751- Ekki má nú mikið

Búið er að loka bloggi Arnars Guðmundssonar hér á Moggablogginu. Hann var nokkrum sinnum búinn að kommenta hjá mér og ég skildi ekki kommentin hans almennilega. Þau voru samt stutt og trufluðu mig ekki mikið. Sá samskonar komment frá honum annarsstaðar líka og líklega hefur verið kvartað undan honum. 

ESB-umsóknin er sannkallað jarðsprengjusvæði. Hér er partur úr kommenti sem kom í kommentakerfið mitt:

Og það er vegna þess að það er sótt um ESB aðild án þess að spyrja þjóðina og sennilega líka í trássi við meirihluta þjóðarinnar, sem alls ekki vill ESB aðild. 

Fyrir stóran hluta okkar andstæðinga ESB aðildar snýst þetta ekki bara um hagsmuni heldur einnig tilfinningar.

Þess vegna er búið að setja eitraðan flein í hold þjóðarinnar og skipta henni uppí andstæðar fylkingar sem munu takast á.

Einmitt nú þegar helst hefði þurft að sameina þjóðina meðan við í sameiningu ynnum okkur útúr erfiðleikunum.

Ábyrgð þeirra 33ja íslendinga sem tóku þá ákvörðun að reka þennan eitraða ESB flein í hold þjóðarinnar er því mikil og enn meiri vegna þess að þeir höfnuðu því að þjóðin yrði fyrst spurð álits. 

Þetta er dæmi um það sem mér finnst vera óþarflega stóryrtar yfirlýsingar í þessu máli og fullyrðingar út í bláinn. Axel Þór Kolbeinsson segir að þetta eigi eflaust eftir að versna. Það er líklegt. Sjálfur hef ég ekki gætt mín nógu vel í þessu efni og egnt menn að óþörfu. Ég hef þó áður sagt að eins og ESB-málið blasir við mér núna er ég fremur hlynntur aðild. Það er þó engan vegin víst að svo verði eftir að samningur er kynntur.

Icesave er svo annað mál. Þar eru hlutir að verða svo heitir að best er að segja sem allra minnst.

Og nokkrar myndir.

IMG 3717Skófir á steini.

IMG 3739Leiðin niður í Arnarker.

IMG 3746Nei, þetta er of hættulegt.

IMG 3753Hér stöndum við og getum ekki annað. Náttúran er ekki hliðholl fíflum og kannski er fíflalegt að vera að flækjast hér.


Bloggfærslur 23. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband