2377 - Allir fái kúlulán

Nú ćtla ég ađ flýta mér og biđja bankastjórann minn (ţennan í vasanum) ađ útvega mér kúlulán til ađ virđast vera fínni en Siggi međ sixpensarann. Kúlulán eru ţađ eina sem blívur. Sumir halda ađ ţađ merki ađ hruniđ nálgist, en ţađ er bara vitleysa. Ţegar engar árshátíđir verđa lengur haldnar á Íslandi og gengisfellingin afstađin, ţá er líklegt ađ hruniđ sé ađ nálgast. Fyrr kemur ţađ ekki.

Ţegar ég skrifa ekkert eru heimsóknir ađ sjálfsögđu í lágmarki á bloggsíđunni minni. Oftast svona 15 til 17, en ţegar ég skrifa, hve ómerkilegt sem ţađ kann ađ vera, fjölgar heimsóknunum mikiđ og geta sem hćgast orđiđ svona tvö til ţrjú hundruđ á dag. Ekki veit ég af hverju ţetta er. Sjálfum finnst mér ţađ auđvitađ afar merkilegt sem ég skrifa og skil ekkert í ţví ađ heimsóknirnar skuli ekki skipta ţúsundum. Mér finnst ţćr gera ţađ viđ ómerkilegri skrifum. Vitanlega er mađur samt lélegur dómari í eigin sök. Ţađ vita allir. Hvort ţeir haga sér svo í samrćmi viđ ţađ er önnur saga.

Einu sinni átti ég ţađ til ađ hneykslast á Guđbergi Bergssyni, en ekki lengur. Hann gerir í ţví ađ reyna ađ ganga framaf fólki í blađagreinum sem eru alveg ţađ sama og blogg. Veit lítiđ um sögurnar hans og er löngu hćttur ađ lesa ţćr. Las í fyrndinni bókina „Tómas Jónsson, metsölubók“ og fannst hún fjandi lipurlega skrifuđ. Einu bćkurnar sem ég man eftir ađ hafa klárađ eftir Hallgrím Helgason eru „Hella“ sem ég held endilega ađ sé hans fyrsta bók. Sú bók var lágstemmd og góđ. Svo las ég um menntaskólakennara í Skagafirđi sem fór ríđandi til Reykjavíkur og einhverja Guđspeki og geimferđavitleysu eftir hann minnir mig ađ ég hafi líka lesiđ. Tek á mig stóran krók ef ég hef á tilfinningunni ađ „Höfundur Íslands“ sé í nágrenninu.

Ţađ er erfitt ađ vera alltaf á tánum til ađ forđast nćsta hrun, en svona er ţetta. Ekki held ég ađ ţađ séu margir sem skilja rugliđ í Bjarna og Sigmundi um snjóhengjuna og heimsmetiđ. Best gćti ég trúađ ađ öll ţessi vitleysa springi í andlitiđ á ţeim og Má seđlabankastjóra, sem ţeir eru víst hćtti viđ ađ reka. Ekki skil ég allan ţennan milljarđasöng hjá ţeim og gott ef hann er ekki til ţess ćtlađur ađ slá ryki í augun á sem flestum. A.m.k. eru fjölmiđlamenn flestir farnir ađ trúa ţeim.

Međ ómstríđri ţögn hann alla ćrir. Sennilega gćti ég sem hćgast sett saman eitthvađ sem flestir gćtu haldiđ ađ vćru nútímaleg ljóđ, en ţađ ćtla ég ekki ađ gera. Ţegar ég var tvítugur setti ég saman allskyns vitleysu og kallađi ljóđ. Sem betur fer sáu ţetta engir ađrir. Einhverjir hefđu getađ haldiđ ađ ég vćri skáld. Nóg var skeggiđ. Svo fór ađ skákin heillađi meira en bođnarmjöđurinn og ekki sé ég eftir ţví. Ađ gera sér grein fyrir hve fallegar fléttur í skákinni geta veriđ er miklu meira virđi en lágkúrulegt ljóđahrafl. Verst ađ ég get ekkert lengur í skákinni. Samt puđrast ég viđ ađ tefla bréfskákir eins og hverjar ađrar hrađskákir. Nú um stundir ţykir mér 15 mínútna skákir vera hrađskáir. Áđur fyrr voru 5 mínútur algengastar.

IMG 1729Fornminjar. Kannski klósett.


Bloggfćrslur 29. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband