741- Ţađ er svo margt ef ađ er gáđ

Fjöldi Moggabloggara sem skrifar um stjórnmálaástandiđ er svo mikill ađ mér er ofaukiđ. Held samt ađ hrađi viđ ESB-umsókn skipti litlu máli varđandi möguleika okkar á ţví ađ taka upp Evru. En sleppum ţví.

Í gćr hlustađi ég dálítiđ á útvarp. Međal annars á endursögn Jóns Björnssonar á hinni frćgu för Ása-Ţórs og Útgarđa-Loka til Geirröđarstađa. Margar eru ţćr frásagnirnar í fornum ritum sem vel mćtti endursegja međ nútímaorđalagi. Minnisstćđust af slíku er mér Ţrymskviđa og allt sem henni tengist. Óperur sem upp úr henni hafa veriđ samdar og margt annađ. Ţrymskviđa er einstök međal fornkvćđa ţví hún er eingöngu skemmti- og grínkvćđi. Eitt sinn kunni ég hana og upphafiđ kann ég ađ mestu ennţá:

Reiđr vas ţá Vingţórr
es hann vaknađi
og síns hamars
of saknađi.

Skegg nam at dýja
skör nam at hrista.
Réđ Jarđar burr
umb at ţreifask.

Einhvern vegin svona var ţetta. Međ réttum orđskýringum er ţetta kvćđi stórskemmtilegt og efni ţess bráđfyndiđ. Mikinn fjölda frásagna um Ása-Ţór og hina fornu guđi er ađ finna í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar. Einnig eru fornkvćđi og Íslendingasögur uppspretta margra góđra frásagna.

Jón ţessi Björnsson er merkilegur mađur. Hćtti sem félagsmálastjóri og fór ađ ferđast um allt á reiđhjóli og skrifa bćkur og gerđi međfram ţví stórgóđa útvarpsţćtti. Ţátturinn sem ég hlustađi á var endurflutningur.

Hef lesiđ ađ minnsta kosti eina bók eftir Jón ţar sem hann lýsir för sinni á reiđhjóli frá Póllandi og suđur allan Balkanskaga og til Tyrklands. Sú lýsing er međfram menningarsaga svćđisins sem hann ferđast um og stórfróđleg sem slík.

Hlustađi líka á upphaf erindis Lindu Vilhjálmsdóttur um sjómannalög og Sjöstjörnuna. Held ađ hún hafi líka rćtt um eigin skáldskap og ýmislegt fleira. Rétt er ţađ ađ Sjöstjarnan tengist mjög sjómönnum. Sjöstirniđ er ţetta fyrirbrigđi líka kallađ enda um hóp stjarna ađ rćđa sem sumir segja ađ séu sjö en ađrir fleiri.

Ţegar ég var ađ alast upp voru ţekktustu himintáknin (auk tungls og sólar) Sjöstirniđ og Fjósakonurnar ásamt Pólstjörnunni auđvitađ. Fjósakonurnar eru ţćr ţrjár stjörnur sem mynda belti Óríóns. Pólstjörnuna er alls ekki gott ađ finna nema međ ţví ađ ţekkja Karlsvagninn (öfug fimma) og vita ađ í rauninni snýst hann í kringum Pólstjörnuna. Seinna kynnti ég mér svo dálítiđ stjórnufrćđi og lćrđi ađ ţekkja allnokkur stjörnumerki og ýmislegt fleira.

Blogg eiga ađ vera stutt og ţví er best ađ hćtta núna.


Bloggfćrslur 12. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband