548. - Það að fjölmiðlalögunum var komið fyrir kattarnef er orsök bankakreppunnar segir HHG

Bloggið er orðið áhugaverður vettvangur fyrir pólitískar pælingar. Var að lesa blogg eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hann er skýr í hugsun en ég er langt frá því að vera yfirleitt sammála honum. Margir tileinka sér speki hans og finnst mikið til um hana. 

Samkvæmt kenningum hans er bankahrunið núna aðallega útaf því að fjölmiðlalögunum árið 2004 var komið fyrir kattarnef án þess þó að þjóðin fengi um það að kjósa. Ég er sammála Hannesi um að átökin 2004 hafi verið markverð pólitísk átök. Þeir sem halloka fóru þar geta þó ekki endalaust kennt þeim ósigri um allt sem miður hefur farið síðan.

Átökin árið 2004 kristölluðust í fjölmiðlalögunum. Nú virðist það vera innganga í Evrópusambandið sem eigi að skilja sauðina frá höfrunum. Gallinn er bara sá að mál eru sjaldan eins einföld og þau virðast vera.

Upphrópanir útrásarandstæðinga eru að verða svolítið holar. Ef gera á andstöðu við Evrópuaðild að skilyrði þess að vera tækur til mótmæla þá er ég farinn. Mín skoðun er sú að við Íslendingar séum svo fáir og smáir að við getum farið okkur að voða í viðsjálum heimi. Því sé okkur hollast að halla okkur að Evrópu. Þetta hefur ekkert með núverandi kreppu að gera. Hún sýnir þó að varkárni er þörf.

Hróp Evrópuandstæðinga um að með því að vilja ganga í Evrópusambandið sé ég orðinn landráðamaður læt ég mér í léttu rúmi liggja. Að ég sé með því kominn í lið með útrásarvíkingum og andstæðingum náttúruverndar er verra mál. Dilkadráttur af því tagi er samt það sem pólitík dagsins virðist kalla á.

Ég er málfarsfasisti. Þessi klausa er af Eyjunni og bara af því að málfarið þarna er ekki eins og mér finnst að það eigi að vera er ég sjálfkrafa dálítið á móti þessu. Eflaust er þetta samt ágætis tillaga.

Hvernig væri að setja upp útimarkað niður á höfn þar sem skemmtiferðaskipin leggja að og koma með alla túristanna. Þar gæti handverksfólk, sultugerðafólk, listamenn, prjónakonur, hver sem er, sem getur búið til gjaldeyrir. Hvernig væri t.d. að vera með (ostabás vel lyktandi)

Andskotans snjókoma er þetta alla daga. Ekki nóg með að þessi hvíti ófögnuður geri allt erfiðara heldur fer allt í vitleysu þegar þetta breytist í vatn. Skíðafólk fagnar þessu kannski en má ekki vera að því að renna sér núna vegna snjómoksturs! Segi bara svona.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég gef nú ekki mikið fyrir speki Hannesar Hólmsteins, hef aldrei gert og mun aldrei gera. Lestu t.d. þessa grein eftir hann frá einmitt 2004.

Og ég fullvissa þig um að mótmælin sem haldin hafa verið snúast alls ekki um aðild að ESB.  Ég hef hvergi orðið vör við það. Og mér finnst fáránlegt að hafna aðild fyrirfram - áður en við vitum hvaða kosti og galla aðildin hefði í för með sér. Alls konar slagorð og fullyrðingar eru á kreiki en það eru meira og minna getgátur og eiga meira skylt við trúarbrögð en heilbrigða skynsemi.

Sammála þér með klausuna. Ég hlýt líka að vera málfarsfasisti...  

Snjórinn er indæll upp að vissu marki. Það birtir yfir en gerir manni erfiðara að komast um - og svo verður allt í slabbi þegar hann bráðnar og byrjar að hverfa. Það er verra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eg hef verið vittni að hruni heillar þjóðar nema þeirra sem voru ríkir, og urðu enn ríkari við aðild ESB. Það var í Svíþjóð. (Flutti þangað 1988)

Hvað Hannas hólmstein segir og hvar kötturinn skítur set ég á á sama stað. Alltaf illa við Hannes Hólstein. Hann sendi mér mail af því ég setti mynd af honum við hliðinna á Gústa og Steingrími, frægum pedófílum. Tók ég myndina burtu eftir að hann hafði haft samband við mig.

Mér er almennt illa við stórglæpamenn í þessum geira.....

ESB er fyrir snobbara, kostar meira enn Ísland hefur efni á, og þeir vilja ekki Ísland inn í ESB vegna skulda. Vona ég þess vegna að skuldirnar verði óviðráðanlegar og að japanir geri tilboð í eyjunna með öllu draslinu.

Snjó hata ég eins og pestina, enda fer ég til lands á snjótímum þar sem fólk hefur aldrei séð snjó nema í ísskápnum. Ógeðslegt fyrirbæri þessi snjór...

Annars er ég nest á slönguveiðum þessa dagana....náði minni fyrstu (án aðstoðar) bara núna um daginn! (Cobra) Herramannsmatur og eru á bragðið eins og bestu nautalundir....

Ég er alfarið á móti ESB fyrir öll lönd, þar með talið Ísland!

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 06:48

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég mótmæli því, sem oft er þó haldið fram og nú síðast hér af Láru vinkonu minni, að það birti eitthvað yfir af snjónum sem einhverju nemi. Það er bara ímyndun. Skíman sem frá snjóbreiðu kemur minnir mig alltaf á eins konar líkklæði. Það snjóar ekki í hlýindum og hlýindi að vetrarlagi eru á allan hátt auðveldari fyrir þjóðina. Þau þurfa ekki einu sinni að þýða snjóleysi til fjalla ef þau eru ekki því meiri en slík hlýindi eru sjaldgæfari en ''hæfileg'' hlýindi sem duga þó til að snjólaust sé á láglendi. Og hananú!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.12.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég vil bara sól og fallegar konur allt árið! Og er giftur fallegustu konu í heimi!

Frábært komment Siggi Þór!..alveg snilldarkomment!

Hver vill eiga heima þar sem er snjór? ;)

Óskar Arnórsson, 21.12.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Annars gleymdi ég að þakka höfundi fyrir snilldar-færslu...og geri það hér með..

Óskar Arnórsson, 21.12.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband