1040 - Nokkur spakmæli

Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur alveg eins gert hinndaginn.

Ekkert er svo einfalt að ekki sé hægt að klúðra því.

A feature is a bug with seniority.

Þegar þú ert byrjaður að skilja hvernig tölvan þín vinnur þá er hún orðin úrelt.

Sælir eru unglingarnir því þeir munu skuldirnar erfa.

Sá sem brosir í erfiðleikum er búinn að finna einhvern til að kenna um.

Láttu mig vita ef þú hefur ekki fengið þetta bréf.

Númerið sem þú hringir úr hefur verið aftengt.

Framtíðin er eins og nútíðin nema lengri.

Nú þegar ég hef gefið upp alla von líður mér miklu betur.

Enginn sleppur lifandi frá lífinu.

Það er lífshættulegt að verða gamall.

Hreint skrifborð er merki um troðfullar skrifborðsskúffur.

A clean desk is sign of a sick mind.

Bannið ruslpóst og bjargið trjánum.

Sannleikurinn er bara enn einn misskilningurinn.

Mánudagar eru rót alls ills.

Stöðugar breytingar eru komnar til að vera.

Skerðu pizzuna i 6 sneiðar ég get ekki borðað 8.

Ég er ekkert búinn að tapa vitinu. Það er backup hérna einhvers staðar.

Ef verkið heppnast ekki í fyrstu tilraun skaltu eyða öllum ummerkjum um að þú hafir reynt.

Ef þér mistekst allt í fyrstu tilraun er fallhlíffarstökk ekki fyrir þig.

Ef ég bjarga hvölunum, hvar á ég þá að láta þá?

Farðu að mínum ráðum. Ég þarf ekki á þeim að halda.

Munnlegur samningur er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á.


Bloggfærslur 5. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband