749- Rökræður vs. kappræður

Fyrir atkvæðagreiðsluna um aðildarumsóknina að ESB fylgdist ég nokkuð með umræðum á Alþingi. Enginn vafi er að kappræðuhefðin er ríkjandi meðal okkar Íslendinga. Alið er á henni í skólum og kennt að líta á sigur á andstæðingnum sem mikilvægari en eðli málsins. Þetta var áberandi í umræðunum. Framkoma sumra þingmanna var beinlínis stráksleg. Þeir virtust halda að því hærra sem talað væri og meiri gífuryrði notuð því betra. 

Áríðandi er að ná góðri samstöðu um mikilvæg mál. Rökrétt niðurstaða eða sigur á andstæðingnum er miklu minna virði. Þannig náðist mjög góð samstaða um lýðveldisstofnunina á sínum tíma þó menn greindi í upphafi á um leiðir. Sama verður vonandi uppá teningnum þegar kemur að aðild Íslands að ESB. Andstæðingar aðildar fara þó mikinn og notast mjög við kappræðuhefðina.

Á blogginu blandast kappræðuhefðin oft fúkyrðaflaumi svo miklum að flestum ofbýður. Það slæma orð sem bloggið hefur á sér er einkum þeim að kenna sem stunda fúkyrðaflauminn sem ákafast. Vel er hægt að ræða viðkvæm mál án þess að temja sér þann æsing og persónulega skítkast sem oft ríkir í bloggheimum.

Aðalgallinn við Icesave-samninginn er að það er hvorki hægt að samþykkja hann eða fella. Alþingismenn eru í verulegum vanda í þessu máli. Eitthvað er hægt að styðjast við forystumennina en samt er það takmarkað. Langflestir Alþingismenn vilja greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína. En hvernig á að komast að niðurstöðu um Icesave. Moldviðrið sem þyrlað er upp varðandi þetta mál er með ólíkindum. Málið er líka svo afdrifaríkt og flókið að lengra verður varla komist.

Davíð var sjósettur um daginn með pompi og pragt. Ekki hef ég lesið það sem efir honum var haft. Ingibjörg Sólrún var svo til jafnvægis dregin fram af Samfylkingunni. Gallinn er sá að hvorugt þeirra skiptir máli lengur. Þau eru bæði fulltrúar gærdagsins og úr sér genginnar hugmyndafræði. Ekki þar fyrir að ágætt væri að geta aftur horfið til þeirra áhyggjulausu daga þegar Geir og Solla litla komu út úr Þingvallabænum og hann kyssti hana á kinnina og hún setti töskuna á bakið og valhoppaði í burtu.

Og fjórar myndir:

IMG 3564Take me to your leader.

IMG 3566Þetta er geimfarið mitt - eða ekki.

IMG 3617Frá Borgarnesi.

IMG 3644Drullupyttur.


Bloggfærslur 21. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband