685- Ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta rugl

Sé ekki betur en besta leiðin til skárri blogga sé að blogga sjaldnar. Hver er bættari með að blogga tíu sinnum á dag? Allir venjulegir menn eru þurrausnir á minna magni. Gerlegt er auðvitað að blogga hálfa setningu í hvert skipti en gallinn er sá að tíu blogg á dag þurfa að vera um hitt og þetta svo hálfar setningar duga ekki. 

Sigurður Þór reynir sífellt að æsa menn upp. Hefur gaman af þrasi. Reynir núna æsingar útaf hælisleitanda í hungurverkfalli. Ég reyni að hafa ekki skoðun á því máli. Það er samt erfitt. Blogga frekar um eitthvað annað. Helst ekki neitt.

Um að gera að æsa sig ekki eins og Pétur Gunnlaugsson. Betra að vera rólegur eins og Gunnar í Krossinum. Er hræddur um að ég æsist allur upp eins og Pétur ef minnst er á Evrópu. Best að gera það ekki. Nær að þegja.

Nú er Jón Valur Jensson að æsa sig útaf Evrópusambandinu í útvarpinu. (Já, á útvarpi Sögu) Meðan öfgamenn eins og hann hamast á móti Evrópubandalaginu fjölgar stuðningmönnum þess jafnt og þétt. Það er ég sannfærður um.

Sólin skín og nú er vorið áreiðanlega komið í alvöru. Myndabloggunum er að fjölga einhver ósköp hjá mér og er það vel.

Á morgun tryllast þeir Toyota menn fyrir utan gluggann hjá mér. Best væri náttúrlega að koma sér í burtu. En hvert?


Bloggfærslur 15. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband