739 - Akkúrat of margir mílusteinar

Það er oft gaman að fylgjast með umræðum á Alþingi. Einkum þó byrjunina því þá eru óundirbúnar fyrspurnir til ráðherra. Verst hvað það eru oft fáir ráðherrar til andsvara. Athugasemdir við fundarstjórn forseta geta líka verið fróðlegar. 

Í dag (fimmtudag) var iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir spurð um eitthvað. Í svari hennar kom orðið „akkúrat" fulloft fyrir að mínum smekk. (Hið ofnotaða orð „nákvæmlega" hefði jafnvel verið betra) Auk þess talaði hún um mílusteina. Það finnst mér léleg þýðing.

Margir þingmenn eru farnir að misnota ræðustól Alþingis og reikna of mikið með því að verið sé að fylgjast með sjónvarpsútsendingum þaðan.

Alltof mikið er líka bloggað um stjórnmál líðandi stundar. Þetta eru þó athyglisverðir tímar sem við lifum á og sumarþing eru ekki algeng.

Annars er veðrið svo gott að það er ekki hægt að eyða miklum tíma í bloggskrif.

Íslenskur námsmaður sem bjó í Danmörku eitt sinn leigði herbergi þar með tveimur skápum. Þá kallaði hann „videnskab" og „lidenskab".


Bloggfærslur 10. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband