Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

129. blogg

Ţegar ég tók viđ rekstri útibús Kaupfélags Borgfirđinga ađ Vegamótum á Snćfellsnesi voriđ 1970 var miklu lengra ţangađ en nú er.

Fyrir ţađ fyrsta voru engin Hvalfjarđargöng svo fara ţurfti fyrir allan Hvalfjörđ og ţađ á holóttum malarvegi. Síđan var náttúrlega engin Borgarfjarđarbrú svo keyra ţurfti alla leiđ upp ađ Hvítárbrú hjá Ferjukoti. Eftir ađ yfir hana var komiđ var keyrt niđur í Borgarnes, en ţó ekki alla leiđ. Vegurinn vestur lá útaf veginum fyrir ofan Borgarnes ţó byggđin sé komin ţangađ uppfyrir núna. Ţađ byrjađi međ ţví ađ nýja Mjólkursamlagiđ var byggt viđ veginn vestur og ţannig talsvert frá Borgarnesi. Nú, síđan var ekiđ sem leiđ lá framhjá Borg á Mýrum og vestureftir. Í hrauninu hjá Skjálg var vegurinn hlykkjóttur mjög en ţađ var lagađ fáum árum seinna.

Allt voru ţetta malarvegir, misjafnlega góđir, stundum sćmilegir, en oftast holóttir og leiđinlegir. Í fyrsta skiptiđ sem ég fór ţessa leiđ ţótti mér hún óralöng, en eftir ţví sem ég fór hana oftar fannst mér minna til um ţađ. Ţegar mađur fer ađ ţekkja leiđina finnst manni hún styttast til muna.

Mér er minnisstćtt ađ ţegar viđ komum ađ Vegamótum í fyrsta sinn rađađi starfsfólkiđ ţar sér upp í eldhúsinu og ég gekk á röđina og heilsađi öllum međ handabandi. Eitthvađ fannst mér ţetta óţćgilega konunglegt og ég man ekki betur en Áslaug og strákarnir hafi svo komiđ á eftir mér međ sína spađa.

Ţegar viđ komum uppeftir hafđi öllu okkar hafurtaski veriđ hent ţar inn á stofugólf og mikiđ verk var ađ koma öllu fyrir. Í stofunni höfđu ljósin sem ţar voru veriđ tekin niđur og löfđu bara vírar niđur úr dósunum í loftinu. Ég man ađ ég var óratíma ađ finna út úr ţví hvert hver vír lá og hvernig átti ađ tengja ljósin og innstungurnar ţannig ađ allt virkađi rétt.

Ţegar viđ vorum ađ flytja uppeftir man ég ađ Alli bróđir Gísla Sumarliđasonar var á bílnum sem sótti dótiđ mitt upp á Hávallagötu. Ég var einn viđ ađ bera kassana niđur og Alli sem var í rólegheitum á pallinum ađ koma kössunum fyrir ţar sagđi mér ađ slappa af ţví menn vildu frekar fá mig lifandi en dauđan uppeftir. Líklega hef ég veriđ fullákafur viđ burđinn og jafnvel hálfhlaupiđ međ kassahelvítin.

Fljótlega komst ég svo í kynni viđ skítlegt eđli Strympurollnanna sem skitu einkum á tröppurnar fyrir framan búđina og veitingahúsiđ ef ţađ mćtti verđa til ţess ađ ferđamönnum fćkkađi á Snćfellsnesinu.

Skömmu eftir ađ ég kom ađ Vegamótum var búist viđ ađ forsćtisráđherrann yrđi ţar á ferđ daginn eftir. Bragi Ingólfsson sem ţá vann í búđinni hjá mér lýsti ţví yfir ađ ţađ vćri sérstakt tilhlökkunarefni ađ fá tćkifćri til ţess ađ sjá forsćtisráđherra landsins. Eflaust hef ég af ţessu tilefni sagt frá ţví ţegar ég beinlínis rakst á Bjarna Benediktsson í Austurstrćti í mannfjöldanum á einhverjum 17. júní hátíđahöldum. (Já, hann var lítill og feitur.)

Um nóttina brann sumarbústađur forsćtisráđherra á Ţingvöllum. Ţegar ég vakti Braga um morguninn til ţess ađ hann gćti mćtt í vinnuna sagđi ég honum ađ ekki fengi hann ţá ósk sína uppfyllta ađ sjá Bjarna Benediktsson og ég man ađ honum varđ talsvert um ţau tíđindi sem ég sagđi honum.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband