Bloggfærslur mánaðarins, október 2023

3176 - Þetta var skrifað 12. október

Tinna á afmæli í dag. Hún er orðin 14 ára og ekkert meira um það að segja. Kólumbusardagurinn var einu sinni haldinn hátíðlegur í USA á þessum degi eða um þá helgi sem næst honum var. Held að svo sé ekki lengur.

Nú er ég dottinn í það að blogga daglega. Samt hef ég eiginlega ekkert að segja. Kannski er bara best að hafa ekkert að segja. Þá er engin hætta á að maður tali af sér.

Vil ekki skemmta skrattanum með því að fabúlera um mögulega ráðherralista eða hver verða framtíðaráhrif stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Sennilega eru sumir þeirra sem þetta hugsanlega lesa, búnir að fá að vita hvernig ráðherrvandamálin verða leyst þegar þeir lesa þetta. Þetta er nefnilega skrifað á fimmtudagskvöld. Ég mun svo vænanlega pósta þetta í fyrramálið og lesa það yfir.

Ekkert bendir til þess að neitt merkilegt gerist í íslenskum stjórnmálum á næstunni fram yfir það sem þegar hefur gerst. Stjónin mun lafa af því eifaldlega að enginn flokkur sem að henni stendur mun þora að sprengja stjórnina.

Þó sumir þingmenn tali digurbaklega núna munu þeir þingmenn sem hafa stutt stjórnina halda áfram að gera það.

 IMG 3709

Einhver mynd.


3175 - Dagskrárstjóri í nokkra daga

Sennilega er það hæsta sem ég hef á æfinni náð í þjóðfélagslegum metorðum að verða dagskrárstjóri á Stöð tvö í nokkra daga eða kannski í vikutíma eða svo.

Þannig var að bæði Goði Sveinsson og Lovísa Óladóttir fóru að mig minnir til Cannes og ég var dubbaður uppí að vera dagskárstjóri á meðan.

Man ekki hvenær þetta var en við vorum áreiðanlega að vinna á Krókhálsi 4 þegar þetta var. Auðvitað kom ekkert fyrir á meðan, sem reyndi á þessa forfrömun mína, en nú er ég orðinn svo gamall að ekki verður þetta met bætt úr þessu. Raupsaldurinn kalla sumir þetta.

Gott ef Goði skrifaði ekki bréf þar sem þetta var tilkynnt.

Ýmislegt gengur á um þessar mundir. Búast má við nýrri ríkisstjórn um helgina. Enda er sú gamla farin að verða dálítið slöpp. Ekki ætla ég að reyna að spá um ráðherrstóla en við ýmsu má búast.

Áslaug fór með Jóa í gær til læknis, en þá vildi ekki betur til en svo að hún þurfti að fara aftur í dag. Og það gerði hún. Veðrið er ágætt núna, en það var leiðinlegt í gær og verður það víst aftur á morgun.

Þetta er alveg sæmilegt orðið hjá mér hvað lengdina snertir, svo kannski ég hætti bara.

 IMG 3731

Einhver mynd


3174 - Tvær vísur

Ekki veit ég hvað ég ætti að skrifa um í dag. Jens Guð segist ekki vera með afkastamestu bloggurum hér á Moggablogginu. A.m.k. hefur hann skrifað manna lengst hér á bloggið og það er engin furða þó hann sé með vinsælusu bloggurum hér. Uppfinningasemi hans er mikil og hann hefur fastan aðdáendahóp eins og ég hafði eitt sinn Þorsteina tvo sem oftast skrifuðu athugasemdir hér á bloggið mitt.

Íhaldshrókur afleitur
innan sviga graður.
þrammar áfram þrefaldur
Þorsteinn kvæðamaður.

Þessa vísu kenndi Þór mágur minn mér eitt sinn fyrir löngu. Hún er allsekki um Briemarann eða Siglaugsson, en á hugsanlega vel við núna.

Eitt sinn sagði ég og hafði eftir eihverjum öðrum, að góð vísa væri sú sem flestir gætu lært með því að heyra hana aðeins einu sinni. Mér finnst þessi vísa vera því marki brennd.

Ég er nú einu sinni skákáhugamaður. Einhverntíma var það að Velvakandi Morgunblaðsins eða einhver annar tilfærði þessa vísu:

Sátu tvö að tafli þar
tafls óvön í sóknum.
Aftur á bak og áfram var
einum leikið hróknum.

Þessa vísu hef ég kunnað lengi og alltaf álitið að væri argasta klámvísa. Ekki fór samt á milli mála að sá sem tilfærði þessa vísu í Mogganum áleit hana fjalla um skák.

Þetta blogg er orðið nokkuð langt, svo best er að hætta.

IMG 3735 

Einhver mynd.


3173 - Þetta er mikill fréttadagur

Nú er ég kominn á stað með að blogga og ekki víst að ég hætti því í bráð.

Auðvitað er erfitt að skrifa án þess að minnast á Palestínu og Ísrael. Horfði á sjónvarpið ræða um þessi mál og einu er ég alveg sammála sem sagt var þar. Skilningur á þeim vandamálum sem þarna er um að ræða fæst meðal annars með því að kynna sér sögu þessara mála sem best. En hvar á að byrja?

Hvað mig snertir er eðlilegast að byrja nokkuð seint. Ekki held ég að skili miklu að byrja á biblíutímum. Hægt er að byrja þar sem Rabin og Arafat voru hálfpartinn neyddir til að skrifa undir friðarsamkomulag. Rabin var fljótæega myrtur og Arafat hugsanlega lika. Þar hefði raunverulegt friðarferli getað hafist.

Enginn græðir á þeim ósköpum sem nú eru hafin og fleiri þjóðir gætu hugsanlega blandast í málin á næstunni. Enginn veit hvernig mál þróast. En ískyggilegt er þetta vissulega.

Og svo er Bjarni hættur. Hugsanlega er rétt að þetta sé bara plott hjá Bjarna og Katrínu. Með þessu móti er samstarfinu hugsanlega borgið í bili. Bjarni fjarstýrir hugsanlega fjármálunum og hugsanlega var Svandís með í plottinu.

 

IMG 3736Einhver mynd.


3172 - Trump og Netanjahú

Ég þori ekki almennilega að skrifa það sem mér dettur í hug í sambandi við þetta nýjasta stríð í Ísrael.

Meðan Bandaríkjamenn segjast styðja Ukrainumenn í stríði sínu við Rússa ætla þeir að beita öllum sínum herstyrk til varnar Ísrael. Þvílík tvöfeldi. Þeir hugsa bara um eigin hag og hver veit nema þeir kjósi yfir sig glæpamanninn Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Ég skil ekkert í Demókrötum að tefla fram gamalmenninu Biden í komandi kosningum. Að vera nánast ósýnilegur í síðustu forsetakosningum er hans helsti styrkur.

Mig minnir að ég hafi skrifað mikið um Trump þegar hann var í framboði í forsetakosningunum árið 2016 og síðan alla hans forsetatíð og varla er hægt að telja mig stuðningsmann hans. Ef ég á svo eftir að skrifa um hann aftur. Ja, Guð hjálpi mér þá. Nei, ég meina ekki Jens Guð (sem mig grunar að sé Guðmundsson) Annars hlýtur hann að vera með allra afkastamestu bloggurum hér á Moggablogginu. (Altsvo Jens Guð, en ekki hinn Gúddinn) Nú er ég kominn út fyrir efnið í öllu fimbulfambinu. Nenni ekki að leita að þræðinum.

Ekki ætla ég mér þá dul að spá um hvort Kata hættir alveg í stjórnmálum fyrir næstu kosningar. Sú er samt spá sumra. Þó sjálfstæðismenn séu hundóánægðir með núverandi stjórn, þora þeir ekki að slíta samstarfinu. Slíki gæti haft slæmar afleiðingar. Líklega þyrfti þá að losa sig við Bjarna. Sé ekki að neinn sé líklegur til þess. Kannski Gulli hafi tímasett framboð sitt vitlaust. Bjarni er hugsanlega dálítið veikur fyrir núna.

IMG 3738 

Einhver mynd.


3171 - Það var eins og við manninn mælt

Ég hoppaði semsagt úr 101 í 46, í vinsældum við það eitt að blogga einu sinni. Já ég skoðaði vinsældalistann núna áðan til þess að komast að þessu.

Nú er bara að halda áfram. Ég hef frá mörgu að segja. Athugasemdirnar mættu samt vera fleiri.

Ekki var það mér að kenna að endurkomu mína á þessar bloggslóðir bar uppá sama tíma og nýjustu hernaðaðgerðir í Ísrael. Nú verð ég bara að passa að minnast varlega á alheimsstjórnmál hér á næstunni. Nóg er nú samt til að minnast á.

Sennilega er farsælla að hafa bloggin stutt en löng. Ég ætla a.m.k. að hafa þetta stutt. Hvers vegna ætti ég að hafa þetta langt þegar engin vissa er fyrir því að þetta verði lesið. Ef ég held áfram að hækka svona hratt á vinsældalistanum getur vel verið samt að ég lengi bloggin svolítið.

 Nóg er um að skrifa. Jafnvel þó ég forðist eins og heitan eldinn að minnast á stríðið í mið-austurlöndum. Ukrainustríðið fellur í skuggann næstu daga a.m.k. Blaðamannahópurinn verður að færa sig eitthvað annað. Man enn eftir því að einum blaðamanninum eða tökumnninum, réttara sagt,  datt það snjallræði í hug, í einu Balkanstríðinu, að snúa sér við og mynda blaðamannahópinn.

Annars eru stríð hræðileg eins og allir vita.

IMG 3741

Einhver mynd.

 


3170 - vonandi kemur kóvítið ekki aftur

Ef til stendur að breyta einhverju, er réttast að byrja á því að breyta sjálfum sér.

Ég hef ekkert skrifað ansi lengi. Sennilega er þetta ár alveg ónýtt blogglega séð. Svona er Kóvítið. Ég er að mestu leyti búinn að nota þetta ár til þess að læra að ganga aftur. Sumir eru meira en ár að því. Ásamt með gönguæfingum hefur þetta ár verið notað til ýmislegs. Bloggnáttúran hefur til dæmis komið að miklu leyti aftur. Sömuleiðis fingrasetningin. Þó er ég ekki nærri eins fljótur að skrifa og áður. Allt geri ég hægar. Er líka orðinn gamall mjög. Endurfæðingin kom tíunda febrúar. Þá losnaði ég af Sjúkrahúsinu.

Annars ætti ég ekki að festa mig í þessum upprifjunum. Þó get ég sagt að við hjónakornin dvöldum í fjórar vikur á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði. Las eða heyrði einmitt í gær eitthvað um Jónas Kristjánsson lækni og naut Grensáss ekki á nokkurn hátt. Samanber Sjónvarp allra landsmanna í gærkvöldi. Benni kom áðan og Helena verður líklega hjá okkur í nótt.

Eiginlega er þetta að verða nógu langt hjá mér að þessu sinni, svo það er kannski bara best að hætta.

IMG 3745

Einhver mynd.


3169 - Ég er að hugsa um að byrja aftur

3169 –  Ég er að hugsa um að byrja aftur.

Nei, ég er ekki dauður þó ég hafi lítið eða ekkert skrifað að undanförnu. Samt er ég allsekki búinn að jafna mig í löppunum. Fyrst þegar ég leit á þær eftir að ég fór að jafna mig dálítið hélt ég að þetta væru vitlausar lappir, sem hefðu verið settar á mig, en eru ekki allar lappir óttalega vitlausar? Ég sá líka strax að þetta hlaut að vera mesta vitleysa.

Held að Moggabloggið hafi ekkert breyst að undanförnu. Er ekki alveg tilbúinn fyrir Fésbókina ennþá. Hef líka hunsað hana lengi. Sennilega verður fyrsta innleggið mitt hugleiðingar um hnatthlýnunina. Svo hef ég alltaf verið að hugsa um að skrifa um sálarlíf katta. Gallinn er samt sá að ég missti alveg sambandið við hana Doppu Dimmalimm þegar ég var veikur um áramótin. Það var held ég sá tími sem best hefði kannski verið að kynnast henni.

Um hnatthlýnunina má endalaust ræða. Sjálfur er ég líklega talinn efasemdarmaður í því tilliti. Mér finnst ekki hægt að mótmæla því að hiti fer hækkandi á jörðinni. Þeir sem hæst hafa um þau mál finnst mér oftast að tali eins og það sé margsannað mál að sú hnattlýnun sem mest er um rætt, sé alfarið og eingöngu mannkyninu að kenna. Svo er alls ekki. Samt er það engin afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Hlýnunin stafar af náttúrlegum orsökum ásamt því sem manninum er um að kenna. Hlutfallið þar á milli er vel hægt að rífast um. Hef ég ekki meira um þetta að segja, að sinni a.m.k.

Þetta er skrifað á föstdegi, næsta innlegg (ef af verður) verður skrifað á laugardegi.

Einhver mynd.IMG 3760


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband