565. - Um ESB-aðild, sprengjur, skotelda og hvers kyns óáran

Í raun er það svo hér á Íslandi að hverjum sem er leyfist að puðra hverskyns sprengjum og skoteldum hvert sem er og hvar sem er í þrettán daga á ári. Frá jólum og fram á þrettándann. Allra síst skiptir lögreglan sér af þessu. 

Ekki mundi ég vilja lenda í einhverju óláni á þessum tíma. Enginn tekur mark á neinum hvellum eða ljósblossum en halda bara áfram að éta sitt laufabrauð og drekka sitt malt og appelsín. Líka eru hvers kyns rán og innbrot afar heppileg um þetta leyti.

Auðvitað ætti meðferð hvers kyns skotelda að vera bönnuð öllum alltaf nema tilskilin leyfi komi til. Mér skilst að nú séu hvers kyns varðeldar með öllu bannaðir nema þeir séu í samræmi við gildandi brunavarnarsamþykktir og viðkenndir af slökkviliðum og björgunarsveitum.

Sennilega verður ekki lögum komið yfir þennan ófögnuð fyrr en við göngum í ESB. Þá er trúlegt að við neyðumst til að haga okkur eins og siðmenntað fólk.

Þetta heitir að drepa málum á dreif. Auðvitað lætur enginn afstöðu sína til inngöngu í Evrópusambandið ráðast á svona fáfengilegu og lítilvægu atriði. Það að ganga í ESB bindur hendur komandi kynslóða og verður ekki aftur tekið. Þessvegna er það svo nauðsynlegt að sem allra mest og upplýstust umræða fari fram um Evrópusambandið og hugsanlega aðild að því.

Sá um daginn í fréttum að við Fjölbrautaskólann á Akranesi er boðið upp á nám í Evrópufræðum. Ekki veitir af. Svo er hægt að halda áfram og fara í Háskólann að Bifröst í læri hjá Eiríki Bergmann. Hann er nú víst hlynntur aðild en andstæðingar aðildar hefðu áreiðanlega líka gott af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband