763- Icesave vs. málfrelsi

Gaman að fá svona mörg komment eins og ég hef fengið að undanförnu.  Sum eru minnisstæðari en önnur. Einum man ég eftir sem rökstuddi það í löngu máli að við ættum ekki að vera að tala um lítilvæg mál meðan örlagaþrungin og alvarleg mál eins og Icesave væru til umfjöllunar hjá öðrum bloggurum. 

Útilokun DoctorE frá Moggablogginu er ekki lítilvægt mál. Kannski er Icesave-málið samt merkilegra a.m.k. núna. Lítið væri samt varið í að allir bloggarar skrifuðu um það sama. Sumir eru miklu betur að sér um Icesave en ég.

Nú ætti brahim að verða kátur. Er ég ekki einn ganginn enn farinn að skrifa um DoctorE? Líklega í átjánda sinn. Málfrelsi er orðin alger þráhyggja hjá mér. Er líka talsvert uppsigað við miðla (jafnvel fjölmiðla) en það er önnur saga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja bendir á að ekki væri síður ástæða til að banna hellirinn.blog.is en DoctorE. Sammála Tinna, en þetta er bara hinn endinn á stjórnmálarófunni og Moggabloggið tekur ekki hart á slíku.

Annars var það ekki ætlun mín að tala um flokkspólitík. Það hef ég gert áður og reglulegir lesendur mínir hafa ekki áhuga á því.

Kristinn Theódórsson skrifar ágæta blogg-grein um DoctorE. Ætla ekki að endurtaka það sem hann segir en bendi bara áhugsömum á að lesa greinina hans. Svanur Gísli Þorkelsson, sem ég met mikils sem bloggara, kommentar svo á þá grein og ekki má missa af því heldur.

Skondið að sjá svo í nýrri færslu hjá Kristni vísað í komment við grein mína þar sem talað er um „trúlausa trendið" eða eitthvað þess háttar.

Bið forláts á því hvað síðasta færsla var óralöng. Hún var samt nokkuð fljótlesin. Núna verður þetta styttra.

Páll Magnússon hefði átt að hunsa bann það sem Rúnar sýslumaður setti á fréttaflutning RUV. Allir vita að bannið verður dæmt ólöglegt og þessvegna er þetta augljós skrípaleikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Það sem var gott við lögbannið er að fréttamenn auglýstu svo dásamlega (þótt þeir/hann væru sótillir og með sjáöldur eins og svarthol) bæði bannið sjálft, og að þessar upplýsingar væri að finna hjá öllum öðrum fréttamiðlum og mig minnir að þeir/hann hafi gefið upp slóðina á Wikileak.

Eygló, 4.8.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Sævar Einarsson

hellirinn.blog.is

Þessari síðu hefur verið lokað

Þessari síðu hefur verið lokað. Hafið samband við blog@mbl.is til að leita frekari upplýsinga.

Ekki veit ég hvað var á þessari síðu en ef það á að fara út í að ritskoða síður og hvað má og hvað má ekki þá eru fjölmargar síður sem mætti loka, ég læsti minni síðu, mér var hætt að standa á sama um hótanir sem ég fékk.

Sævar Einarsson, 4.8.2009 kl. 12:19

3 identicon

Ég er búinn að pósta á Árna... þar sem ég lofa að velja orð mín betur, sem og að biðja Láru afsökunar...
Get ekki gert mikið meira en það.... ekkert svar fengið enn sem komið er.

DoctorE 4.8.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Kama Sutra

Gott hjá þér Dokkksi! 

Kama Sutra, 4.8.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flott hjá þér, Doctor minn E. Margir eru í sumarfríi núna en þú getur líka prófað að hringja í Árna Matt í síma 569 1245. arnim@mbl.is

Þorsteinn Briem, 4.8.2009 kl. 17:57

6 identicon

Ég bjalla í kappann á morgun ef hann svarar mér ekki.... takk fyrir númerið!

DoctorE 4.8.2009 kl. 21:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var nú lítið. Þú getur líka hringt í Ingvar Hjálmarsson í síma 569 1308, ingvar@mbl.is Þið ráðið fram úr þessu.

Þorsteinn Briem, 4.8.2009 kl. 21:16

8 Smámynd: brahim

Batnandi mönnum er best að lifa segir einhversstaðar....sérstaklega þegar þeir hinir sömu hafa fullyrt að þeir hafi ekki gert neitt rangt...eða farið yfir strikið.

Ef sá sem finnst hann ekki hafa gert neitt rangt eða verið með árásir á einstaklingi,

afhverju vill þá hinn sá sami þá biðjast afsökunar og lofa að vanda málfar sitt betur ??

brahim, 5.8.2009 kl. 14:22

9 identicon

brahim.. vegna þess að það er betra að bogna en að brotna... sá vægir sem vitið hefur meira.. if you will.

Annars held ég að þú getir verið áhyggjulaus því mbl dissar alla pósta frá mér... :)

DoctorE 6.8.2009 kl. 08:41

10 identicon

Jæja það var að koma svar... það er endanleg ákvörðum hjá þeim að loka á mig.

Ég þakka skemmtilegar stundir og öllum þeim er studdu mig!

Over & out.

DoctorE 6.8.2009 kl. 08:57

11 identicon

Ég verð að kveðja með smá efni um það sem mbl telur boðlegt á íslandi... þolri hreinlega ekki að fólki sé sagt að það sé abnormal að vera svona... :)

http://www.youtube.com/watch?v=an642rx0Mu4

Bestu kveðjur og verið í stuði.. en ekki með guði því þá eruð þið alltaf ein ;)

DoctorE 6.8.2009 kl. 09:03

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Auðvitað gat Árni ekki bakkað út úr málinu. Skelfing er það lélegt að horfa upp á miðilinn verja bilaðan einstakling með þessum hætti. Nú telur viðkomandi sig hafa fullan rétt á að úða út spádómum og rugli sem hræðir viðkvæmar sálir út í eitt. Fordæmið sem gefið er hér er ótrúlega öfugsnúið. Mogginn má vera stoltur af þessu eða hvað?

Það var ekki nóg að senda afsökunarbréfið, þess var greinilega krafist að þú lékir fulla iðrun í málinu bara til þess að bloggdeildin héldi haus. Þetta mál verður þeim ekki til framdráttar eða vegsauka.

Mér sýnist framtíð þín, Doctor E, snúast um það að eiga hugsanlega annað líf í athugasemdakerfinu sem er erfiðara að stoppa. Gangi þér vel!

Haukur Nikulásson, 6.8.2009 kl. 09:33

13 Smámynd: brahim

Auðvitað gat Árni ekki bakkað út úr málinu. Skelfing er það lélegt að horfa upp á miðilinn verja bilaðan einstakling með þessum hætti.

Og þú Haukur hefur náttúrulega sönnun fyrir því að þessi kona sé "biluð" eins og þú orðar það...alveg eins og DrE ?

Ég er nokkuð viss um að bæði þú og DrE hafið trú á einhverju (sama hvað það kann að vera)

Og það er þá ykkar trú allt eins og sú trú sem Lára hefur...

og þeir sem hafa trúað því sem hún sagði...

þá er það að þeir hinir sömu...hafa trú á spádómshæfileikum annarra...

það er ekkert við því að gera...fólk má hafa sína trú í friði án þess að verið sé að hæðast að henni...

brahim, 6.8.2009 kl. 13:31

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Brahim: Svarið við beinu spurningunni þinni er já.

Annað í athugasemdinni þinni er vart skiljanlegt og því engin ástæða til að hæðast að þessu máli frekar er orðið er. Ég fæ á tilfinninguna að þú hefðir átt að lesa þetta betur yfir áður en þú ýttir á senda.

Haukur Nikulásson, 6.8.2009 kl. 16:57

15 Smámynd: brahim

Ef þetta var ofar þínum skilningi...þá er þér nú bara vorkunn....

Lykilorðið var og er Trú...hvort sem það er trú á Guð...hinu góða...hinu illa...á álfa...

á getu sína að sjá (t.d. sem miðill...sjáandi) eða eitthvað annað. Vona að þú hafir Trú á einhverju...þó ekki væri nema á sjálfan þig...börnum þínum eða eitthvað annað.

brahim, 6.8.2009 kl. 17:54

16 identicon

brahim... að hafa trú á sjálfum sér er ekki það sama og að hafa trú á yfirnáttúrulegum hlutum... epli og appelsínur, bananar og gúrkur

DoctorE 6.8.2009 kl. 22:28

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Magnað helvíti, mér er hótað líkamsmeiðingum, kallaður öllum illum nöfnum sem ekki eru prenthæf og bloggsíða viðkomandi aðila ætti helst að vera læst með lykilorði(bönnuð innan 18) eða lokað en nei, þeir gera ekki neitt, benda mér bara á að leita réttar míns fyrir dómstólum, gátu þeir ekki sagt það sama við DoctorE, *pirr*

Sævar Einarsson, 6.8.2009 kl. 23:56

18 identicon

Þetta er bara tylliástæða, getur ekki annað verið.
Örugglega orðnir leiðir á að trúarliðið sé að kvabba í þeim :)

Maður sér krissa hrósa happi.. Nú er búið að loka á þig og brátt verður þú burtrækur hér eytt bla bla bla yadda yadda ugga bugga

Það er næsta víst að margur krissinn liggur nú á skeljunum og þakkar Gudda fyrir hið mikla kraftaverk... YES ~3 ár af bænahaldi skilaði sér loks... guð vinnur í gegnum Árna Matt og aðra starfsmenn blog.is  :)

DoctorE 7.8.2009 kl. 10:03

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Nei ég læsti minni síðu með lykilorði, mér var hætt að standa á sama um þennan aðila, viðkomandi var farinn að spæja um mínar færslur og bloggvini.

Sævar Einarsson, 7.8.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband