705- Bifrastardvöl fyrir næstum fimmtíu árum

Ellismellur sem oft kommentar hér setti athugasemd við nokkurra daga gamla bloggfærslu hjá mér. Sagan sem hann sagði í kommentinu er svo góð að ég hefði helst viljað kopiera hana hingað. Til þess hef ég þó ekki leyfi svo ég læt nægja að vísa á bloggið mitt þar sem myndin er af Logaritmatöflunum.

Úr því að minnst er á Hreðavatn og báta (í athugasemdinni) man ég líka eftir því að einhverju sinni voru nemendur af skólanum skildir eftir á hólma einum í vatninu og varð sá atburður frægur mjög.

Það var líka á Hreðavatni sem ég fór í fyrsta sinn á skauta. Einhver hópur nemenda fór þá í skautaferð þangað í hífandi roki. Ég hafði fengið léða skauta (Hokkískauta reyndar með engum rifflum fremst) og komst í þá með harmkvælum. Steðjaði síðan út á vatnið og komst strax á fleygiferð því rokið var svo mikið. Fór þó fljótlega að hugsa um hvernig best væri að fara til baka. Lét mig þá detta og skreið aftur til lands. Hef ekki á skauta komið síðan.

Við Hreðavatn var glæsilegur sumarbústaður sem aldrei var kallaður annað en Milljón. Haft var fyrir satt að svo mikið hefði bústaðurinn kostað í krónum talið (gömlum) og þótti óheyrilega mikið. Einu sinni gekk ég alla leið út að Milljón og til baka aftur.

Betra er að veifa röngu tré en öngu, segir formaður Framsóknarflokksins eða eitthvað í þá áttina. Ég get ekki að því gert að mér finnast tillögur Sigmundar og fleiri um 20 prósent afslátt af öllum lánum vera svolítið hókus-pókuslegar. Til að hlutirnir virki þurfa flestir að skilja hvað verið er að tala um. Ég viðurkenni að ég skil Sigmund Davíð oft frekar illa.

Annars mátti ég varla vera að því að gera nýja bloggfærslu núna því það var svo mikið fjör í athugasemdakerfinu hjá mér í gær. Það var Evrópusambandsaðild sem þar var til umræðu. Bifröst er ekki nærri eins spennandi.

 

Bloggfærslur 4. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband