747 - Reiðin

Margir merkir biskupar hafa setið í Skálholti. Meðal þeirra er Jón Þorkelsson Vídalín (1666 -1720). Hann er frægastur fyrir postillu sína eða húslestrarbók sem út kom að honum látnum. Hann varð biskup árið 1697. 

Vídalínspostilla er með merkustu ritum sem skrifuð hafa verið á íslensku. Hún var mikið lesin í næstum tvær aldir og endurprentuð hvað eftir annað. Áhrif hennar á íslenska menningu eru mikil.

Einn frægasti lesturinn í Vídalínspostillu er reiðilesturinn. Hann skal lesa á sunnudegi þeim sem lendir á milli Nýjársdags og Þrettándans.

Ég hef heyrt þennan lestur og hann er óhemjukröftugur. Þar líkir Jón reiðinni við spilverk djöfulsins. Hún gerir menn sturlaða. Reiður maður er vitlaus. Án alls vits. Hún nagar menn innan og eyðileggur þá. Gerir þá hamstola og vitfirrta.

Því minnist ég á þetta að reiði og sárindi sitja svo í mönnum eftir bankahrunið hér á landi á síðasta ári að sálarlífi þeirra er hætta búin. Ekki er þó auðvelt að fyrirgefa þeim sem hruninu ollu en nauðsynlegt samt.

Á margan hátt getum við sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Afar fáir leituðu gegn straumnum. Ríkisvaldið sjálft brást þó það ætti að vera okkar öruggasta haldreipi. Einstaklingsfrelsið, gróðinn  og skemmtunin voru allsráðandi. Samhyggja, meðlíðan og hugsjónir voru hlægilega gamaldags.

Hið nýja Ísland verður því aðeins skapað að allt verði hugsað uppá nýtt og áhersla lögð á það sem sameinar en ekki það sem sundrar.  

 

Bloggfærslur 19. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband