1037 - Árásin á skipalestina

Árás Ísraelsmanna á skipalestina mun verða mál málanna næstu daga og auka veg Palestínumanna í deilunum við Ísraelsmenn. Ástandið í Miðausturlöndum er samt ekki fyrir venjulegt fólk að skilja almennilega. Það er samt Bandaríska ríkisstjórnin sem ræður mestu þarna. Ef Obama getur ekki gert eitthvað í þessu máli og ráðið við olíulekann á heimaslóðum verður hann máttlaus forseti og ekki minnisstæður.

Það getur vel verið að færri drepist úr sulti í fangabúðunum á Gaza en venjulega í stríðsfangabúðum eða gettóum. Margt er samt líkt með þeim. Íbúarnir á Gaza telja sig örugglega aðeins geta valið á milli Hamas og Ísraelsstjórnar þó alþjóðasamfélagið svonefnda undir forystu Bandaríkjanna vilji helst fara einhverja millileið.

Aðgerð Ísraelsmanna var það sem oft er kallað „Commando raid". Árásin á Entebbe tókst vel á sínum tíma og stundum hafa aðgerðir Ísraelsmanna tekist vel frá þeirra sjónarmiði að minnsta kosti. Aðgerð þeirra að þessu sinni mistókst hins vegar herfilega og getur orðið Ísraelsmönnum dýr.

Áreiðanlega mun Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Moggabloggari í Kóngsins Köbenhavn rísa upp á afturlappirnar útaf þessari misheppnuðu árás enda lítur hann á sig sem sérlegan málsvara Ísraelsku ríkisstjórnarinnar. (Og les stundum bloggið mitt). Hann er þegar risinn sýnist mér og kennir Tyrkjum um þetta allt saman.


Bloggfærslur 2. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband