri hann:

Vel er puntað vinur hlið
varla unnt að bíða.
Burt er svuntan, blasir við
blessuð kuntan fríða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2010 kl. 12:06

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Góður

Valmundur Valmundsson, 5.5.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heyrði þessa vísu ungur og hef alltaf heyrt fyrstu hendinguna svona:

Vel er puntað Venushlið........

Árni Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband